Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1978, Qupperneq 9

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1978, Qupperneq 9
Jóhann Árnason Þann 28.‘desember siöastliðinn andaðist Jóhann Asbjörn Arnason, fyrrverandi bankafulltrúi i Ctvegs- banka Islands, eftir hetjulega baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Jóhann Arnason fæddist 24. október 1896 aö Hóli i Bolungarvik og var af hinni kunnu Hólsætt, sem hefir haft búsetu þar siöastliðin 300 ár. Foreldrar hans voru Hansina Ás- björnsdóttir og Arni Magnússon, út- vegsbóndi ÍBolungarvik. Eina námið i bernsku var i barnaskólanum i Bolungarvik. Hann lauk tveggja ára námi á einum vetri i Verzlunarskóla tslands 1915. Hóf hann þá ýms verzlunarstörf þar til hann geröist starfsmaður lslands- banka 14. marz 1919 og starfaði þar og I Útvegsbanka Islands til 14. desember 1959eða i rúmiega 40 ár, að hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Jóhann var tæplega meöalmaður á hæð, en vel á sig kominn likamlega snyrtimenni hið mesta i klæðaburði, greindur og viðlesinn, enda vel máli farinn og ritfær i bezta lagi. Liggja og eftir hann margar greinar og bækling- ur um hugðarefni hans sem fyrst og fremst lutu að peninga- og efnahags- málum, sérstaklega gengis- og vaxta- málum. Jóhann var andstæðingur hágengis- stefnu þeirrar, sem Jón heitinn Þor- iáksson, fyrrv. forsætisráðherra, barðist fyrir og var rökstuðningur Jó- hanns sannfærandi. Til marks um þetta má geta þess, að Ólafi heit. Thors, fyrrv. forsætisráðherra þóttu þessar skoðanir Jóhanns Árnasonar athyglisverðar, enda keypti hann mörg eintök af bæklingi hans, um þetta efni, sem hann nefndi „KREPP- UNA”. Jóhann var mikill skapfestumaður og lét ekki hlut sinn, hver sem i hlut átti. Hann var mikill félagshyggjumað- ur. Vann hann frábær og fórnfús störf við undirbúning og stofnun Starfs- mannafélags Útvegsbankans 1933. Jó- hann varum skeið formaður félagsins og starfaði ávallt af vakandi áhuga að velferö félagsins og studdi drengilega góð málefni þess og bankamanna- stéttarinnar. Hann var fulltrúi félags- ins viö stofnun Sambands islenzkra bankamanna 1935. Jóhann var ásamt Höskuldi heit. ólafssyni, bankafull- trúa og undirrituöum, þátttakandi i fyrstaalþjóða bankamannamóti I Lon- don 1939. Hann var dverghagur maður og völundur hinn mesti. Læröur smiöur varhannað visu ekki.en margt af þvi, sem hann smiðaði, bæði úr tré og málmi, tók langt fram þvi sem eftir flesta sllka liggja. Hann gerði við klukkur og úr, sem jafnvel úrsmiðir höfðu gefizt upp við og smiöaöi þá jafnvel varahluti I hvorutveggja, ef þvi var að skipta. Vandvirkni hans og hagleik, ber heimili þeirra hjóna fagurt vitni, bæði hvað smiði á inn- réttingum og sjálfstæðum hlutum þar snertir. Nokkuö sjómannsblóð frá Bolungar- vik mun ætiö hafa runnið i æðum Jó- hanns Arnasonar. Atti hann lengi trillu, sem hann réri til fiskjar úr Sels- vör i tómstundum slnum. Hann var einnigágætur lax- og silungsveiðimað- ur og hafði mikla ánægju af verðiferð- um i ár og vötn. Jóhann Árnason var kjörinn heiðursfélagi i Starfsmannafélagi út- vegsbankans 10. april 1960. Hann var kvæntur Svövu Helgadótt- ur, hinni ágætustu konu, sem bjó manni sinum smekklegt og yndislegt heimili aö Neshaga 13. Stundaði hún mann sinn af stakri kostgæfni I hinum erfiöu veikindum hans, allt til hins sið- ast. Þau áttu gullbrúðkaup 4. nóvember 1976. Ég vil ljúka þessum fátæklegu orð- um minum með þvi aö færa ekkju Jó- hanns Arnasonar innilegustu samúðarkveðjur minar og annárra starfsfélaga hans i Útvegsbankanum og stjórnenda bankans. Adolf Björnsson. Haukur Hólm Kristjánsson Ekki kann ég þvi vel aö ágætur vinur minn og félagi liggi óbættur hjá garði. Þess vegna vil ég minnast hans með örfáum orðum. Haukur Hólm Kristjánsson fæddist á Bildudal 1/11 1921. Foreldrar hans voru þau Marta Eiriksdóttir og Kristj- án Hólm ólafsson. Haukur ólst upp á Bildudal hjá ömmu sinni og afa, þeim Jensinu Jónsdóttur og Kristjáni Al- berti Bjarnasyni til 13 ára aldurs, en fluttist þá tilHafnarfjarðar.Fór fyrst I Flensborgarskóla en siðar á loft- skeytaskólann i Reykjavik, en átti heimili I Hafnarfirði æ siðan. 1953 kvæntist Haukur þjfzkri konu, Islendingaþættir Rósu M. Hinriksdóttur. Börn þeirra eruFrimann Hólm f. 1954, tæknifræði- nemi i Danmörku, Kristján Hólm, f. 1955, sjómaður, Kristin f. 1960, nemi i Flensborgarskóla og Haukur Hólm f. 1962 nemi. Það er skemmst frá þvi að segja, að vegna sameiginlegra starfa kynnt- umstviðsnemma.eða umáriöl941, en þá byrjaði hann að sigla og sigldi það sem eftir var striðs, og þarf engum að segja hver áreynsla þaö var að koma beint úr skóla og steypa sér strax i þá baráttu sem þá fór fram á höfunum. Það þekktu þá þegar marghertir sjó- menn, og vissu að talsvert þrek þurfti til. Haukur brást heldur ekki skyldu sinni, en hélt áfram ótrauður, og sigldi siðan stanzlaust áfram unz yfir lauk. Hann var i sumarfrii sér tú hvildar, þegar dauðann bar skyndilega að snemma lágúst. Þá varhann staddur I Júgóslaviu, ásamt konu sinni. Haukur sigldi ævinlega hjá sama fé- lagi, Eimskipafélagi lslands, og var þar á mörgum skipum. Sfðustu árin á M/s Bakkafossi. Lengstaf fylgdi hann heiðursmanninum Jónasi Böðvars- syni, unz Jónas lét af skipstjórn sökum aldurs. Það fór einlægt vel á með þeim, og heyrt hefi ég eftir Jónasi, að Haukur hafi verið bezti loftskeyta-

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.