Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1978, Síða 2
Þær fóru til Þingvalla og fengu sér til
samfylgdar tvær eyfirzkar stúlkur er
voru á sama reki. Þær sem forgöngu
höföu voru Þorbjörg frá Gilsá og Þóra
Stefánsdóttir frá Fagraskógi, er einnig
haföi veriö á námskeiöinu, en hinar sem
viö bættust voru Sigrún Sigurhjartar-
dóttir frá Uöum og aö mig minnir Guö-
rún frá Fagraskógi systir Þóru. Þessi ferö
tók víst rúma tvo sólarhringa og þótti
þetta rösklega gert og vera til fyrir-
myndar. Bifreiöir voru þá enn engar á
landinu. Þá var vaknaöur áhugi fyrir að
skoöa landiö, einkum helztu sögufræga
staöi utan heimabyggöar, þótt fyrir-
hafnarsamtgæti verið og mun mega telja
aö þessi hugsun hafi fengiö byr með ung-
mennafélögunum.
Aö lokinni Reykjavikurdvöl sinni fer
Þorbjörg til heimabyggöar sinnar á
Austurlandi en tekst á hendur bústýru-
störf viö Eiöaskólann, sem enn mun hafa
heitiö Búnaöarskóli en átti eftir aö breyta
nafni siöar.
Ariö 1916 gengur hún i hjónaband meö
Lárusi Kristbirni Jónssyni.búfræöingi, en
hann var frændi og fóstursonur Sveins
Jónssonar bónda i Fagradal i Vopnafiröi.
Þau hefja siðan búskap á Höskuldsstööum
1 Breiðdal og búa þar næstu fjögur árin, en
flytja 1920 að Gilsá og búa þar saman til
1933, en þá varö hún fyrir þeirri sorg aö
missa mann sinn frá fjórum börnum
þeirra, sumum innan fermingaraldurs.
Þrátt fyrir þennan mikla missi hélt hún
búskap áfram meöbörnum sinum fram til
1942, en þá tók sonur hennar viö jörö og
búi og hefur búiö þar til þessa, en siöustu
árin meö syni sinum, en Þorbjörg var hjá
börnum sinum til skiptis á meöan heilsan
leyfði og hún var sjálfbjarga.
Börn þeirra hjóna voru fjögur, þrir
synirog ein dóttir. Einn sona þeirra lézt á
unglingsaldri, Stefánaö nafni, efnispiltur,
var þaö fjölskyldunni mikill harmur og -
hygg ég aö sonarmissirinn hafi verið Þor-
björgu sú und.sem ekki greri á þeim
mörgu árum sem hún átti eftir ólifuð.
Hin börnin þrjú eru:
Lára Inga húsfreyja i Reykjavik og
starfsmaður i Menntamálaráöuneytinu,
gift Sigurgéir Jónatanssyni.
Páll húsasmiöameistari i Egilsstaöa-
kauptúni, kvæntur Guörúnu
Guðmundsdottur.
Siguröurbóndiá Gilsá, kvæntur Herdlsi
Erlingsdóttur.
011 eru systkinin góöum hæfileikum
gædd, vel mennt og hafa starfaö af
dugnaöi og notið trausts og viröingar.
Timabil þaö sem þau Lárus og Þorbjörg
ráku búskap var landbúnaði I heild sinni
erfitt, þaö er naumast fleiri en eitt ár sem
var hagstætt, ef litiö er á viöskipta- og
fjárhagsástand. Það var áriö 1919, fyrsta
áriö eftir heimsstyrjöldina fyrri. En á
árinu 1920snerist allt tilhins verra og árin
1921-1923 voru öll mjög erfiö viöskipta-
2
lega. Næstu árin fram á 1930 voru skárri,
en ekki hagstæö. En 1931-1933 voru hins
vegar hin erfiðustu, jafnvel enn lakari en
1921-1923. Eftir þaö veröur heldur léttara
fyrir fæti, en breyttist loks 1939 vegna
áhrifa frá siðari heimsstyrjöldinni ef
miðaö er viö fjárhags- og viðskiptamál.
Hins er þó skylt aö geta aö veðráttufar
var á þessu timabili yfirleitt hagstætt aö
undanskildum vetrinum 1920 er var um
mestan hluta landsins mesti snjóavetur er
komið hefur á þessari öld og olli bændum
miklum þyngslum um afkomu alla mörg
næstu árin. Það var sannarlega enginn
leikur aö reka landbúnaö hér á landi þessi
árin.
Þegar Þorbjörg var hætt búrekstri og
heimilisstjórn breyttist öll aöstaöa
hennar um störf og áhyggjur, hún gat nú
veitt sér meiri tlma til lesturs og annars
þess er hugur hennar hneigðist til. Hún
haföi alltaf haft áhuga fyrir hvers konar
fróðleik, hvort sem var af bókum eða á
annan hátt. Hún var ekki i þeim hópi sem
stundaöi bóklestur aöeins til aö „lesa”
heldur beinllnis til aö tileinka sér efni
þeirra og festa i hug sér þaö sem henni
fannst þess vert og var gagnrýnin á þaö
sem hún frí hug og höndum um.
Þorbjörg geröi sér jafnan ljósa grein
þess helzta sem var aö gerast með
þjóðinni hverju sinni og taldi sér ekki
óviðkomandi hversu háttaö var þjóöar-
hag. Hún gat metið þaö aö veröleikum
sem vel var gert. Hitt lét hún sér fátt um
finnast og vildi sem minnst um þaö ræöa.
