Íslendingaþættir Tímans - 27.01.1978, Side 10
la, hafa gert mest af ræktun túns af
ábUendum Viöborössels, enda engja-
lönd oröin léleg. 1960 flytja þau bæinn
aö Grænkletti, sem er stutt I norðvest-
ur frá gamla bænum, og reistu þar
tveggja hæöa steinhús ásamt Sigurjóni
syni slnum. Býr hann með fjölskyldu
sina á efri hæöinni. Sigurjón hafði um
þessar mundir stofnaö til félagsbii-
skapar meö foreldrum sínum meö
jaröarafnot úr Selslandi og Rauða-
bergslandi. Búskapur Bjarna og
Lússlu hefur veriö meö myndarbrag,
og alltaf sótt aö betri hag.
Gæfa var þaö fyrir fjölskylduna að
stofnaö var til félagsbúskapar, þaö
hefur gefiö meiri mátt i öllum fram-
kvæmdum, bæöi I ræktun, byggingum
vélakaupum og fleiru. íbúöarhúsiö I
Viöborösseli, er eitt með þeim falleg-
ustu sem sjást I sveit á þessu landi,
fáa metra frá þjóöveginum. Bjarna
mátti telja I beztu bændatölu I sveit
sinni I þess orös fyllstu merkingu:
verkmaöur ágætur, hygginn I öllum
framkvæmdum, sótti sifellt á bratt-
ann, unz komizt var aö marki á
brekkubrún, og ekki vildi hann vamm
sitt vita. Þess vegna gat hann á gam-
als aldri, þegar hann leit yfir farinn
veg, glaözt yfir ævistarfinu, sem veitt
haföi honum ánægju, en þeim sem viö
taka gagn.
Bjarni og Lússia eignuöust tiu börn,
þar af létust tvö I æsku. Eftir lifa fimm
synir og þrjárdætur: Halla giftóskari
Sigurbjörnssyni. Hann er nú látinn.
Hún er búsett á Höfn, Þóra og Guörún
búsettar I Reykjavik, Guðrún gift
Magnúsi Sigurðssyni, Sigurjón, kona
hanser Sigurbjörg Sigurjónsd. Heimili
þeirra er I Seli. Hann er framkvæmda-"
stjóri I heykögglaverksmiðjunni Flat-
ey. Guömundur, kona hans er Sigriöur
ólafsdóttir, þau búa I Holthólum,
Snorri kvæntur Sigriði Steingrímsdótt-
ur Höfn þau eru búsett þar. Hefur unn:
iö á vélum hjá ræktunarsambandi
Austur-Skaftafellssýslu. Arnar, alinn
upp hjá Jóni, bróöur Lússiu og Lauf-
eyju Sigursveinsdóttir konu hans,
hann er vélsmiður, búsettur á Höfn
vinnur hjá vélsmiðjunni þar, ókvænt-
ur. Bergur, hefur unnið hjá foreldrum
slnum, og veriö þeim aöalstoð eftir aö
fór aö llöa á ævi þeirra, ókvæntur. Allt
er þetta myndar og hagleiksfólk, enda
þvl hagleikurinn I blóö borinn.
Þú varst maöur gróandans, Bjarni
minn, og vannst I hans anda, þaö var
einnmeö stærstu sigrum lífsþins.Meö
hnlgandi hásumarsól varst þú borinn I
þennan heim og I sama mund þess
tlma sveifst þú inn í hulinn heim,
semviö höldum aö sé til, en þú hefur nú
kannað sannleiksgildiá, vonandi hefur
þú ekki oröiö fyrir vonbrigöum. Hönd
hins alvalda fylgi þér á hinu hugsaöa
Egill
Halldórsson
Það varð mér mikil harmafregn, er
ég frétti andlát vinar mlns, Egils Hall-
dórssonar frá Dyrhól á Þingeyri, en
hann lézt I sjúkrahúsinu á Isafirði
þann 11. ágúst slðastliðinn aöeins
fimmtugur að aldri.
Það var fyrir tæpu ári að hann kom
hér suður til rannsóknar og gekkst sið-
ar undir skurðagerð. Við hjónin heim-
sóttum Egil að sjúkrahúsdvölinni lok-
inni og bar hann sig þá sem endranær
karlmannlega og var jafn léttur I lund
og bjartsýnn og hann var ævinlega.
Okkur óraði ekki fyrir þvi þá að þetta
yrði okkar siðasta spjall. Síðan fór
hann vestur aftur og auðnaðist aö
dvelja á heimili sínu hjá sinni ástriku
og góðu konu, Guðmundu Pálsdóttur,
og börnum sínum þar til siðustu vik-
urnar, er hann dvaldi á sjúkrahúsinu á
lsafirði.
Ekki ætla ég að rekja ættir Egils, til
þesser ég ekki nógu kunnug, aðeins að
flytja nokkur þakklætisorð fyrir veru
mina hjá þeim hjónum. Þegar ég sem
unglingur, kom til vinnu á Þingeyri,
var ég svo lánsöm að eiga athvarf á
Dyrhól og var þar I fæði og húsnæði I
tvo vetur og part úr sumri, og hef á-
vallt siðan verið jafn velkomin þar.
Vart er hægt að hugsa sér betrj veru-
stað en á þvi heimili, þar var allt svo
óþvingað, glaöværð rlkjandi og sam-
staða þeirra hjóna, svo og allrar fjöl-
skyldunnar, var innileg.
Variega verö ég að fara út i það að
hæla Agli, þvi það hefði hann ekki kært
sig um. En það er ekki of sterkt til orða
tekið, að hann var mikill dugnaðar- og
atorkumaður og ósérhlífinn. Hann
stundaði lengst af sjómennsku og varð
fengsæll i þvi starfi.
Egill var spaugsamur og léttur I
lund, tryggur og góður félagi, sem gott
var að leita til.
landi, og leiði þig til frekari þroska en
mannheimar hafa uppá að bjóða. Ég
enda svo þessar linur meö einlægri
vinarkveöju til þin, og bið þess að heill
Drottins vaki yfir eftirlifandi konu
þinni, og afkomendum til hinztu stund-
ar.
Mælir þinn Steinþór Þóröarson.
Ekki get ég látið hjá liöa aö minnast
þess, að foreldrar Egils, þau Þórhildur
Bjarnadóttir og Halldór Jónsson,
miklar ágætismanneskjur, dvöldu
bæði á heimili sonar sins og tengda-
dóttur til dauðadags, en Halldór lézt
nú fyrir skömmu þar heima. Þau nutu
þar sérstaklega góörar umönnunar og
ekki má gleyma þeim stóra hlut sem
Munda átti þar að máli en þar kom
bezt I ljós hve miklum mannkostum
hún er búin.
Þau Munda og Egill eignuðust fimm
börn, þau Pál, Halldór, Stefán, Þór-
hildi og Svanhildi, sem öll eru vel gerð
og mannvænleg.
Ég vil með þessum fátæklegu orðum
þakka þær mörgu ánægjustundir og
góðvild, er ég naut hjá þeim Mundu og
Agli á þeirra ágæta heimili. Þar er nú
höggviðstórt skarð, þar sem Egill er á
braut, en minningin um góðan dreng
mun lifa I hugum okkar. Blessuð sé
minning hans.
Munda mln, þér og börnunum send-
um við hjónin okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum um styrk
guðs ykkur til handa.
Kristbjörg Jónsdóttir
frá Vésteinsholti
10
islendingáþættir