Íslendingaþættir Tímans - 29.09.1979, Page 8

Íslendingaþættir Tímans - 29.09.1979, Page 8
í minningu Eyjólfs Eyfells listmálara Genginn er Eyjólfur Eyfells listmálari og lífs kúnstner í hárri elli. Skyldu ekki fáir islenskir listamenn hafa átt eins almennri hylli aB fagna sem hann? Ég minnist nokkurra sýninga hans, þegar hann var kominn á efri ár. Margir dagar voru ekki liönir þegar hver einasta mynd, sem þar var föl, var horfin úr eigu listamannsins. Hann var maöur hjartans og tilfinninganna. Sælir eru hógværir, því aö þeir munu landiö erfa,segir á helgri bók. Engan mann hef ég þekkt, sem þessi ummæli ættu betur viö en Eyjólf. Hann var vinur litilmagnans af eölis ávisun og reiöi hans var heilög, þegar honum varö hugsaö til rangsleitninnar i henni versu. Ekkertvar hoQara ungum manni en aö fylgja Eyjólfi til fjalla i skaut islenskrar náttúru. Samverustundir meö honum i Þórs- mörk yljahuga mannsmeöan maöur lifir. Hiö næma feguröarskyn listamannsins, sem hann tengdi oftlega og umbúöalaust kviku mannlifsins var svo heillandi aö aldrei gleymdist. Ekki var heldur ónýtt aö vera meö Ey- jólfi i mannfagnaöi. Best naut hann sin innan um fornvini sina, þegar hann sjálf- ur var veitandi. Fór hann á kostum,sagöi skemmtisögur, og skenkti ótæplega hinardvrustu veigar -þaö var hansmáti. Eyjólfur var óvenju næmur bæöi á þá sem lifandi voru og raunar ekki siöur á þá sem horfnir voru úr þessum heimi. Reynsla hans i þeim efnum var meö eins dæmum, þaö ég veit bezt. Aldrei lét hann mig finna þótt ég fylgdi honum ekki fast eftir i eiliföarmálunum. Hann kunni sannarlega þá list ,,aö hafa aögát i nærveru sálar”. Kæri Eyjólfur, allar vonir um fegurri og betri heim veröa I minum huga ætiö tengdar þér. Veröi þér aö trú þinni, ljósberi fegurö- arinnar. Staddur I Hringariki i Noregi 8. ágúst 1979. Hjálmar ólafsson. 8 islehdingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.