Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1981, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1981, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 7. marz 1981 — 8. tbl. TIMANS Steinþór Þórðarson bóndi á Hala i Suðursveit Steinþór Þórðarson bóndi á Hala i Suðursveit i Austur-Skaftafellssýslu, lést 2o- jan. þessa árs, eftir nokkurra vikna sJUkrahússvist, og er með honum til Uioldar hniginn einn þekktasti og þjóð- kunnasti Austur-Skaftfellingur, enda átti J'unn að baki margþætt og mikið æfistarf, u®ði innan héraðs sins og utan, og er þess geta að starf hans að félagsmálum var nieira og á fleiri sviðum, en gerist um flesta aðra, þótt betri aðstöðu hafi og önn- Ur skilyrði eins góð eða betri. Steinþór náði háum aldri, varð meira en 88 ára — fæddur 10. júni 1892, og var neimili hans alla æfina á sama bænum. Hann naut ekki neins skólanáms, en var uetur að sér og færari öðrum i flestan sjó, jafnvel þeim er langrar skólagöngu hafa n°tið. Aðalæfistarf hans var sveitabú- skapur. Hann varð bóndi á Hala vorið 1914 bjó þar til æfiloka eða i nærri tvo aldar- Priðjunga. Hann kvæntist góðri konu Sama árið og þau byrjuðu búskap, Stein- Unni Guömundsdóttur á Reynivöllum. **Un lifir mann sinn viðdapra heilsu, en er PP U heimili þeirra. Börn þeirra eru: öra, gift Ólafi Guðjónssyni húsgagna- sjnið í Reykjavik, og Torfi bóndi á Hala og pólastjóri á Hrolliaugsstöðum, kvæntur lngibjörgu Zophoniasdóttur. Þess er þegar getið, að Steinþór hafi j'erið mikið starfandi að mörgum fram- ara-og félagsmálum, sem nú skal nánar 6reint frá. P’egar ungmennafélögin hófu göngu >na u fyrsta áratug þessarar aldar, var I ar>n einn af stofnendum ungmennafélags Sveit sinni — Suðursveit, og þó hann væri Pá nýfermdur, varð hann fljótt forystu- 'naður þess og hélt þvi hlutverki i mörg ár °8 ég held að hann hafi enn veriö félags- Ujaður i þvi félagi meðan æfin entist og ugi og fórnfýsi óbilað. Þótt þar væru , argir og góðir félagsmenn mun alltaf ata verið leitað til hans, þegar vanda bar . höndum eða eitthvað nýtt var á ferð- n> er undirbúa þurfti. úrræði hans voru e’þegin og urðu að veruleika bráðlega. Bændur sveitarinnar höfðu stofnað búnaðarfélag, liklega um það leyti sem Steinþór fæddist. Þegar hann hóf búskap varð hann félagsmaður þess og forgöngu- maður alla tið. Siðar á árum stofnuðu öll búnaðarfélögin i sýslunni samband sin á milli — Búnaðarsamband Austur-Skaft- fellinga —og um sama leyti — Ræktunar- samband — er keypti jarðræktarvélar og tæki, og að sjálfsögðu varð Steinþór for- ystumaður þess. Þetta samband leysti stórvirki af hendi i þágu bænda á félags- svæðinu öllu i ræktun og öðrum umbótum. Laust fyrir 1930 var stofnað félag, sem náði til allrar Austur-Skaftafellssýslu, og varsvo til ætlast að þeirsem komnir væru yfir fermingaraldur gætu orðið félags- menn, var ætlast til að íélagið héldi einn fund á hverju hausti eða almenna sam- komu, og áttu fundirnir að vera til skiptis i öllum sveitum sýslunnar, nema Hofs- hreppi — öræfum. Stofnun þess var undirbúin af átta mönnum — tveimur úr hverjum hreppi. Þeir gerðu uppkast að samþykktum fyrir félagið, er svo var fall- ist á. Félagið hlaut nafnið: Menningarfé- lag Austur-Skaftfellinga. Einn af þeim átta, er undirbjuggu stofnunina var að sjálfsögðu Steinþór Þórðarson, og var hann siðan einn stjórnarmanna og liklega öll árin sem félagið starfaði, en það mun hafa verið um það bil fjörutiu ár. Félagið varð allfjölmennt og sennilega náð þvi að hafa upp undir tvö hundruð félagsmenn. Þarna starfaði Steinþór mikið, ég held aðsegja mætti, að hann hafi starfað af lifi og sál. En það var ekki i þvi eina félagi, sem störf hans voru slik. Hann var gædd- ur þeim hæfileikum, að vera hinn vakandi kraftur, reiðubúinn með ný verkefni og umræðuefni svo að segja hvenær sem var, og hvar sem hann var staddur. Að lokinni starfsemi Menningarfélags- ins, tóku bændur úr Austursýslunni aö halda árlega bændafundi með kjörnum fulltrúum, voru þar rædd ýms héraðsmál og almenn mál og efast ég ekki um að þar hafi gætt framlags og áhrifa Steinþórs, þótt aldurinn hafi þá verið orðinn hár. Þeir sem sjá þessar linur, kunna að álita, að hér sé eitthvað ofsagt um Steinþór samanborið við aðra héraðsbúa, og að þeir hafi litið haft til mála að leggja, svo er þó eigi. Austursýslubúar áttu á þeim tima er um ræðir, marga áhuga- og hæfi- leikamenn, sem fúsir og færir voru til framlags og framkvæmda um þau við- fangsefni, sem fyrir höndum voru og unn- ið var að, með fyrirhyggju og dugnaði. Hér að framan er minnst starfa Stein- þórs er hann innti af höndum i þágu nokk- urra félaga i héraðinu, en hverfa skal nú að þvi félagi, sem hann vann að staðaldri fyrir, frá þvi hann var innan við þritugt og til æfiloka eða um sex tugi ára, og lengst af og samfellt i stjórn þess, það var kaup- félag Austur-Skaftfellinga, sem var stofn- að siöla árs 1919. Lengst af var það starf unnið launalaust eða nærri þvi að vera sjálfboða- eða þegnskylduvinna, en svo mun einnig hafa verið um önnur félags- störf hans. Framhald á bls. 3 252 £

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.