Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1981, Blaðsíða 4
Jóhann o
og gegndi þvi starfi til ársins 1974 er hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Árið 1956 fór Jóhann skólastjóri i boði
Bandarikjastjórnar i náms- og kynnisför
um Bandarikin og ári siðar, eða 1957, fór
hann til nokkurra Evrópulanda til að
kynna sér skólamál.
Jóhann hafði tekið við skólastjórn af
Jóni Jónssyni frá Böggvistöðum sem varð
fyrsti skólastjóri hins nýja gagnfræða-
skóla. I hlut Jóns hafði þvi komið að móta
skólann, sem hann gerði með þeim ágæt-
um að hann var virtur af nemendum og
velmetinn af foreldrum þeirra.
Það var þvi ekki vandalaust að taka við
skólastjórn af honum en Jóhanni tókst það
með einstakri prýði. Hann varð brátt einn
af þekktustu skólastjórum landsins og i
miklu afhaldi hjá þeim Siglfirðingum sem
áttu börn sin undir hans handleiðslu. Jó-
hann tók virkan þátt i félagsmálum Sigl-
firðinga. Hann var meðal stofnenda Stú-
dentafélags Siglufjarðar.Satlengi i stjórn
Norræna félagsins og i stjórn Rotary-
klúbbs Siglufjarðar eins og áður segir, svo
eitthvað sé nefnt. Það var mál manna er
best til þekktu að sérlega gott væri að
vinna með Jóhanni að félagsmálum.
Hann var einlægur og ötull en laus við all-
ar öfgarog lagði jafnan gott til allra mála
er hann kom nálægt.
Arið 1945 kvæntist Jóhann Aðalheiði
Halldórsdóttur Jóhannssonar frá Bakka-
seli i Oxnadal, hinni ágætustu konu og eru
börn þeirra þau Jóhann Heiðar læknir,
kvæntur Elinu Þórdisi Björnsdóttur, —
Stefania Maria, hjúkrunarfræðingur, gift
Finni Nielsen viðskiptafræðingi og Jónina
kennari, búsett i foreldrahúsum. Barna-
börnin eru fjögur.
Jóhann var mikill fjölskyldufaðir og
naut þess, hann var og mikill hamingju-
maður. Ungur hlaut hann góða menntun,
fékk starf við sitt hæfi og naut góðrar
heilsu alla tið, eignaðist góða konu og
myndarbörn sem bera foreldrum sinum
og uppeldi fagurt vitni. Hann var og virtur
vel af samborgurum sinum.
Að leiðarlokum
Þegar ég nú á kveðjustund lit til baka og
hugsa um lif og starf Jóhanns Jóhanns-
sonar og dreg af þvi ályktanir, tel ég hann
með bestu mönnum sem ég hefi kynnst.
Hann var jafnan sjálfum sér samkvæm-
ur, orövar ákveðinn og traustur. Hann var
skapstillingarmaður og hafði fastmótaðar
skoðanir.
Við vinir Jóhanns munum jafnan minn-
ast hans sem einstaks mannkostamanns
og tryggðatrölls og þökkum honum um
leið langa kynningu i gegnum árin.
Nú ræðumst við Jóhann skólastjóri,
ekki, oftar við i sima, en ef ég fengi upp-
hringingu likt og á annan jóladag myndi
ég segja við hann: „hafðu þökk fyrir vin-
áttu þina og störf á meðal okkar sem urðu
svo mörgum til gagns og blessunar.”
Ég og fjölskylda min sendum frú Aðal-
heiði, börnum hennar, tengdabörnum og
barnabörnum innilegustu samúðarkveðj-
ur. Við biðjum þess að minningarnar um
góðan maka, föður og afa verði ljós i
ranni, þegar sorg og söknuður sækir á
hugann og skammdegismyrkrið er sem
svartast.
Jón Kjartansson.
t
Jóhann Jóhannsson frv. skólastjóri frá
Siglufirði varð bráðkvaddur þann 30. des.
s.l.
Með Jóhanni er horfinn af sjónarsviðinu
mikilhæfur en hugljúfur persónuleiki. Jó-
hann var kennari og guðfræöingur að
mennt og vann næstum allan sinn starfs-
aldur við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar
fyrst sem kennari og siðan skólastjóri um
þrjátiu ára skeið.
Ég kynntist Jóhanni fyrst sem rótaryfé-
laga þegar hann við stofnun Rótary
klúbbs Kópavogs mætti sem umdæmis-
stjóri Rotary International. Þannig var
Jóhann Jóhannsson einn þessara gáfu og
gjörvuleikamanna sem ávallt eru falin
hin vandasamari trúnaðarstörf — hann
vann sér ávallt allra traust og þannig var
það einnig innan rótaryhreyfingarinnar.
Þegar Jóhann lét af störfum við skóla-
stjórn Gagnfræöaskóla Sigluf jarðar flutti
hann i Kópavog og gerðist nú félagi i þeim
rótaryklúbbi er hann hafði áður átt þátt i
að stofna. Það var mikill fengur að þvi að
eiga Jóhann að þessi ár og þar eins og víð-
ar skilur hann eftir ófyllt skarð.
Fyrir þrem árum hóf Jóhann að vinna
smávegis fyrir Fasteignamat rikisins við
yfirlestur á ýmsu efni sem stofnunin gefur
út og sendir frá sér svo og viö niðurröðun
skjala til varðveislu.
Við þessi störf og þau kynni er af þeim
leiddu kom fljótt upp sú staða að menn
fóru að leita til Jóhanns. Ef Jóhann hafði
lesið yfir eitthvað efni þá var óhætt að láta
það frá sér fara.
Þannig var Jóhann Jóhannsson hinn
yfirlætislausien trausti maður sem aldrei
sagöi of eða van um nokkurn hlut en alhr
treystu.
Þó Jóhann hafi þegar lokið miklu og
góðu æfistarfi þá kom það okkur sem unn-
um með honum á óvart að hann skyldi
kveðja nú svo skyndilega, honum virtist
aldrei misdægurt. En svona er lifiö skin
og skúrir, sem ekki gera boð á undan sér.
Jóhann Jóhannsson var hamingjusamur
maöur. Hann var vel menntaður og naut
hæfileika sinna i farsælu starfi.
Hann átti góða konu sem bjó honum
fagurt og friðsælt heimili og hann eignað-
ist mannvænleg börn og barnabörn sem
hann naut návistar viö i fritimanum.
Við sem unnum með Jóhanni á Fast-
eignamati rikisins söknum vinar i stað og
sendum eiginkonu hans Aðalheiði Hall-
dórsdóttur, börnum og barnabörnum svo
og venslafólki okkar dýpstu samúðar-
kveöjur.
Ég þakka Jóhanni ánægjuleg kynni sem
ég met mikils og bið Guð að blessa minn-
ingu hans. Guttormur Sigurbjörnsson-
lslendingaþætt'r
Ekki eru birtar greinar
sem eru skrifaðar fyrir
önnur blöð en Tímann
Látið myndir af þeim
sem skrifað er um
fylgja greinunum