Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1981, Blaðsíða 6
Ólafur O
Ólafur Pálsson, sundkennari, lést aö
heimili sínu, Safamýri 36, á 83. aldursári.
Hann var sonur hjónanna Páls Erlings-
sonar, sundkennara, og konu hans Ólafar
Steingrfmsdóttur. Páll var sonur Erlings
Pálssonar, bónda á Sámsstööum i
Fljótshliö, og konu hans Þuriöar Jóns-
dóttur. Páll var bróöir Þorsteins Erlings-
sonar skálds. Ólöf var dóttir Steingrfms
Jónssonar, silfursmiðs á Fossi á Siðu, og
konu hans Þórunnar sem var dóttir Eiriks
Jónssonar í Hliö i Skaptártungu og konu
hans Sigriöar Sveinsdóttur. Sigriöur var
dóttir Sveins Pálssonar, læknis og
náttúrufræöings i Vik, en Þórunn kona
Sveins var dóttir Bjarna Pálssonar,
fyrstalandlæknis þjóöarinnar. Bjarni var
kvæntur Rannveigu dóttur SkUla MagnUs-
sonar landfógeta.
Yfirvöld fyrri tima báöu Pál heit. að
taka aö sér aö kenna piltunum Ur Latinu-
skólanum aö synda, og siöan almenningi.
Hann fluttist til Reykjavikur meö konu
sina og fjóra syni, Steingrim, Erling, Ólaf
og Jón, og hófst strax handa meö þvi aö
stífla volga lækinn meö torfi og grjóti sem
rannfrá þvottalaugunum. Siöar meir fékk
hann því til leiöar komiö með hjálp góöra
manna aö byggöar voru gömlu laugarnar.
Allir synir Páls kenndu sund meö fööur
sinum, en siðar meir var Erlingur beöinn
að taka aö sér yfirlögregluþjónsstarfiö I
Rvík. og var sendur á lögregluskóla i
Danmörkuog Þýskalandi, en Steingrimur
var siöar m.a. bUstjóri á Elliðavatni um
margra ára skeiö. En ólafur og Jón festu
rætur i sundfræðslunni. Er Jón þeirra
yngstur og lifir bræður sina.
Þegar Sigriður dóttir ólafs hringdi til
min og sagöi að Ólafur væri dáinn, þá kom
mér f hug orö Ritn. þegar Guð talaði viö
Abraham og sagði: Gakk þU fyrir augliti
minu og ver grandvar. Ólafur slapp i lif-
anda lifi viö hégómastapp og upphefðar
hoss heimshyggjunnar. Hann vann kyrr-
látlega meö höndum sinum og var grand-
var og gætinn maöur. Hann sló ekki um
sig eöa var hávaöamaöur, og reisti sig
ekki gegn hroka eða ósanngimi. Þegar
fyrr á árum Iskraöi i mér eins og gömlum
hjörum vegna slettireku sem aldrei hafði
kennt eöa hvaö þá haft þekkingu á aðstööu
til sundiökana. Þá sagði Ólafur við mig:
Vist getur litil þUfa velt stóru hlassi, en
sjáöu til, þettaskýristallt, sannaöu til. Og
viö þaö sat. Hann vissi aö spillingin kem-
ur ofan frá, og alþýöa manna er varnar-
laus ef heimskan situr I hásæti. En Ólafur
var löghlýöinn maöur. Lögin aö hans mati
voru ekki til aö brjóta þau, heldur aö
breyta þeim ef um ólög voru aö ræöa.
Ólafur var 23 ára gamall þegar hann
byrjaði aö kenna aö staöaldri við gömlu
laugarnar. Hann sigldi til Þýskalands á
yngri árum til aö kynna sér nýjungar I
6
kennslu og sundtækni, og kostaöi sig sjálf-
ur af litlum efnum. Ég saknaði ólafs mjög
þegar hann hætti, en hann var prófdómari
I sundi um margra ára skeið. Hann var
fljdtur að taka miö af sundlagi og getu
nemenda, enda sérfræðingur I þessari
grein. Ólafur var persóna sem maöur bar
viröingu fyrir. Hann var mjög vel skyn-
samur, greinagóður i viöræðum, hjarta-
hlýr og ljilfur i' viömóti. Þaö var eitthvaö i
fari hans og návist sem var traustvekj-
andi og vakti öryggiskennd.
Eitt sinn ávarpaði mig maður á vinnu-
stað og sagöi: Ég man eftir Páli heit. Er-
lingssyni, sundkennara i gömlu laugun-
um. Þaö var á góöviörisdegi og margt um
manninn og ég hlustaði á orðaskipti Páls
þegar hann var aö kenna og sinnti um leiö
sundgestum. Páll heit. sagði: Kreppa fæt-
ur, „komdu sæll”, fætur i sundur, „vertu
sæll”, fætur saman, „kostar 25 aura,”
t skjóli þessara brauöryöjenda sund-
iþröttarinnar minnist ég æskuára og
góöra stunda i gömlu laugunum. Þessir
ágætu karakterar voru hjálpsamir og
höfðu gott viðmót I samskiptum við
bæjarbiia. Jafnframt sundkennslunni
gættu þeir laugarinnar, að enginn
drukknaði, og á hverjum föstudegi var
hleyptúr lauginni og hún hreinsuö og opn-
uö á laugardagsmorgni. Og hver man
ekki eftir heita vatnskassanum með Uti-
sturtunum sem var einkar vinsæll og
sælustaður margra, m.a. gigtveikra
sundgesta.
