Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1978, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1978, Blaðsíða 5
En Drottinn i kærleika bætir þaö bezt, Hann byrðarnar léttir I trú. Við þökkum þér ástúð um ævinnar stig og allt sem þú varst okkur hér, Guö launi þér, sonur, og leiði enn þig hvar lffið nýtt brosir við þér. Ó, hjartkæri sonur, hve söknum við þin þvi samvist þin kær okkur var. Hvar ljósið Guðs bjarta á lifshæöum skin hve ljúft mun að sjást aftur þar. ,,Þegar brotnar bylgjan þunga, brimið heyrist yfir fjöll. Þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll.” Þegar mér barst sú harmafregn að þú hefðir farizt með báti þínum, Pólstjörn- unni, þann 17. des. siðastliðinn, rifjaðist upp fyrir mér samtal okkar frá síðast- liðnusumri, erég hitti þig á heimili þínu. Þú varst einn heima og ég hafði Utinn tima til aö stoppa. Þú sagðir þá við mig, að næst þegar ég yrði á feröinni vestur á Ströndum skyldum við gefa okkur tima til að spjalla samanogrif ja upp gamla daga. Nú er það ljóst, að það veröur á öörum staö en heima á Ströndum sem við hitt- umst næst, og þess veena skrifa éo mí þessar fáu linur til þin, sem kveðjuorð og þakklæti fyrir vináttu þina öll þessi ár. Við ólumst upp saman á Reykjafirði öll [ fjögur, þú og Bjarni bróðir þinn hjá afa ykkar, ég og Halla konan þin, hjá Carli Jensen i næsta húsi. Ekkert okkar hafði neitt verulega af foreldrum að segja og þess vegna urðum viðkannski enn samrýmdari en ella. Okk- ur leið þó öllum mjög vel i uppvextinum og höfðum ekki yfir neinu að kvarta, en það er kannski meira enhægt var aö segja um unglinga I þá daga, sem ólust upp utan foreldrahúsa. Við strákarnir lékum okkur saman, oft- ast i fjörunni. Þegar brimar við sandinn, höfðum við það að leik að hlaupa undan bárunni, elta þær á útsoginuoghlaupa svo undan þeim til baka. Fulloröna fólkiö sagöi aö við mættum ekki gera þetta, þvl ef við dyttum, tæki sjórinn okkur. Við lögðum ekki trúnað á þaö. Viö áttum okk- ur drauma eins og aðrir unglingar um hvaö við ætluðum að~ve"rða þegar við vær- um orðin stór. Ég ætlaði að verða skáld, yrkja kvæöi og skrifa sögur, Bjarni bróöir þinn ætlaði aö búa til lög og þá kannski við kvæðin min. En þú, vinur minn, ætlaðir að verða skipstjóri. Nú, ég varð aldrei skáld, Barni samdi aldrei lag, en þú, þú varðst skip- stjóri, fyrst á trillu, sem við áttum saman állir þrir. Islendingaþættir Sverrir Briem f. 22. janúar 1930 — d. 4. desember 1977 Systurkveöja Ég sé I anda fjörð f austurátt, þar yfir gnæfir fjallið, bratt og hátt 1 lágum bæ við ljósast bernskuvor, við, ljúfi bróðir, stigum fyrstu spor. Þar lifðu amma og afi á fyrri tfö, við óbliö kjör þau háöu daglegt strið, en hjá þeim nóg var hjartarúm ið hlýtt, við hlutum bæöi ást og viömót blltt. En leiöir skildu, — bærinn seinna brann —. Og, bróðir minn, ég löngum til þess fann, hve okkar samleið allt of skammvinn var, ég oft i hjarta finn til saknaöar. Nú ertu horfinn, endað æviskeiö, en ósk og þökk mln fylgja þér á leiö. Siðan skildu leiðir, þú fékkst þér stærri bát, þú varst fæddur fiskimaöur. Bjarni bróðir þinn gerðist farmaður, hann fór a stóruskipin, sigldi umöll heimsins höf, og gerir það enn. Ég flutti yfir flóann, yfir á Skagaströnd, þú fluttir inn á Steingrims- fjörö. Þannighöfum við búiö, svo að segja beint á móti hvor öðrum Sitt hvorum meg- in viö Húnaflóa, þú að vestan, ég að aust- an. Þessi flói var þitt haf, þinn starfsvett- vangur. Þar þekktir þú hvern boða og hvert sker, að minnsta kosti að vestan- verðu. Þú sóttir sjóinn fast, enda var fló- inn þér gjöfull. Þú hélzt vel þinum hlut þó að samkeppnin væri stundum hörð, enda var þér ekki að skapi að láta draga neitt úr höndum þér. Auövitað lentir þú oft i efiðleikum meö aöná landi I vondum veðrum, þaö er vond leið að ferðast norður úr flóa og inn i Stein gri'msfjörð i griö og náttmyrkri. Þegar viö vorum strákar og fórum út með sjó, sem skallað var, i stórbrimi á veturna, sáum við hvað brimið gat verið ofsalegt þegar það skall á klettunum. Þá gerðum við okkur held ég ljóst, að undan svona bár- um væriekkihægtað hlaupa. Þá settumst við kannski niður I skjöli viö stóran stein og sungum viö raust til að reyna aö yfir- gnæfa hávaðann. Ekki man ég hvaö við sungum, en stundum sungum viö ,,ef dimmur er Ægir, og dökkt undir él”. Já, hafir gefur, hafiö tekur, þeir sem búa við Þú leiddir foröum mina litlu hönd. — Guð leiöi þig aö hamingjunnar strönd. Ragnheiður Guðmundsdóttir. strendur þessa lands, þekkja hafið með öllum sinum breytileika. Stundum gjöfult og blitt, stundum úfið, grimmt og mis- kunnarlaust. Þú, vinur minn, varst einn af þeim mönnum sem þekkja hafið i öllum sínum myndum. Svo allt i einu i skammdeginu rétt fyrir jólin, hátiðljóss og barna, þá tók hafið þig fyrirvaralaust, þúfékkst ekki að ljúka þessari vertið, fyrirvaralaust kom kallið. Fyrirvaralaust kom siðasta báran, sem enginn getur hlaupið undan. Hún tók þig með sér niður i þennan flóa, em hafði gefið þér svo mikið, sem hefði vriö þin gullkista, og i þessari gullkistu hvilir þú nú. Kannski fer ekki verr um þig þar en annars staðar, það veit ég ekki. Eitthvað þessu likt hefði samtal okkar sjálfsagt orðiö ef viö hefðum hitzt næsta sumar norður á Ströndum. Hvernig það verður þegar við hittumst á öðrum stað veit ég ekki, en eitt er vist, þá höfum við nógan tima, þvi þar segir enginn „flýttu þér”. Svo kveð ég þig vinur minn. Far þú i' friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þér Halla min, börnum þínum, systkin- um hins látna og öllum öðrum aöstanden- um votta ég innilega samúð. Góður drengur hefur gengið sinn veg til enda. Eftir er minningin ljúf, og sorgin sár sem ti'minn einn getur læknaö. Bernódus ólafsson. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.