Íslendingaþættir Tímans - 27.01.1978, Side 9
Bjarni Þorleifsson
Fæddur 20. ágúst 1892
Dáinn 23. ágúst 1977.
Já vinur, þá hefur þú runnið þitt
skeið á enda, eftir langt og annasamt
dagsverk, einn af traustustu bændum
þinnar sveitar og héraðs. ÞU varst svo
heppinn að lifa og starfa með þeirri
kynslóð sem mestum umbótum hefur
skilað — og mun skila — á jafn stuttum
tima fyrir land vort og þjóð. Þú varst
einn hlekkur i þeirri keðju, sem mót-
uðu þetta starf vitt um landið. Þar
reyndist þú traustur hlekkur sem þú
stóðst aö starfi. Þá var sjaldnast spurt
um daglaun að kvöld, heldur hvað
hægt væri að skila niðjunum mestu.
Gott væri aö eiga margar kynslóðar
sem hugsa eins.
Kynni okkar byrjuðu i U.M.F. Visi,
þar reyndist þú góður liðsmaður eins
þroska. Samkvæmt því viöhorfi gekk
hún að verki og valdi sér starf. Það
held ég að eigi við um allt sem hún
geröi. Sá, sem þannig hugsar og þann-
ig finnur til leggur sig fram um að
vinna vel og ná árangri. En þetta, sem
hér er reynt að lýsa, hygg ég að megi
kalla kjarna þeirrar menningar sem I
æsku mótaði lifsstefnu Þorkötlu Hólm-
geirsdóttur. Þeirri menningu var hún
trú alla daga.
Eftir að Þorkatla fluttist á Suður-
land bar fundum okkar ekki saman
nema á margra ára fresti og stutt
hverju sinni. Þó var það nóg til þess að
ég vissi að hún var óbreyttog alltaf hin
sama. Hún sinnt daglegum verkefnum
svo sem skyldan bauö, reyndi að
hjálpa og græða eftir því sem hún
mátti við koma, en hún var alltaf barn
sveitarinnar sinnar fyrir vestan.
Þorkatla var aldrei heilsusterk og
þvi má sjálfsagt segja að henni hafi
orðið mikið úr starfsdegi sinum. Þeir
sem henni voru nánastir hafa þar ef-
laust mestaö meta, eiginmaður, dótt-
ir, fósturbörn. En þó að hún væri önn-
um kafin og gæti ekki á heilli sér tekið
gleymdi hún aldrei fornum félögum.
Það var notalegt og hressandi aö fá
kveðju hennar, sem stundum var eins
ogörvandihönd þegar nokkuðþótti við
liggja. Þvl er ljúft að minnast og
þakka. Iialldór Kristjánsson.
ogannars staðar, þar sem þú stóðst að
starfi. Síðan héldu kynni okkar áfram,
bæði á mannfundum og heimili ykkar
hjóna, siðast kom ég til ykkar 13. októ-
ber i fyrra. Þá varst þú glaður og reif-
ur að vanda. Rætt var um landsins
gagn og nauðsynjar, sem stóð hug okk-
ar beggja nærri þó við værum að nálg-
ast hálfan niunda ára tuginn. Hér
hefur mátt segja „lengi lifir i kolun-
um”. Landsins gagn og nauðsynjar
höfum við lengi hugsað um, og þar var
okkar starf á langri og viðburðarikri
ævi. Aldursmunur okkar voru 74 dag-
ar, þeir hæstu úr sumrinu.
Bjarni Þorleifsson er fæddur i
Hömrum á Mýrum 20. ágúst 1892. For-
eldrar hans voru Þorleifur Pálsson og
Hallbera Bjarnadóttir ljósmóðir.
Bjuggu þau á ýmsum bæjum á Mýr-
um, en siðast i Holtum. Þorleifur
drukknaði i Hornafjarðarfljótum sum-
arið 1904, var að setja stikur i fljótin
sem vegvisi fyrir ferðamenn. Vatns-
mikill áll féll þá vestan við Skógey,
vondur yfirferðar. Var Þorleifur að
lita eftir vegi yfir hann, hesturinn lenti
á sund, Þorleifur féll af honum og
drukknaði. Hann var oddviti á Mýrum
um tima og var það er hann andaöist.
Hallbera kona hans lézt rúmu ári
siðar. Mun hún hafa verið fyrsta lærða
ljósmóðirin á Mýrum, og var i þvi
starfi þegar hún dó. Merk kona. Ekki
man ég með vissu hvort dauða Hall-
beru bar skjótt að. Ég heyrði sannorð-
an bónda á Mýrum, sem ég þekkti vel,
segja að hann hefði séð feigðarboða
Hallberu. Ég var á ferð sagði bóndinn,
áveginum á milli Brunnhóls og Holta.
Sá ég þá hvar Hallbera kom á móti
mér austan veginn. Þegar hún var
komin i námunda við mig kasta ég á
hana kveðju, en hún tók ekki undir og
hélt ferð sinni áfram, þegar hún var
komin fram hjá mér leit ég til baka, þá
var Hallbera horfin, og ég sá hana ekki
meir. Ég var viss um að þetta væri
feigðarboði hennar, og um þessar
mundirandaðisthún, sagði bóndinn að
lokum.
Eftir látforeldra sinna fór Bjarni til
Vilborgar Hálfdánardóttur og Bjarna
sonar hennar sem þá var fyrirvinna á
búi móður sinnar á Tjörn. Þaðan lá
leiðin að Leiti i Suðursveit, þar var
hann 1911 og einhver ár fleiri. Það fór
hann aö Kálfafellsstað, og er þar ráðs-
maður á búi þeirra presthjónanna sér
Pétursog frú Helgu i eitteða fleiri ár.
Frá Kálfafellsstað fór hann aftur að
Tjörn I Holtum. Þar eignaðist hann
barn með Ragnhildi Einarsdóttur, vel
gerðri stúlku bæði til munns og handa.
Þetta barn var piltur og hlaut rnfnið
Karl Agúst, er búsettur á vestri bæ
Smyrlabjörgum. Kona hans er Hall-
dóra Jónsdöttir frá eystri bæ Smyrla-
björgum. Hann er einn með gildustu
bændum í Suðursveit, i skóla- og
hreppsnefnd.
Fyrst er Bjarna getið i bændatali á
Mýrum 1923, þá giftur Lússiu Sigriði
Guðmundsdóttur frá Skálafelli i suður
sveit, mestu myndarkonu, enda af
góöu bergi brotin, þar sem snyrti-
mennska og hagleikur fylgdi ættinni.
Umgetið ár búa þau hjóni Haukafelli á
Mýrum, þá fyrirstuttu gengin i hjóna-
band. 1 Byggðarsögu Mýrahrepps seg-
irum búskap Bjarna: 1 Haukafelli bjó
hann i þrjú ár, en flytja að Holtum 1926
á jarðarpart Kristins Jónssonar, sem
flutti þaðan burt, og mun hafa
keypt hann. í Holtum býr hann til
1943. Flytur þá að Viðborðsseli og
kaupir þá jörö með húsum af Bene-
dikt Þórarinssyni sem hættir þá bú-
skap og flytur á Höfn með fjölskyldu
sina. Ennfremur segir i Byggðarsög-
unni: Þau hjón, þaö er Bjarni og Lúss-
islendingaþættir
9