Íslendingaþættir Tímans - 28.04.1979, Page 5

Íslendingaþættir Tímans - 28.04.1979, Page 5
aö hún minntist þess oft slöar. Eftir þetta sáumst viö ekki fyrr en viö hjónin vorum flutt i Hverageröi. Dvaldi Una þá um tima hér hjá vinkonu sinni, þvi aö þá var hún oröin sjúklingur og þurfti aö vera undir læknis eftirliti, hófst þá kynning okkar aö nýju. Var hún okkur slikur aufúsugestur, aö milli okkar tókst órofa vinátta. Er okk- ur ekki hvaöslst minnisstætt, hve góö Una var drengjunum okkar. I hvert sinn sem hún kom haföi hún eitthvaö meöferöis til aö gleöja þá. Sýndiþaöþráhennar og þörf til aö veita öörum gleöi og birtu. Una var Húnvetningur aö ætt. Hún fæddist aö Vindhæli, skammt frá Skaga- strönd (hinum forna Höföakaupstaö,) þ. 25. október 1889. Foreldrar hennar voru hjónin Siguröur Davlösson og Halldóra Sigrlöur Halldórsdóttir. Þau hjón eignuö- ust 5 börn, einn son, sem dó um þrftugt, og 4 stúlkur, eru 2 þeirra enn á llfi. Þau hjónin munu hafa búiö á mörgum stööum m.a. 1 Kambskoti, Spákonu- felli og viöar, oft I húsmennsku og munu hafa átt viö kröpp kjör aö búa, eins og tltt var um efnalltiö fólk á þeim tlmum, og börnin þvi sjálfsagt oröiö aö byrja fljótt aö vinna fyrir sér. Daviö, faöir Siguröar, var Arnason, Austur-Húnvetningur aö ætt, en kona hans, Sigrlöur Þorvaröardóttir, var ættuö úr V.-Hún-sýslu, munu þau lengst af hafa búiö á Sneis. En Halldór, faöir Halldóru Sigriöar, móöur Unu, var Jónasson, en systlr hans hét Rósa og var.hún amma Stephans G. Stephanssonar, skálds. Móöir Daviös hét Sigriöur og var hún dóttir Laga-Davíös, sem þekktur var fyrir fágæta kunnáttu I lögum. Allt var þetta gott og dugmikiö fólk, sem margt manna er frá komiö. Una H. Siguröardóttir var fremur lág vexti en hnellin og svaraöi sér vel. Létt var hún I fasi, glaölynd og skemmtin I viö- ræöu og fróöari um menn og málefni en almennt gerist, haföi enda stálminni og svo mikiö næmi, aö segja mátti aö hún ræmi allt sem auga sá og eyra heyröi. Minnlst ég þess, aö vinur minn, séra Lárus á Miklabæ sagöi eitt sinn aö margur læröur maöur mætti vera hreykinn af aö hafa llfsskilningá borö viö Unu, enda var hún skarpgreind og mun hafa skiliö til hlltar flesta þætti félagslegra viöfangs- efna. Ekki þarf aö efa aö Una hefur á yngri árum haft rlka löngun til aö afla sér menntunar, svo greind sem hún var.En á þeim tlma voru umkomulitlum stúlkum ekki opnar leiöir til mennta. En sjálfsagt hefur allt sem hún gat lesiö og heyrt af umgengni viö menntaö fólk oröiö henni ávinningur seinna meir, er alvara llfsins °g fjölþætt verkefni kölluöu aö. Mun hún hafa dvalist eitthvaö hjá danskri konu á Akureyri, frú Sæmundsen aö nafni.sem varhenni góö, og má vera aö þar hafi hún numiö eitt og annaö, sem hún hafi fært sér til nota. Getur hugsast, aö þessi timi, þótt skammur muni hafa veriö, hafi orölö 'slendingaþættir þessari duglegu og gáfuöu sveitastúlku góö viöbót I veganesti. Ljóðelsk var Una og haföi gott brag- eyra, enda var hún hagorö, þótt fáir munu hafa vitað, þvi um þaö var hún mjög dul, mun þaö hafa stafaö af sjálfsgagnrýni hennar, sem mér fannst stundum strang- ari en góöu hófi gegndi, en einmitt þaö er einkenni þeirra sem aöeins gera kröfur til sjálfs slns, — og þaö geröi Una vissulega. Eitt af þvl sem mér fannst mest áber- andi I fari Unu var mildi og fórnfýsi. Þaö var yndi hennar og ánægja aö milda og gleöja. Hluttekning hennar I kjörum og llfsbaráttu annarra var dæmafá. 