Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1979, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1979, Blaðsíða 7
Katherine Christensen Katherine Christensen lést á heimili frænku sinnar 18-1700 Burrows Avenue, þriöjudaginn 30. janúar s.l. Hún varö 76 ára og lætur eftir sig systur, Sarah Sandi- son, og frænku Mrs. M. Diane Schaefer. Hún fæddist 15. april 1902 f Westbourne, Manitoba, og þar gekk hiin einnig i skóla. Þá fluttist hún til Winnipeg og starfaöi hjá T. Eaton Company í um þaö bil tuttugu ár. Þá hætti hún um skeiö, en var svo ráðin aftur og gegndi þarstörfum af og til næstu tiu árin. Loks starfaöi hún hjá Merchants Consolidated þar til árið 1967 aö hún hætti fyrir aldurs sakir. Heitasta ósk hennar var uppfyllt áriö 1978, en þá fór hún ásamt systur sinni Sarah til Islands. Foreldrar hennar voru fæddir i Reykjavik, og þar hittu þær syst- ur nú marga ættingja, og eignuöust marga nýja vini. Eiginmaöur hennar lést 21. febrúar 1967. Hann hét Walter. Foreldrar hennar voru Helga og Thorvaldur Benjamin Johnson og eru þau bæöi látin, einnig tveir bræöur, Victor Benjamin Jbhnson og Goodman (Guömundur) Johnson, tvær systur, Lavey (Laufey) Thoreen Aker- man (Johnson) og Olive Johnson, einnig frænka hennar Oddney Johnson og tengdabróöir, Harry Akerman. Þegar systir hennar Lavey lést þá tók hún til sin þrjú börn hennar, Harry Akerman, Gary Akerman og Diane Schaefer (Akerman). Nú syrgja hana systirin Sarah Violet (Segrida Fjola) Sandison (Johnson), Winnipeg Beach, Man., Harry, Gary og Diane, sem öll eru ----------------------------------N _____________________________J 'slendingaþættir búsett i Winnipeg, Lena Johnson (Reyk- dal) frá Whytewold, Man., og fjöldi skyld- menna viös vegar i Kanada og Bandarikj- unum. Þeir, sem vildu minnast hennar ættu að láta Canadian Cancer Society, Krabbameinsfélagiö, njóta þess: 202-960 Portage Avenue, Winnipeg. Hennar verður ávallt minnst og hennar veröur saknaö sárt af ættingjum og vinum. (Þýtt úr Lögbergi-Heimskringlu) Elisabet O suöur á Akranes. Þar voru þau búsett nær áratug. Þar eins og i Ingólfsfiröi var oft gestkvæmt hjá þeim og gestum veitt af rausn. Nú dvelja þau hjónin á Hrafnistu i Reykjavik þar sem þau þreyta siöasta áfangann. Enn er þó Elisabet viö nokkra heilsu og hefur verk milli handa sér til af- þreyingar, en bróöir minn, Jón, hefur aö mestu lagt upp árar. Vinnuþrek hans er aö mestu þrotiö. Þannig er saga hennar sögö i fáum dráttum. Mikið starf er að baki. Aldurinn er orðinn hár og kraftarnir dvinandi. Framundan eru elliárin með sinn fylgi- fisk. Elisabet min. Það er sérlega bjart yfir allri minningu minni og kynningu við þig. Þú hefur alla tiö veriö mikil höfðingskona. Stór i lund og mikil i framkvæmd. Gest- risni þin, höföingsskapur og gjafmildi var og er sérstæö. Þú gast alltaf gefiö og það ekki smátt. Enn ert þú sigefandi þó þú hafir ekki af öðru aö miöla en þvi litilræöi, sem þú vinnur þér inn meö erfiöismunum við þá handiön sem dvalarheimilið hefur upp á að bjóöa. Þú haföir þann skörungs- skap til að bera, sem ég hefi oft i huganum jafnað til langömmu þinnar, Elisabetar konu Óla rika langafa þins og Jens Ólason frændi okkar sagði mér frá og haföi eftir sinum föður, sem nú skal frá greint: Þeir Grimur