Íslendingaþættir Tímans - 23.12.1980, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 23.12.1980, Blaðsíða 6
Anna Eiríksdóttir Meö upphafi þéttbýlis á Selfossi viö ölfusárbrú var brotiö blaö i byggöaþróun á Islandi. Þetta var fyrsta þéttbýli inni i landi, fjarri sjó. Fram aö þeim tima haföi öll þéttbýlis- myndun veriö á ströndinni, en meö upphafi Selfoss, rétt fyrir 1930, voru þar fjögur hils, ef ég man rétt. Nú eru ibúar þar á fjöröa þúsund. Lengibýr aö fyrstu gerö. Þaö var mikiö lán fyrir Selfossbyggö hve frumbyggjarn- ir þar voru mikiö afreksfólk. Einn af fyrstu landnemunum þar sem á mörgum sviöum stóö I forustu og setti sinn svip á staöinn var Anna Eiriksdóttir i Fagur- geröi, en hún lést nýlega (22. september) og langar mig til aö minnast hennar meö nokkrum oröum. Anna Eirlksdóttir yar fædd aö Sand- haugum f Báröardal i Suöur-Þingeyjar- sýslu 28. mars 1904. Foreldrar hennar voru Eirikur Sigurösson bóndi á Sand-, haugum og kona hans Guörún Jónsdóttir frá Jarlsstööum i sömu sveit. Anna ólst upp í glööum systkinahópi en þau systkinin voru sex. A Sandhaugum var mikiö músiklif, eftir þvl sem þá geröist. A heimilinu var orgel og Guörún móöir önnu, sem var mjög músikölsk, kenndi börnum sinum á orgel- iö, en hjá önnu komu músikhæfileikar fljótt I ljós, og vik ég aö þvi slöar. Sautján ára gömul hleypti Anna heimdraganum og fór suöur á land, en margt af frændfólki hennar var þá flutt suöur. Hún var nokkuö hjá Unni i Holti I Flóa, móöursystur sinni, og aö minnsta kosti eitt sumar hjá Sturlu móöurbróöur slnum á Fljótshólum. Þar næst lá leiö hennar til Kaupmanna- hafnar, en þar bjó fööursystir hennar, Björg Dahlman, og var hún að nokkru i skjóli hennar meöan hún dvaldi i Höfn. 1 Kaupmannahöfn stundaöi Anna nám viö handavinnuskóla, og þaö meö svo góöum árangri aö hún fékk verölaun er hún útskrifaðist þaöan. Aönámi loknulá leiöinheim aftur og 30. október 1925 veröa timamót i lifi hennar, en þá giftist hún Birni Sigurbjarnarsyni. Hann varÞingeyingur, fæddur I Hringveri á Tjörnesi 8. mai 1891. Hann var mikill persónuleiki og brá stórum svip /á umhverfi sitt. Þau Anna og Björn settust aö á Selfossi, fyrst I gamla Landsbankahúsinu en Björn var gjaldkeri útibúsins og gegndi þvi starfi meöan kraftar entust. Arið 1934 byggöu bau sér stórt og fallegt 6 einbýlishús á einum fegursta staö á Sel- fossi á bakka Olfusár og nefndu Fagur- geröi, sem var gamalt örnefni. Hvergi finnst mér ölfusá jafn falleg og frá Fagurgerði. Fallegt er að líta upp eftir henni þar sem hún liöast um hvanngræna hdlma. Anna og Björn eignuöust 6 börn og eru fimm á llfi. Þau eru Aldis, gift Óskari Sigurðssyni kennara, búsett á Selfossi, Björn var giftur Guörúnu Hafliöadóttur sem lést fyrir fjórum árum. Hann býr I Reykjavik og er vélstjóri. Sturla húsamálari, giftur Lóu Ingileifsdóttur, býr á Selfossi, Baldur mjólkurfræöingur, giftur Gunndlsi Siguröardóttur, býr á Selfossi, Anna Guörún, gift Heröi Sigur- grlmssyni bónda i Holti i Stokkseyrar- hreppi. Einn dreng er Valtýr hét misstu þau i æsku. Var þá þungur harmur kveöinn aö f jölskyldunni I Fagurgeröi þvl aö Valtýr var glæsilegt ungmenni. Eins og áöur er sagt kom brátt I ljós aö Anna haföi gott músikeyra, og þótt hún væri aö mestu sjálflærð kom þessi hæfi- leiki hennar brátt i góðar þarfir á Selfossi- Hún stofnaöi kirkjukór og geröist organisti hans, fyrst viö Laugardæla- kirkju og siöan viö Selfosskirkju eftir að hún var reist. Eins og vænta mátti þráöi Anna aö afla sér meiri menntunar á þessu sviöiog lagöi hún i þaö þrekvirki aö sækja einkatima til Reykjavikur hjá snillingn- um Róbert Abraham, en það var vissu- lega þrekvirki eins og ferðum var þá hátt- aö en konan sex barna móöir. Eins og sjá má af þessu geröist Anna brautryðjandi á Selfossi hvaö sönglif varöaöi og býr staöurinn aö starfi hennar, þvi Selfoss stendur nú framarlega hvaö sönglif og söngmennt snertir. 1 fótspor ötulla brautryöjenda kemur jafnan nóg af góöum mönnum. A ööru sviöi stóö Anna i fremstu fylk- ingu landnemanna á Selfossi. Þaö var á sviöi blóma- og trjáræktar. Fagurgeröi átti stóra lóðog þar var plantað trjám svo aö þar er nú einn af fegurstu göröum i A- nessýslu. 1 ræktunarmálunum naut Anna ötuls stuönings bónda sins. Björn andaðist 3. mars 1969. Eftir lát manns sins tók Anna viö sum- um trúnaöarstörfum hans, var umboös- maöur Happdrættis Háskólans og Bruna- bótafélags Islands. Þau störf annaöist hún meöan heilsan entist. Anna var viösýn kona og vel lesin. Hún hugsaöi mikiö um eiliföarmálin og var ötull liösmaöur Sálarrannsóknafélagsins, þar sem henni dugöi ekki þaö sem stendur I gömlum bókum um þau mál. Viö sem þekktum önnu i Fagurgeröi söknum hennar sem góös vinar en um leiö þökkum viö fyrir aö hafa notiö þeirrar gæu aö veröa henni samferða á lifs' leiöinni. Blessuö sé minning hennar. GeslurSturluson. Islendingaþaettif

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.