Íslendingaþættir Tímans - 20.10.1979, Síða 7

Íslendingaþættir Tímans - 20.10.1979, Síða 7
steinn vann á búi fööur sins allt til ársins 1919, en þá hóf hann búskap á Haf- Þórsstööum i Noröurárdal meö konu sinni Sigurrósu Jónsdóttur. Þar dvöldust þau hjón aöeins I eitt ár. Flytjast þá aö Múla- koti i Stafholtstungum og eru þar næstu tvö árin. Aftur flytjast þau hjónin 1 Noröurárdalinn og dveljast I nokkur ár á Brekku i þeirri sveit og siöar á Hvassa- felli. A þessum árum átti sveitabúskapurinn erfitt uppdráttar, eins og svo oft I þessu haröbýla og hrjóstuga landi. Árin milii heimsstyrjaldanna voru engin sældarár fyrir islenskan landbúnaö. Erfiöar sam- göngur, lágt afuröaverö og heimskreppan mikla I algleymingi um allan heim. Þaö er fyrst eftir 1940, sem eitthvaö fer að rofa til I þessum málum. Á þessum árum stundaöi Þorsteinn oft vinnu utan heimilis til aö drýgja tekjur sinar. Hann var eftir- sóttur til allra starfa, afkastamikill verk- maöur, ósérhlifinn og lagtækur. Léttur var Þorsteinn I lund og glaövær og fylgdi honum jafnan ferskur andblær hvar sem hann kom. Áriö 1937 veröa mikil þáttaskil t llfi þeirra hjóna. Þá festa þau kaup á jöröinni Hreimsstöðum i Noröurárdal og þar dvöldust þau hjón til æviloka, en Sigurrós andaöist fyrir fimm árum. Þorsteinn og Sigurrós eignuöust eina dóttur Aöalheiöi aö nafni og er hún fædd áriö 1925. Aöal- heiöur hefur ávallt dvaliö hjá foreldrum sinum og reyndist þeim sönn stoð og stytta hin siðari ár, þegar heilsu þeirra og kröftum fór hrakandi. Þegar Þorsteinnn og Sigurrós komu aö Hreimsstööum voru allar byggingar þar mjög úr sér gengnar og ræktun litil. Tvi- vegis mun Þorsteinn hafa byggt upp öll penings- og útihús á jöröinni og reisulegt ibúöarhús reistu hjónin þar skömmu eftir aö þau fluttu þangaö. Segja má aö hver ræktanlegur blettur i landareigninni sé oröinn aö túni og allt var þar snyrtilega umgengiö og ber fagurt vitni um framtak og atorku þessara dugandi hjóna, sem aldrei létu erfiðleikana buga sig. Þau voru alla tiö mjög samhent og gestrisin og eignuöust þar af leiöandi marga vini, sem héldu tryggö viö þau. Þess naut Þorsteinn lika hin sföari ár hjá nágrönnum þegar hann geröist vegmóöur og hrumur eftir langan og strangan vinnudag. Barn aö aldri ky-nntist ég Steina frænda mlnum, en hann var móöurbróöir minn. Oft kom ég ásamt bræörum mlnum, en viö vorum þá allir ungir sveinar, á heimili þeirra hjóna bæöi aö Hvassafelli og aö Hreimsstööum. Síöan eru liöin nær þvi 50 ár. Ég minnist þeirra heimsókna allra meö mikilli ánægju. Vel var tekiö á móti okkur og hlýhugur og glaöværð rikti jafn- an á heimili þeirra. Steini frændi var mjög barnelskur maður og kunni aö ræöa viö börn. Hann umgekkst okkur sem jafn- aldra sina og tókst allt til fulloröinsára aö varöveita barnseöliö i sinni eigin sál. Slik- ir menn veröa manni minnisstæöir þegar árin færast yfir. Nú aö leiöarlokum þakka ég Steina frænda minum fyrir samfylgdina og allra þeirra ljúfu stunda, sem ég naut 1 sam- vistum viö hann. Lifið veröur auöugra og betra aö kynnast sllkum mönnum. Viö hjónin og Sæunn móöir min sendum Aðalheiöi dóttur hans innilegar samúöar- kveöjur. „Daladrengurinn” sem 16 ára aö aldri flyst til Borgarfjaröar og dvaldist þar i rösklega 70 ár er nú aftur kominn heim. Blessuö sé minning hans. Klemenz Jónsson. Guðrún Pálsdóttir Fædd 17. aprll 1891 Dáinn 31. júli 1979. Mig langar meö fáum oröum aö minnast föðursystur minnar Guörúnar Pálsdóttur, Gunnu eins og hún var alltaf kölluð. Hún var fædd i Galtárholti, Rangár- vallahreppi. Foreldrar hennar voru Páll Pálsson og Guörún Guömundsdóttir. 1 foreldrahúsum var hún framyfir tvitugs- aldur, þá fór hún til Stokkseyrar og var hjá foreldrum minum i nokkur'ár. Þótt ég væri þá barn aö aldri, gleymi ég aldrei hennar miklu góðvild og ummönnun fyrir mér og minum, enda veit ég aö hún gleymist seint þeim sem kynntust henni. Gunna haföi sérstaka skapgerö, sást aldrei skipta skapi, var alltaf glöö og inni- leg viö aíla, og þaö var engin uppgerö, þetta var henni eðlilegt. Gunqa var ákaf- lega barngóö og þó hún ætti ekkert barn Islendingaþættir sjálf i orösins merkingu má segja aö hún ætti samt mörg börn. Börnin hændust aö henni, þau kunnu aö meta hlýjuna og gleöina i fari hennar. Gunna las mikið og var ljóöelsk, og kunni mikiö af ljóöum og söngur var henni yndi. Hún gerði aldrei kröfur til annarra, hún hugsaöi ekki um hvaö þessi eð hinn {»æti fyrir sig gert, heldur hvaö hún gæti gert fyrir aöra. Hún var aldrei heilsuhraust, hún fékk magasár á yngri árum og bjó aö þvi alla ævi. I kringum 1925 fór hún svo til Vest- mannaeyja, og réöist fljótlega sem vinnu- kona til Guömundar Böövarssonar og Sig- urbjargar Siguröardóttur, Hásteinsvegi 8. Viö þessa fjölskyldu tók hún svo mikilli tryggö aö hún var hjá henni þar til 1973 þegar gosiö hófst I Eyjum. Þá fór hún til skyldfólks sins austur á Rangarvöllum en fljótlega fór hún svo á Dvalarheimili aldr- aðra i Hverageröi og var þar til hún veikt- ist i mai I vor. 1 Hveragerði leiö henni vel og var þar glöö og kát eins og ætiö. Siöustu oröin sem hún sagöi viö mig voru „viltu skila kveöju minni aö Asi I Hverageröi” og ég geri þaö hér meö. Aö endingu innilegt þakklæti til hennar fyrir allt frá mér og minni fjölskyldu, og ég læt þessar ljóölfnur fylgja eftir Davfö Stefánsson: Hún fer aö engu óö er öilum mönnum góö og vinnur verk sln hljóö sumir skrifa I öskuna öll sin beztu Ijóö. Sigrún Guömundsdóttir, Hllöartungu, ölfusi. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.