Íslendingaþættir Tímans - 23.12.1980, Page 3

Íslendingaþættir Tímans - 23.12.1980, Page 3
Einar Gunnlaugsson bóndi Burstafelli Vopnafirði Faeddur 3. janúar 1932. Dáinn 10. október 1980. Kalliö er komiO, komin er nú stundin. V. Briem. Menn setti hljóöa þegar fréttist hiö snögga fráfall Einars Gunnlaugssonar. Maöur á góöum aldri veröur snögglega bráökvaddur nærri heimili sinu. Þetta minnir okkur hastarlega á hvaö oft er skammt á milli lífs og dauöa, og ætti aö vekja okkur til umhugsunar um aö verja eftir föngum ltfinu til heilla meöbræörum okkar, á meöan timi er til aö starfa hér á jörö. Einar Gunnlaugsson var fæddur á Felli i Vopnafiröi, sonur hjónanna Bjargar Jónsdóttur og Gunnlaugs Jónssonar, sem þar bjuggu mestan sinn búskap. Hjón þessi byrjuöu btiskap meö litil efni, en meö miklum dugnaöi, nýtni og hagsýni komustþau alltaf vel af efnalega. Byggöu ibúöarhús og öll útihús á jöröinni úr steinsteypu, enda heimiliö rómaö fyrir hiröusemi og snyrtimennsku. Þau komu UPP sjö börnum sem öil eru mesta myndarfólk og hafa reynst góöir bjóöfélagsþegnar. Eitt þessara systkina var Einar. A unglingsárum var hann vinnupiltur bjá prófastshjónunum á Hofi, sr. Jakob Ehiarssyni og frd Guöbjörgu Hjartardótt- uf- Þau hjón höföu mikiö álit á Einari, og höföu orö á þvi viö undirritaöan hvaö Peim likaöi vel viö þennan pilt. Hann væri bæöi duglegur verklaginn og hiröusamur | allri umgengni, og sérstaklega greiövik- lnn og góöur á heimili. Eftir sföari kynni mln af Einari hefir !®ér virst aö einmitt þessir eiginleikar ha£* sérstaklega einkennt hann. . ^lnar var slöan tvo vetur á Laugaskóla b.-Þing. Ariö 1953 réöst hann sem vinnu- maöur aö Bustarfelli til MethUsalem ™ethúsalemssonar og Jakobinu S. Gríms- ttur. Eftir tveggja ára veru þar giftist .ann heimasætunni, Ellnu Methilsalems- tur, og þótti hann þar hafa veriö feng- f®n-áö var lika ekki ónýtt fyrir Bustar- slft '*Ón sem bæÖ1 voru oröln roskin aö fá . ,n tengdason, enda breyttust þá allar tj,s æhur til athafna.Ekkileiö á löngu þar ré>s t 3r meb áöstoö tengdafööur síns 11 aö byggja tvibýlishús. Gamli bær- ■s'endingaþættír inn, þó fagur sé, var oröinn óhentugur til ibúöar, enda rikiö búiö aö taka hann til varöveislu eins og kunnugt er. A Bustarfelli bjuggu siöan ungu hjónin fyrst I sambýli viö þau eldri og gekk þaö meö ágætum, og betur en stundum vill vera þvi þaö gengur ekki ævinlega vel aö sameina viöhorf eldra og yngra fólksins. Síöan færöist búskapurinn alveg yfir á Einar og Elinu þar til áriö 1977 aö aftur kom nýr tengdasonur I Bustarfell. Bragi Vagnsson kennari frá Hriflu i S-Þing- eyjarsýslu giftist Björgu Einarsdóttur og hófu þau búskap á Bustarfelli I félagi viö Einar og Elfnti. Færöist þá enn fjörkippur I framkvæmdir á Bustarfelli. Siöustu þrjú árin hafa risiö þar upp nýtisku fjárhús fyrir 550 fjár meö vélgengum áburöar- kjallara og hlööu meö súgþurrkun og öllu tilheyrandi, ásamt aukinni ræktun. Ég kom I Bustarfell ásamt fleirum gest- um I sumar, aö áliönum ágústmánuöi. Sunnan andvari og sólskin vermdi vanga, taldi veöurstofan þá mestan hita I Vopna- firöi, eins og stundum áöur þegar átt er suölæg. Allt var I fullum gangi, veriö aö hiröa siöasta heyiö, gamla hlaöan og meira aö segja nýja hlaöan orönar fullar af grænni tööu, þessum dýrmæta llfsgjafa islenska bóndans. Allt virtist leika I lyndi og aöstæöur aö skapast til þægilegra lifn- aöarhátta. Nú hefur sól brugöiö sumri. Annar húsbóndinn er fallinnfrá I miöri önn dags- ins ogfær ekkiaö njóta lengur ávaxta iöju sinnar, þaö veröa annarra hlutskipti. Viö skiljum þetta ekki, en Guös vegir eru sagöir órannsakanlegir og viö veröum aö beygja okkur undir þá. Eins og áöur er aö vikiö finnst mér um- mæli prófastshjónanna lýsa Einari vel. Hann var hagsýnn umbótamaöur, lag- virkur og hiröusamur, fáskiptinn um ann- arra hagi, en greiöasamur. Heimilisfaöir góöur, enda var heimiliö honum allt, og hugur hans fyrst og fremst viö þaö og fjölskyldu sina. En er ekki einmitt heimilisrækni og sterk fjölskyldutengsl ef til vill eitt af þvi sem þjóö vor þyrfti aö efla sem mest. . Bustarfell er glæsileg og góö jörö, enda sýslumannssetur til forna. Sama ættin ■ hefur búiö þar siöan áriö 1532 og sýnir aö þetta fólk hefir tekiö mikilli tryggö viö þennan staö. Ég er sannfæröur um aö ætt- rækni og tryggö Bustarfellsættarinnar mun halda velli i framtföinni, og aö afkomendur hennar muni sitja þetta ættaróöal um aldir. Einar og Elfn einguöust fimm börn sem ölleru mesta myndarfólk. Þau eru I réttri aldursröö þessi: Methúsalem fæddur 12.02. 1955. Kvænt- ur Arndisi Alfh. Hólmgrimsdóttur. Starfs- maöur viö Samvinnubankann Vopnafiröi. Eiga þau tvær dætur. Björg fædd 10.12. 1956, gift Braga Vagnssyni bónda á Bustarfelli. Eiga þau tvo syni. Birna Halidóra fædd 23.11. 1958. Skrif- stofustúlka hjá Lögreglunni i Reykjavlk. Gunnlaugur fæddur 16.12.1960. Heima á Bustarfelli. Jóhann Lúther fæddur 03.07. 1962. Heima á Bustarfelli. Einar var jarösettur aö Hofi laugardag- inn 18. október, viö mikiö fjölmenni, og jaröarfararfólki siöan boöiö til kaffi- drykkju aö Bustarfelli og þar veitt af rausn aö venju. Vffc hjónin þökkum hér meö margs- háttar ánægjustundir á Bustarfelli, og biöjum Einari velfarnaöar á hinu nýja til- verustigi. Ellnu biöjum viö Guö aö blessa og styrkja I þessum raunum og alla aöstand- endur. Friðrik Sigur jónsson. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.