Íslendingaþættir Tímans - 23.12.1980, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 23.12.1980, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞJETTIR Priðjudagur 23. desember - 39. tbí. tímans Guðmundur Jóhann Einarsson bóndi á Brjánslæk Fæddur 3. aprll 1893. Dáinn 14. nóvember 1980. Guömundur Jóhann Einarsson bóndi á Brjánslæk á Baröaströnd lést þann 14. nóv. s.l. 87 ára aö aldri. Hann var fæddiir 3. april 1893 á Skjald- vararfossi á Baröaströnd. Foreldrar hans voru hjónin Jarþriíöur Guömundsdóttir og Einar Guömundsson. Böm þeirra hjóna, er upp komust vorú fjögur, en einn son misstu þau kornungan. Þau voru tvf- burarnir Guömundur og Arni en auk þeirra GuörUn og Þórarinn. Þeir tví- buraöbræöur sem fylgdustaöinn íþennan heim, uröu í ýmsum efnum samferöa á langri ævi, en einnig til að kveöja heim- inn, þvi' báðir létust þeir á sama sólar- hringnum. GuörUn drukknaöi i Breiða- firöi 1954 ásamt Hrefnu uppkominni dóttur sinni og tveimur mönnum öörum. Hún var þá hUsfreyja á Selskerjum. Þórainn kennari i Reykjavik er nU á niræöisladri og heilsubilaður. Guömundur ólst upp á Baröaströnd meö foreldrum sinum, lengst af á Siglunesi. Hann stundaöi sjó og sveitastörf i upp vextinum eins og flestir unglingar á þessum slóöum. Tvítugur aö aldri fór hann til Færeyja og stundaði sjó þaðan bæði á fiskiskipum og farskipum og fór viöa um höf. Eftir þriggja ára Utivist kom hann heim. Geröist hann þá formaður á vélbát sem Guðmundur kaupmaður Berg- steinsson i Flatey geröi Ut til flutninga á vörum og fólki um Breiöafjörö. A þessum árum veiktist Guömundur af berklum og var um skeiö sjúklingur á Vifilsstöðum. Vegna þessa sjúkdóms gekk bann aldrei heill til skógar til æviloka, m.a. lifði hann heyrnarlaus meir en tuttugu siðustu ár ævinnar. Þegar hann veiktist var hann heitbundinn Ragnheiði Svanfriöi Jónsdóttur i Hergilsey. Þau giftust 1920 en búrekstur hófu þau þar 1925 á jarðarhluta Jóns tengdaföður Guö- mundar. Börn þeirra Ragnhildar og Guömundar uröu sex, Jón Kristinn, Kristján er lézt á fyrsta ári, Jarþrúöur,Svanhildur, Einar °g Guölaug. En áriö 1935 varö Guömundur fyrir þvi reiöarslagi aö Ragnhildur kona hans deyr af barns- förum. Þá syrti alvarlega að hjá honum. Börnin voru fimm, þaö yngsta þriggja ára, en hann sjálfur lítt fær til þeirra likamlegu átaka sem meö þurfti. Um missi hans aö ööru leyti þarf ekki aö ræöa. Ariö 1942 flytzt Guömundur að Brjáns- læk meö siðari konu sinni Theodóru Guömundsdóttur, og hófu þau þar búskap. Hafa búiö þar slöan en seinni árin i félagi meö Ragnari syni sinum og konu hans Rósu tvarsdóttur frá Melanesi og siðast i skjóli þeirra. Börn þeirra Theodóru og Guðmundar eru sex, Ragnar, Ragnhildur, Guörún, Hrafn, Hildigunnur, Hildur Inga og Guö- mundur Jóhann. Brjánslækur er mikil jörð i eigu rikis- ins, gamalt höfuöból og prestssetur. Land jaröarinnar er feykilega mikiö. Þaö nær innallan Vatnsfjörö og nokkuö suöur fyrir fjaröarbotn. Þar meö er Vatnsdalur skógi klæddur á báöa vegu og Vatnsdalsvatn fagurt meö nokkurri veiöi. Flestir sem þangaö koma mundu telja þarna fegurstu sveitina á öllum Vestfjörðum, enda er hann nú friðlýstur, einnig hiö kunna Surtarbrandsgil. Þaö var ekki fyrir neinn aukvisa aö bUa myndarbúi á Brjánslæk. Til þess þurfti hyggjuvit, framsýni og atorku. Og Guðmundi farnaöist vel þrátt fyrir þunga fjölskyldu. Sá ókostur er þó viö Brjánslæk að þar er mikil flæöihætta fyrir sauöfé eöa á allri ströndinni inn i Vatnsfjarðarbotn um ellefu km leiö. Ætlamá aö flæðihættan sé skýringin á fjárfelli Hrafna-Flóka en ekki aö heyleysi hans hafi valdiö. Guömundur reisti sér nýbýli i landi Brjánslækjar en var einnig ábuandi á aðaljörðinni áfram. A þessu nýbýlibýr nú Ragnar sonur hans. Annaö nýbýli reisti Einar sonur hans á jöröinni og býr þar enn, heitir það Sef- tjörn. Guömundur sinnti fleiri viöfangs efnum en búskapnum. Hann var fram- fara- og sámvinnumaöur. Hann var stjórnarformaöur Kaupfélags Flateyjar I mörg ár og bar hag þess mjög fyrir brjósti, en kaupfélagiö var á þeim tíma umsvifamikið um noröanveröan Breiöa- fjörö. Honum voru umbætur I heilbrigöis- málum mikiö áhugamál og gekkst hann fyrir stofnun sjúkrasamlags Barðstrend- inga og var formaöur þess frá stofnun þar til það ar sameinaö Héraössamlagi Vestur-Baröstrendinea. Guömundur var mjög ritfær maöur. Frá honum komu út þrjár bækur, ljóða- bókin Stýföir vængir, en þau ljóö orti hann á sjúkdómsárum sinum á Vifilsstöðum. Þá eru æviminningar hans i bókunum Kalt er .viö kórbak og Fokdreifar. Auk þess skrifaði hann fjölmargar blaöa- greinar. Hann var hispurslaus og gagn- rýninn i skrifum sinum og sagði kost og löst á hlutunum, hvort sem mönnum likaði betur eöa ver. Hann var ákveðinn Framsóknarmaöur alla tiö en hrópaöi ekki halelúja fyrir öllu er sagt var eöa gert. Hann haföi ekki áhuga á aö heyja sér vinsældir á kostnaö sannfæringar sinnar. Svo er sagt aö þegar herra Sigurgeir biskup, ásamt fleirum, heimsótti síra Þorvaíd Jakobsson frá Sauðlauksdal niræöan hafi biskup mælt svo aö allt safnaöarfólk sira Þorvaldar hafi elskaö hann og virt. Þá hafi prestur sagt: Nei, svo aumur var ég nú ekki. Likt þessu mundi Guömundur á Brjánslæk hafa brugðist viö oflofi. Eftir lát fyrri konu sinnar geröist Guömundur mikill trúmaöur, en þó ekki á

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.