Alexiusson, bóndi á Selja- nesi og Óli riki, þá nýkominn i Ófeigsfjörö og tekinn viö ábúö af Grimi, deildu um umráðarétt yfir rekaviði á Ófeigsfjaröar sandi. Báðir voru komnir i vigamóð meö viðaraxir sinar i höndum og horfði til stórræða. Elisabet fylgdist meö gerðum þeirra aö heiman og sá I hvert óefni stefndi. Skundaöi hún þá á vettvang og mátti ekki seinna vera. Gekk hún á milli þeirra og talaði um fyrir þeim á þann hátt, að þeir sættust og deildu ekki upp frá þvi. Atti Grimur þá raunar skammt ólifaö. Með þvilikum hætti hefði ég vel getaö hugsaö mér tiltektir þinar undir svipuö- um kringumstæðum. Þú gast lika breytt grónum heimilisvenjum meö einurö þinni og hispurslausri framkomu. Svo sem þegar þér var borin grautarskáiin upp á slána þar sem þú varst látin sofa, eins og venja haföi veriö á þvi heimili með önnur hjú. Þú tókst skálina og snaraöist niður i eldhús þar sem húsbændurnir sátu aö snæöingi, meö þeim ummælum, aö mesti óþarfi væri að hafa svona mikið fyrir þér. Þú gætir svo sem gert þér aö góöu aö boröa i eldhúsinu eins og húsbændurnir. — Upp frá þvi var engum færöur maturinn afsiöis á þvi heimili — Já. „Svoddan kon- ur kosta nokkuð” sagöi hann Ingimundur. Eins og ég sagöi áöur varst þú og þiö hjónin okkur nákomnari en aörir, þar sem þiö voruö svo nátengd okkur báöum. Ótaldar komur þinar til okkar voru okkur ávallt stór viöburöur og til gleöi. Og heimsóknir okkar til ykkar eins tiöar og kostur var á. Þaö var alltaf svo gott sam- band á milli ykkar systranna og óblandin ánægja aö sjá og heyra ykkur talast viö á þann hátt sem ykkur einum var lagiö. All- ir samfundir okkar voru ávallt tilhlökkun- ar- og gleöiefni og hugsaö til næstu sam- funda meö eftirvæntingu. Mér er sérstak- lega ljúft aö minnast komu þinnar þegar raunir steöjuöu aö okkur. Þú haföir sér- stakt lag á aö vikja skuggum lifsins tii hliðar meö tali þinu og framkomu svo aö straumhvörf urðu i hugum okkar. — Þú gafstokkur gjafir i mund og gleöi I hug og hjarta. Þetta allt verður aldrei fullþakkaö og fátækleg orð min segja litið af þeirri sögu. Þessa ails var gott að njóta. Kimni þin i frásögn og tali er gróiö ættar- einkenni, sem ávallt létti lund á góöri stund. Já. Það er bjart yfir minningunum um margt af þvi fólki, sem ólst upp manni samtimis og maður hefur átt samleið meö um áratugi. Margir eru horfnir yfir landamæri lifs og dauða, aörir komnir i fjarlægö og samband viö þá takmarkaö. Sumir i lamasessi. — Allir á heimleiö. — Enginn veit hvenær við hvert og eitt, ljúk- um þeirri vegferð og komum að þvi heimahliöi. Sú er ein ástæöan til þess, að ég hefi nú rifjað upp vissa drætti úr lífi þinu, Elisabet min, og þær minningar, sem dvalist hafa i hugskoti minu. Ég færi þér, kæra mágkona, þakkir minar, systur þinnar og alls mins fólks fyrir liðnu árin. Fyrir gjafir þinar og þá gleöi, sem þú ávallt veittir okkur á um- liðnum árum. Við óskum þér allrar þeirr- ar blessunar og farsældar um ókomin ár, sem gömlum er gott aö njóta. Gömlum og þreyttum bróöur mlnum svo og börnum þinum sendum viö hugheilar kveðjur okk- ar, um leið og við samgleöjumst þeim með það, aö eiga þig enn aö. — Vertu svo góöum guöi falin til hinstu stundar. Guömundur P. Valgeirsson 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.