Hún lét sér jafnan annt um félagsstörf I
sveit sinni og héraöi og haföi um þau for-
göngu meö festu og skörungsskap eins og
bezt varö á kosiö.
A seinni hluta ævinnar, þegar annir
voru orönar minni, brá hún sér stundum
hingaö til höfuðstaðarins og dvaldi nokk-
urn tima oggaf sértima tilaö hitta frænd-
fólk og kunningja og kynnast þvi sem var
aö gerast utan átthaganna. Þegar hún
heimsótti okkur, konu mina og mig,
fannst okkur þaö vera eins og hátlöis-
dagur og óskuöum þess aö hún sæist aftur
sem fyrst. Mér fannst hún halda sálar-
þreki fram á nirséöisaldur. Hugsunin var
skýrog minnisgáfa igóöu lagi. Þegar hún
kom he'r siöast, sem var snemma vors,
kvaösthún ætla meö haustinu á eliiheimili
á Egilsstöðum, sem var i byggingu, og
hugöi gott til þess, en heilsan bilaði þá
fyrr en varöi og komst hún þess I staö á
Sólvang i Hafnarfiröi og var þar þaö sem
eftir var ævinnar.
Slðast bar fundum okkar saman, er hún
var 90 ára, á heimili dóttur hennar hér I
Reykjavik. Var hún þá enn svo að hún
gat rætt við gesti sem þangaö komu henni
til virðingar og meö þakklæti i huga. Eftir
þaö mun hún ekki hafa veriö fær til feröa
frá Sólvangi.ennotiö þar beztu hjúkrunar
og hjálpar.
Ég þakka henniágæt kynni og tel hana I
hópi fremstu kvenna sem ég hef kynnzt og
biö henni blessunar á hinu nýja tilveru-
stigi.
Égvotta börnum hennar, barnabörnum
og vinum innilega samúö og óska þeim
farsældar um ókomin ár.
Jón Ivarsson
Þorbjörg Pálsdóttir frá Gilsá i Breiödal
andaöistaö Sólvangi I Hafnarfiröi 6. þessa
mánaðar. Viö fráfall Þorbjargar á Gilsá,
eins og hún var ætiö nefnd i Breiödal, sjá
sveitungar á bak einu sinu mesta mikil-
menni og þjóöin tapar enn einum hlekkn-
um sem tengdi nútimann við liöna tiö og
sögu hans á þeim miklu breytingartimum
sem siðustu áratugir haf a verið 1 islenzku
þjóöllf i.
Þorbjörg á Gilsá bar gæfu til þess a lífs-
hlaupi sinu aö vera mikill bjargvættur á
þessum breytingatimum I fjölbreyttum
skilningi þess orös.
1 huga þeirra sem þekktu þessa stór-^
brotnu konu litið meira en nafniö eitt
tengist þaö liklega aöallega útvarpsþætt-
inum um islenzktmál. A þeim vettvangi
mátti heyra nafn hennar nefnt viku eftir
viku, þar sem hún var mefi bréfum sfnum
tii þáttarins aö fylla upp I eyöur málvís-
indamanna um eittog annaö sem málfar
snertir, stundum á svo rausnarlegan hátt
að oröskýringunni fylgdi heil þjóðsaga
sem skýrði oröiö betur og bjargast sjálf i
leiðinni frá glatkistunni.
Stutt er siöan ég heyröi Islenzkufræöing
vitna I bréf frá Þorbjörgu á Gilsá, er hann
var að ræða islenzkt mál i útvarpinu Og
sjálfsagt á oft eftir aö leita til hennar
vizkubrunns þegar kryfja skal islenzkt
mál til mergjar.Enenda þótt þessi þáttur
i lifsstarfi Þorbjargar eigi eftir aö halda
nafni hennar á lofti um ókomin ár, ber
annað enn hærra i hugum sveitunga henn-
ar og annarra nágranna.
Þorbjörg á Gilsá var ósérhllfin og frum-
kvööull I félagslegu starfi I sínum átthög-
um. Hún gekkst fyrir stofnun liknarfé-
lagsins Eining áriö 1911 og var lengst af
formaöur, allt fram til 1948 eöa svo, og
potturinn og pannan I hinu blómlega starfi
félagsins um áratugaskeið.
ölíum eldri Breiðdælingum og nágrönn-
um eru i fersku minni enn I dag Einingar-
samkomurnar sem haldnar voru I Breiö-
dalnum áratugaskeiö. Þær voru annaö og
meira en „skrall”. Einingarsamkomurn-
ar voru áreiöanlega menningarauki fyrir
þær byggðir sem þangaö sóttu.
Til þess var tekiö hve mikill stórhugur
fylgdi þessu félagi á slnum tima og átti
Þorbjörg þar stóran hlut ásamt fleiri góð-
um liösmönnum. Ég varö þeirrar gæfu
aönjótandi aö vera Þorbjörgu samtiöa i
Breiödal sem fulloröinn maöur á árunum
1958-71. Þá var Þorbjörg á Gilsá um og
yfir áttrætt en ekkert „gamalmenni”. 1
þaö minnsta ekki 1 anda.
Þorbjörg gerði mér stundum heimsókn
Islendinqaþættir