Íslendingaþættir Tímans - 28.04.1979, Síða 8
Brekku í Norðurárdal
1. april sl. varö Þóröur Ólafsson fyrrum
bóndi á Brekku i Noröurárdal 90 ára.
Allir sem feröast hafa um Noröurárdal
hafa tekiö eftir fögru býli undir hárri
brekku, innanvert viö Grábrókarhraun,
þaö er bærinn Brekka. Þar hefur Þóröur
búiö allan sinn búskap og er þar enn
ásamt konu sinni Þórhildi Þorsteinsdóttur
frá Hamri i Þverárhliö.
Þóröur er fæddur aö Desey í Noröurár-
dal, sem er litiö kot Uti á eylendinu en er
nú löngu komiö í eyöi. Foreldrar Þóröarf
voru ólafur Olafsson bóndi á Desey og'
kona hans Guörún Þóröardóttir, hrepp-
stjóra á Brekku. Börn þeirra hjóna voru
mörg, en þótt auöur væri ekki 1 búi, ólu
þau upp mörg og mannvænleg börn sem
hafa reynst dugmikil og á allan hátt
reynst góðir þjóöfélagsþegnar. Meöal
þeirra barna var Ólafur kristniboöi, Al-
bert Ólafeson skólastjóri í Noregi, Þor-
björn ólafsson fyrrum bóndi aö Hrauns-
nefi o.fl.
Þóröur á Brekku var dugmikill bóndi.
Hann var hagleiksmaður og verkhygginn
og á yngri árum var hann um nokkurra
ára skeiö I Reykjavik og var þar oft viö
verkstjórn. Ungur aö árum fór Þóröur i
Hvítárbakkaskóla enslfkt var ekki tftt um
þær mundir, aö efnasnauö ungmenni
legðu leiö sina á skólabekk þvf ekki var
um nokkra fjárhagslega aöstoö aö ræöa.
Þóröur hóf búskap á Brekku 1919, en
áriö 1919 tii 1920 er meö þvi haröasta sem
komiö hefúr 1 minni núlifandi manna.
Snjóþyngsli vorusvo mikil aö hvergi sá til
jaröar og úr þessu rættist ekki fyrr en
kom fram f maimánuö.
Þótt Þóröur á Brekku væri nýliöi i bú-
skap, mun hann hafa veriö einn meöal
fárra bænda sem áttu heyfyrningar um
voriö.
Þetta dæmi sýnir hve traustur og fram-
sýnn bóndi Þóröur á Brekku var.
Þóröur tók viö jöröinni útihúsalausri aö
kalla og voru þaö hans fyrstu umbætur aö
byggja nýtt enda þóttnú sé búiðaö byggja
öll hús jarðarinnar frá grunni og mun
Brekka vera eitt best húsaöa ábýli sem til
er,en aö þeim umbótum stóö lfka Þor-
steinn sonur Þóröar sem nú býr á jöröinni
ogrekur þar arðsaman búskap, enda vel
hirt um það bú.
Ariö 1931 uröu Brekkuhjónin fyrir þvf
tjóni aö íbúöarhúsiö brann og allt innbú
þeirra hjóna. Þóröur var ekki heima þeg-
ar þetta geröist en kom heim skömmu
8
siðar. Sem betur fór uröu engin slys á
fólki.
Þóröur byggöi í ibúöarhús sama áriö og
hélt ótrauöur áfram búskapnum.
Þóröur er f élagslyndur og var starfandi
I ungmennafélagi sveitarinnar i mörg ár,
og gott var aö leita ráöa hjá honum. Um
nokkur ár var hann i stjórn félagsins.
Ýmsum trúnaöarstörfum gegndi Þóröur I
sveit sinni var i hreppsnefnd i mörg ár,
sóknamefndarmaöur i skólanefnd o.fl.
Þóröur og Þórhildur eignuöust 5 börn en
misstu fyrsta barniö nýfætt.
Þessieru börnþeirra: ÞórunnErna gift
Andrési Sverrissyni frá Hvammi, bllstj. i
Reykjavik, ólafur kvæntur Asu Jó-
hannesdóttur búsett i Reykjavik, Þor-
steinn kvæntur önnu Siguröardóttur frá
Hrisdal, búa á Brekku, Guðrún gift Pétri
Jónssyni búsett i Reykjavík. öll eru þau
systkin myndar- og atorkufólk. Þóröur og
Þórhildur ráku myndarlegan búskap og
áttugott heimili, þar sem regla var á öll-
um hlutum. Þau geta nú litiö yfir farinn
veg og séö árangur verka sinna og um-
bætur á jöröinni aukast meö ári hverju f
höndum Þorsteins sonar þeirra og önnu
konu hans.
Enn er Þóröur hress og glaöur og skýr i
hugsun, les mikiö og hefur ánægju af
samræöum jafnt um nútima málefni sem
liöna tiö. Hann er enn beinn I baki og
skörulegur ásýndum.
Ég hef lengst ævi minnar veriö i ná-
grenni viö Þórö á Brekku þvi jaröirnar
liggja saman og foreldrar minirbvoru
nágrannar hans um langa búskapartíö.
Þaö hefur aldrei fallið skuggi á þaö
nágrenni og tel ég gott nágrenni vera eitt
af þvi góöa sem þróast í islenskum sveit-
um.
Égþakka þér Þóröur ogkonu þinni fyrir
liönu árin og vona aö ævikvöldiö ykkar
veröi heiörikt og fagurt eins og öll ykkar
ævi hefur veriö.
Hreöavatni 1. aprfl 1979
Daniel Kristjánsson
islendingaþættir
90 ára
Þórður Ólafsson