Ólafur Pálsson var gæfumaður þegar
hann kvæntist eftirlifandi konu sinni
JUstu Sigurðardóttur. HUn er dóttir
Siguröar heit. Péturssonar landspósts og
bonda á Arnanesi, Hornafirði, og konu
hans Sigriöar Steingrimsdóttur frá Fossi
á Siöu. Hjá Óla og JUstu blómstraöi ástin I
skini og skúrum og þau umgengust hvort
annað meö gagnkvæmri viröingu. Þau
eignuðust þrjú börn, Sigriði, starfsstúlku
á Hrafnistu, og er hún gjft Einari Sig-
valdasyni eftirlitsmanni og eiga þau þrjá
syni og eina dóttur, Pál, verkfræðing,
kvæntur ÞuriS Guðjónsdóttur ritara og
eiga þau tvo syni og eina dóttur og Helgu,
hjúkrunarfræðing, gift Jóni Þór Karlssyni
skipstjóra og eiga þau tvo syni og eina
dóttur.
JUsta og Óli voru sérlega gestrisin og
góö heim að sækja. Það var létt yfir öllu I
návist þeirra, frúin greind og skemmtileg
og Ólafur, listhneigður og ljóöelskur, við-
lesinn og fróður mjög. Þaö var ekki komiö
að tómum kofanum, t.d. i sögu forn-
Grikkja, Rómverja eöa forn-Egypta og fl.
Frásagnarhæfileiki hans var snilld og at-
burðir geröir sem ljóslifandi. Hjá honum
var engin ónytjumælgi. Ólafur tók lifið
alvarlega. Hjarta hans var hjá JUstu og
börnunum. „Hann ólafur var aö flýta sér
heim Ur vinnunni.” Óli og JUsta höföu sér-
staklega gott lag á börnum og við systurn-
ar sjö vorum þar heimagangar framan af
árum. óli átti þaö til aö kalla á JUstu sina
og segja: JUst! JUst! Komdu meö eitt-
hvaö handa okkur. Siöan kom: Settu þig
niður hérna rétt á meðan. Þó aö efnin hafi
oft veriö litil þá var veitt af rausn. Það
var eins og aö koma i höll til Óla og JUstu.
Barnabörnin missa mikiö enda voru þau
umvafin ástúö þeirra og kærleika.
En ágæti ólafs heit. og hans einstæða
persónuleika mætti likja viö dagdraum ef
hann heföi ekki átt I hjarta sinu Guö i
Kristi JesU, þ.e.a.s. réttlætissólina sem
ski'n i' hjörtu sinna barna með græðslu
undir vængjum sinum. SU réttlætissól
gengur ekki til viöar og dauöinn bindur
ekki enda á réttlætisgjafir hennar til
handa þeim sem i lifanda lifi vilja þær
gjafir þiggja. En viö þau umskipti aö
skiljast viö, veröur ekkert tekiö af, engu
bætt við. Viö förum meö þaö sem við höf-
um.
H.P.
Ó JesU þaö er játning min
Ég mun um siöir njóta þin
þegar þU dýröar Drottinn minn
dómstól I skýjum setur þinn.
Asdis Erlingsdóttir-
+
I dag fer fram jarðarför Ólafs Pálsson-
ar fyrrv. sundkennara sem lést á heimih
sinu i' Reykjavik 23. f.m. 82 ára aö aldri-
Ólafur fæddist á Ormsstööum I Grimsnesi
16. október 1898, en ólst aö mestu upp d
Efri-Apavatni i Laugardal. Foreldrar
hans voru Páll Erlingsson sundkennari og
kona hans Ólöf Steingrimsdóttir sem
bjuggu á Ormsstööum og Efra-Apavatni
og þar áður á Arhrauni á Skeiöum, en
fluttust siöar til Reykjavikur, þar sem
Páll var sundkennari og forvigismaöur
um bætta aöstööu til sundkennslu f
Laugunum.
Ólafur stundaöi sveitastörf fram yf'r
tvitugsaldur, en geröist sundkennari viö
Sundlaugarnar i Reykjavik 1921. Gegndi
hann þvi starfi til 1954, en var þá ráðinn
prófdómari i sundi og var þaö til 1968,
þegar hann hætti fyrir aldurs sakir.
Eftirlifandi kona Ólafs er JUsta
Siguröarddttir frá Arnanesi I Hornafiröi-
Þau bjuggu fyrstu 20 hjúskaparár sfn á
Sjálandi viö Kleppsveg þar sem þau höföu
nokkurn búskap á erfðafestulandi. Siöar
hvarf þaö land allt undir byggingar, þe8'
ar borgin tók aö þenjast Ut á sjötta ára-
tugnum.
Börn Ólafs og JUstu eru 3: Sigríöurgih
Einari Sigvaldasyni i Reykjavik, P1*11
verkfræöingur I Reykjavik, kvæntur
Þuriöi Guöjónsdóttur og Helga
hjúkrunarfræöingur, gift Jóni Þór Karls-
syni, skipstjóra i Reykjavik.
Ólafur var greindur maöur og marg'
fróöur. Hann hélt góöri heilsu, og þrát'
fyrir háan aldur bar andlát hans bráöar
aö en flestir áttu von á.
I.G.