Íslendingaþættir Tímans - 23.12.1980, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 23.12.1980, Blaðsíða 7
Geir Jón Ásgeirsson Fæddur 8. júnl 1929. — Dáinn 3. nóvember 1980. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama, en orðstlrr deyr aldregi hveim, er sér góöan getr. Þessar hendingar úr Hávamálum komu mér I hug morguninn sem ég frétti lát vinar mlns, Geirs Jóns Asgeirssonar, er' svo skyndilega var burt kvaddur úr þessum heimi. Við erum alltaf vanbúin slikum tlðindum og svo var um mig að þessusinni. Nokkrum dögum áður kvaddi hann mig hér heima og datt þá engum I hug að þetta væri I slöasta sinn sem viö sæjum hann. En huggun er aö hver sem getur sér góðan. orðstlr, lifir I hugum okkar þótt hann deyi. Minningin um góð- an dreng er ógleymanleg. Við eigum erfitt meö aö sætta okkur við að fólk á besta' aldrihverfi okkur um sinn, en við verðum nö taka þvi eins og öðru sem að höndum ber, þannig er lífiö. Geir var maður I hærra lagi friður sýn- Um, iturvaxinn og höföinglegur á að Hta Svo að hann hvarf ekki f margmenni. Hann var kurteis I allri framkomu, gæddur fjölþættri greind og margfróður, ekki sist um lsland og náttúru þess, hafði enda ferðast vítt um byggðir landsins sem dhygðir. Atorkumaður mikill, harðgerður °g ókvartsár, sem I engu mátti vamm sitt vita. Hann var höfðingi I lund, veitull á s*nu himili sem utan þess. Haföi gaman af smástrlðni og átti þægilegt með að svara fyrir sig ef þvi var aö skipta. — . annig var Geir, og svo lifir hans minn- 'ng 1 minum huga og minna barna. Geir var mikill náttúruunnandi og hafði n«man skilning á landinu og gæðum þess. afnframt var hann I eðli sinu mikill Veiöimaöur, en I þvi sem öðru drengur góöur. Minnisstæö er mér ein fyrsta feröin sem S fór meö honum á silungsveiðar. Siðla völds eftir erfiðan dag komum við aö vlnavatni og ákváðum að renna. Ég var aufi, byrjandi, og kastaði stutt. Sagði kann þó við mig: „Drag þú, ég skal ?.. a”. Silungur var óöur og fengum við á ommum tlma I rökkrinu mjög góða veiöi. hvS-*?. 2n ára skeið kom hann hingað á rJu hausti til rjúpnaveiða, og ætfð é ma dag, 14. oktober. Margar ferðir fór gSmeðhonum ogalltaf mér til óblandinn- vo veiöin gengi misjafnlega ru feröir og samræöur ógleymanlegar. Is|endingaþættír Geir Jón var fæddur I Reykjavík 8. juni 1929, sonur Onnu Geirsdóttur frá Múla I Biskupstungum, af Bergsætt, og Asgeirs L. ráðunauts Jónssonar Asgeirssonar alþingismanns frá Þingeyrum. Að honum stóðu þvi sterkir stofnar i báðar ættir. Móður sína missti hann er hann var á fjórða ári og dvaldi hann eftir það öðrum þræði hér I Holti hjá fööursysturinni Fannýju Jónsdóttur og manni hennar Jó- hanni Guömundssyni. Asgeir faöir hans kvæntist I annaö sinn, og nú Ágústu Vigfúsdóttur frá Flögu I Skaftartungu, skörungskonu. Hjá þessu fólki ólst Geir upp, á sumrum fyrir noröan, á veturna fyrir sunnan. Eftir fermingu stundaöi hann nám við Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Lengri var skólagangan ekki, enda erfið fáætkum nemanda, en námsgáfur skorti eigi. Á unglingsárun vann hann með föður sinum viö landmælingar vlða um land og kynntist hann á landi og þjóö. Hefur það efalaust orðið honum góðum skóli. 1 mörg ár vann Geir hjá Olluversun Islands (BP), fyrst sem bilstjóri, slðar sem verk- stjóri. Þaöan lá leiöin til Breiðholts hf þar sem hann var verkstjóri viö steypustöö um árabll. Einnig annaðist hann verk stjórn hjá Armannsfelli h.f. um skeið. Fyrr á árum stundaði Geir ökukennslu sem aukastarf og nú siðustu mánuöina var hún aðalstarfið. Arið 1952 kvæntist Geir eftirlifandi konu sinni, Astu Guömundsdóttur frá Kambi I Flóa, mannkostakonu af Vlkings- lækjarætt, sem skapaði þeim jafnan fagurt heimili. Eignalaus byrjuöu þau hjón búskap I ieiguibúð en keyptu’slöan ibúð aö Kleppsvegi 34 þar sem þau bjuggu I mörg ár. Fyrir fáum árum reistu þau svo fagurt hús að Vesturvangi 42 I Hafnarfirði. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið og þaueru: Anna fædd 19. nóvember 1951, stúdent i læknadeild Háskóla tslands, Sig- urbjörg fædd 29. aprll 1953, hjúkrunar- kona og búfræðingur, Guðmundur Asgeir fæddur 13. september 1956, framreiðslu- maöur á Hótel Sögu, og Helga fædd 5. mars 1964 en hún lauk 9. bekk frá Kvenna- skólanum I Reykjavlk s.l. vor. Geir var jarösettur frá Fossvogskapellu miðvkudaginn 12. nóvember aö viöstöddu fjölmenni. Um leiö og ég votta konu hans og börnum samúð mlna og minnar fjölskyldu óska ég þeim allrar blessunar á ókomnum árum. Guðmundur B. Þorsteinsson. Ekki eru birtar greinar sem eru skrifaðar fyrir önnur blöð en Tímann Látið myndir af þeim sem skrifað er inn fylgja greinunum

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.