Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1978, Page 15

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1978, Page 15
Þorgrímur Ármannsson bankafulltrúi Fæddur 13. apríl 1898 Dáinn 30. janúar 1978. I dag veröur til moldar borinn tengda- faöir minn, Þorgrimur Armannsson, frá Presthólum i Núpasveit. A þessum degi er mér efst f huga þakklæti fyrir þær stundir sem ég varö aönjóta ndi er ég kom fyrst aö Presthólum fyrir fimmtán árum og mér var tekiö opnum örmum af þeim hjónum, sem ungri stdlku vestan af fjöröum, sem þá var nýgift syni þeirra hjóna, Halldóri bifvélavirkja. Foreldrar Þorgrims voru þau hjónin Armann Þorgrimsson og Hálfdania Jó- hannesdóttir frá Hraunkoti i Aöaldal. Þorgrimur átti fimm alsystkini og einn hálfbróöur. Þorgri'mur giftist GuörUnu Guömunds- dóttur 13. september 1924 og voru þau þvi bUin aö vera i ástsælu hjónabandi I rUm- lega álfa öld, eöa fimmtiu og þrjú ár. Þorgrimur og GuörUn eignuöust sjö mannvænleg börn, sem öll eru á lifi og eru þau: Guömundur verkstjóri á HUsavik, gift- ur Guörúnu Gunnarsdóttur, Háífdán bóndi Presthólum, giftur Hjördisi Vil- hjálmsdóttur, Jónas, ógiftur, bóndi Prest- hólum, Þorbjörg gift Karli Þorsteinssyni, sjómanni i Keflavik, Armann trésmiöur á Akureyri, giftur Kristveigu Jónsdóttur, Þóra gift Gesti Jónssyni, loftskeytamanni 1 Reykjavik. Barnabörn þeirra hjóna eru nU oröin 19 og trega þau nú mjög afa sinn. 1 sveitina til hans og ömmu voru þau alltaf velkom- >n, þótt oft væri þar margt um manninn. I þau niu ár sem viö Halldór bjuggum á Húsavik vorum viö alltaf velkomin meö alla fjölskylduna aö Presthólum. Gesta- gangur var alltaf mikill og alltaf virtist nóg húsrúm fyrir þá sem aö garöi bar, hvort sem þaö var á nóttu eöa degi. Þorgrimur var ljúfmenni i allri um- gengni og vildi hvers manns vanda leysa, var fljótur aö átta sig á þvi sem þurfti aö gera er til hans var leitaö. 1 þau ár sem ég þekkti tengdafööur niinn, lágu honum ætiö góö orð til sam- ferðamanna sinna og aldrei minnist ég þess, aö hann hafi lagt hnjóösyröi til nokkurs manns. Islendingaþættir Égmunaldrei gleyma þegar þau hjónin komulangan vegtil Reykjavikur i vor, til að vera viö fermingu dóttur okkar. Og börnin okkar munu seint gleyma hversu gaman varaö fáafa og ömmu heim til sin. Þorgri'mur var mjög vel lesinn og hafði hann mjög gaman af að segja frá löngu liönum atburöum, þvi minniö var óskert tíl hins siöasta, en hann veiktist hinn 17. janúar siöastliöinn og andaöist 30. janúar eftir stutta legu á sjúkrahúsinu á Húsa- vik. Nú þegar leiöir okkar skiljast i bili er mér efst I huga þakklæti fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig og mina fjöl- skyldu og þakklæti fyrir viökynningu viö traustan og gööan mann meö heilbrigöar lifsskoöanir. Hann var maðurinn, sem alltaf var veitandi I samskiptum sinum viö mig og aöra. Rausnarskapur og hjálpsemi voru hans sterkustu eölisþættir. Meö þessum fátæklegu oröum vil ég þakka tengdafööurmínum samfylgdina á liönum árum og óska honum góðrar ferö- ar inn á eiliföarlandiö. Og eiginkonu og öörum vandamönnum votta ég samúö mina. Blessuð sé minning hans. Ingibjörg M. Kristjánsdóttir. 0 Sigmundur Guðmundsson Gekk hann þar aö ýmsum störfum, var m.a. afgreiðslumaður hjá Kaupfélagi Ey- firðinga um skeið. Þar, eins og annars staðar, vann hann meö atorku þegar heilsan leyfði. Eins og áöur er vikið aö var Sigmundur ekki alltaf heilsuhraustur. Á búskaparár- um hans á Melum biiaöist hann svo á heilsu, að hann varö aö hverfa aö heiman til að leita sér lækninga. Var hann þá all lengi undirlæknishöndum og náöi þá þeim bata aö hann gat haldiö heim aftur til bús sins og annarra starfa og gekk hraustleg- ar aö verki, eins og áöur er greint. En ó- vinurinn lá i leyni, og aldrei varö hann samur maöur. Nokkrum árum eftir aö hann fluttist til Akureyrar veiktist hann af brjóstberklum og varö aö fara á heilsu- hæli. Upp frá þvi má heita aö hann hafi verið óvinnufær sjúklingur. Eru þaö ill ör- lög svo dugmiklum manni. — Konu sina, Sigrúnu, missti hann i marz 1973. Upp frá þvi hefur hann verið einn I ibúö sinni á Akureyri, fariö á milli barna sinna og dvalizt á heilsuhælum. Ég hefi hér að framan rakiö lifs- og starfsferil Sigmundar vinar mins meö nokkrum orðum og stiklaö á þvl sem oröiö hafa örlagavaldar I llfi hans til gleöi og gæfustunda og þess sem svipt hefur þenn- ann starfsviking heilsu og sálarþreki. Ég veit aö hann hefur oft átt við meiri sálar- raun aö búa en um það sé hægt aö ræöa. Orö mín bæta þar ekkert um. En llfiö hef- ur lika fært honum margar hamingju- stundir. Hann naut sambúöar viö ástrlka og umhyggjusama eiginkonu, sem stóö eins og klettur viö hliö hans þegar skugg- ar lifsins sóttu fast aö honum, allt til hinztu stundar. Meö henni eignaðist hann vel gefin börn, hvert öðru starfshæfara, sem eru stolt fööur og móöur og traustir þegnar sins þjóöfélags. Aö meta þá eiginleika var okkur báöum kennt I þeim eina skóla, sem við áttum kost á, og i heimahúsum. Þá veit ég aö barnabörnin hafa einnig orðið honum gleöigjafi. A meöan heilsan entist honum vann hann stórvirki, sem hann má vera stoltur af, og þeir eru margir, sem renna þakklátum huga til þess, sem hann hafði fyrir þá gert, hér heima I sveitinni hans, og annars staöar. Handtök hans gleymast ekki þeim eru sáu og nutu. Vini minum, Sigmundi, sendi ég og kona min hugheilar hamingjuóskir á þessum timamótum i llfi hans og viö þökkum honum liðnar samverustundir og öll okkar kynni. Veit ég mér óhætt aö bera sömu óskir og þakkir til hans frá öllum sveitungum hans, bæöi þeim sem heima eru og hinum, sem burtu eru fluttir. Ég veit að i tilefni þessa afmælis hans hafa streymt til hans heillakveöjur. Þær segja sina sögu um þann hlýhug sem þeir bera til hans, sem hafa kynnzt honum. — Ég bið honum aö lokum blessunar almáttugs guðs, og aö hönd hans leiði hann og styrki umólifuðár. Meö vinarkveöju Guömundur P. Valgeirsson 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.