1 hvert sinn sem talað var um misstlg annarra, ekki slst ungmenna, reyndi hún jafnan aö finna málsbætur. Illt umtal og þunga dóma um aðra, einkum umkomulitla, þoldi hún ekki, þvi afstaöa Jesú Krists: ,,Ég sakfelli þig ekki”, var henni jafnan nærtæk. Hinn 18. aprll 1923 giftist Una eftirlif- andi eiginmanni slnum, Friörik Kristjáni Hallgrimssyni, góöum og dugmiklum manni, Eyfiröingi aö ætt. Hófu þau búskap á Miklabæ, en fluttu brátt að Úlfs- staöarkoti (nú Sunnuhvoll) og bjuggu þar slöan. Þeim varö 13 barna auöiö og eru 11 þeirra á lífi: En þau eru: Elln, búsett á Laugum, S.-Þing., Siguröur, bóndi á Stekkjarflötum, Skagafiröi, Friörik, búsettur I Mosfells- sveit, Þórunn, búsett I Kópavogi, Hallgrimur.búsettur I New York, Guöný, búsett á Hjallalandi, Skagafiröi, Halldóra Sigrlöur, búsett I Noregi, Halldóra Ingibjörg, búsett I Reykjavlk, Arni Húnfjörö, búsettur I Hafnarfiröi, Bjarni Leifs.bóndiá Sunnuhvoli, Guörún,búsett á Breiðanesi, S.-Þing. Eina stúlku misstu þau, frá 4 börnum og einn dreng, 3 ára gamlan. Afkomendur þeirra hjóna, Unu og Friöriks, munu nú vera um 80 manns. Sjálfsagt hefur búskapur þeirra hjóna, eins og margra annarra á þeim árum, ekki alltaf veriö dans á rósum, meö stóran barnahóp og allar aöstæöur, gjöróllkar þvl sem nú þekkist. Þá voru engir styrkir til, engin opinber aöstoö.engar lánveiting- ar, þá uröu frumbýlingar aö heyja lífs- baráttuna og axla allar byröar af eigin rammleik, á hverju sem gekk. Geta má nærri aö oft hafa þau hjónin, ekki slst húsmóöirin, oft gengiö þreytt til hvilu eftir langan og strangan vinnudag. En meö framúrskarandi dugnaöi og ráö- deild tókst þeim aö komast til bjargálna og sjá sinni stóru fjölskyldu farboröa. Mörg seinustu ár ævinnar var Una sjúklingur, heilsan haföi ekki staðist þaö langvarandi strit og áhyggjur, sem umönnun fyrir svo stórri fjölskyldu hlaut aö krefjast.Oft var hún sárþjáö þótt hún reyndi aö dylja þaö sem mest fyrir öörum. Varö hún jafnan aö vera undir lækniseftirliti og dvaldi þá oft hjá ágætri vinkonu sinni I Hverageröi, sem lét sér mjög annt um hana og reyndi eftir megni aö létta henni byröi veikind- anna, sem hún bar meö fágætri hetjulund og var jafnan glöö og létt I viömóti, en þaö geta þeir einir sem vita sig hafa gert þaö eitt sem rétt er. Una andaöist þ. 10. janúar s.l. og var minningarathöfn haldin um hana I Sauöárkrókskirkju, en jarösett aö Mikla- bæ þ. 18. s.m. Athöfnin fór fram I kyrrþei aö ósk hennar sjálfrar. Séra Gunnar Glslason I Glaumbæ jarösöng. Nú er jarönesku starfi þessarar mætu konu lokiö. Viö, sem enn stöndum hérna megin landamæranna miklu, kveöjum hana meö þakklátum huga, fyrir allt sem hún gaf okkur úr slnum stóra hjartans sjóöi. Eftirlifandi eiginmanni hennar, börn- um, barnabörnum og barnabarnabörnum vottum viö hjartanlega samúö og biöjum guö aö blessa þeim minningu áátrlkrar eiginkonu, móöur, ömmu, og langömmu. Hvíl I Guös firöi! Einar Einarsson. Þeir sem skrifa minningar- eða afmælisgreinar í Islendingaþætti, eru eindregið hvattir til þess að skila vélrituðum haiidritum, ef mögulegt er

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.