Íslendingaþættir Tímans - 20.05.1981, Side 4
Guðrún Jóhanna
Guðmundsdóttir
f. 1.4. 1888
d. 16.1. 1981
Þitt lof, Ó Drottinn vor, himnarnir
hljóma. Þitt heilagt nafniö prisa ber. Vor
jörö skal söngvana enduróma. Þú al-
heims stýrir lof sé þér. Þú reistir hvelf-
ingu himinsins heima, þin hönd gaf ljósið
skærri sól. Þú ekur sigrandi gegnum
geima á geislans braut að ysta pól. Þ.G.
Þann 16. janúar s.l. lést að Hrafnistu i
Reykjavik Guðrún Jóhanna Guðmunds-
dóttir fyrrum húsfreyja á Sveinungseyri I
Gufudalshreppi i A-Barðastrandarsýslu
— á nltugasta og þriðja aldursári. Hún
var fædd aö Arnkötludal I Strandasýslu,
þ. 1. april 1888, og þar átti hún sin
bernsku- og æskuár.
Um leið og ég minnist Guðrúnar á Eyri
vil ég einnig minnast manns hennar,
Öskars Arinbjörnssonar. Þau gengu ung
saman út á lifsbrautina, og stóðu saman I
þvi að kllfa fjöll erfiöleikanna — og sigra.
Fyrsta búskaparár þeirra Óskars og
Guörúnar var á Hyrningsstööum, en flutt-
ust þá I húsmennsku aö Miðjunesi i Reyk-
hólasveit. Siöan fluttust þau aö Hyrnings-
stöðum aftur og bjuggu þar næstu fjögur
árin eða til ársins 1919, er þau fluttust
alfarin úr Reykhólasveitinni að Eyri I
Gufudalshreppi , og bjuggu þar siðan. Við
þann bæ voru þau kennd upp frá þvl.
Fyrstu árin bjuggu þau á 2/3 hlutum jarð-
arinnar og voru leiguliðar.
Fyrsti veturinn á Eyri var ákaflega
harður, kallaður fannavetur. Þaö var
veturinn 1919-20.
óskar sagði mér löngu siöar, að hann
hefði komið skuldalus að Eyri, en eftir
áriö voru þau komin I stóra skuld eftir
þeirra tima mælikvarða. Slðan hófst
baráttan við að hafa sig upp úr þeirrri
skuld. Þaö varð að gerast fyrir eigin
manndóm. Þá var ekki hægt aö ganga I
lánastofnanir til að fá lán eða aðrar fyrir-
greiðslur, og engir haröindastyrkir af
neinu tagi. Það varö hver aö standa fyrir
slnu og vinna sig I gegn um erfiðleikana,
hjálpa sér sjálfur. Þetta skildu þau hjón,
og þetta gerðu þau.
Mig undrar það oft, þegar ég lit til þess-
ara löngu liðinna ára hvað fólk þeirra
tlma gat komist áfram. Ég kynntist þvl
víða allvel. Þaö er ekki hægt annaö en
dást aö dugnaði þess og þrautseigju.
4
Eftir nokkurra ára tvlbýli fengu þau
hjón alla jörðina til ábúðar, og kaupa
hana nokkru siöar. Það getur hver maður
skilið, að mikið var I ráðist á þeim tima,
þegar lán voru óhagkvæm, ef þau voru þá
nokkur.
A þessum árum var öðruvísi um að
litast I sveitum en nú er, byggingar
lélegar og tún lltil og léleg og kargaþýfð,
en á stöku staö smáblettir sléttir frá nátt-
urunnar hendi. Skömmu eftir að þau hjón
á Eyri höfðu keypt jörðina var hafist
handa með að gera jarðabætur, ræsa
fram mýrar og slétta túnið. Þvl að það
var enginn barnaleikur, þvl að það var
bæði þýft, grýtt og blautt og eingöngu
notastviö handverkfæri. En furðulegt var
þaö, hvaðmögulegt var að komast áfram
á þann hátt, ef viljinn var fyrir hendi. A
þessum árum var engin offramleiösla á
landbúnaðarvörum I landinu. Þá vantaði
bæði kjöt og mjólk i stórum sttl. Það var
þvi tlmi til kominn að fara að hefja um-
bætur á þvl sviði I sveitum landsins, og ég
held að það hafi verið mikils metið hjá
þjóöinni. Ég held að þessi orð hafi verið I
heiðri höfö þá.: Bóndi er bústólpi, bú er
landstólpi, þvl skal hann virtur vel.
„Væri betur, að svo væri enn.
Um svipað leyti og jarðabætur voru
framkvæmdar á Eyri var farið að hefja
undirbúning að byggingu ibúöarhúss.
Var það byggt eftir nýjustu tisku þess
tima. Þetta hús reis af grunni fyrir svo
mikinn dugnað að með ólíkindum var. Ég
held ég megi segja, að fjármögnun til þess
hafi litil eða engin verið nema lltilsháttar
lán úr Byggingar- og landnámssjóði. t
Húsbóndinn var sjálfur yfirsmiður, hlóð
það upp með steinum,sem hann steypti.'
ásamt með sonum slnum. Þetta hús er nú
45 ára gamalt og hefur staðið af sér
stormana. Eins og er búa I þvl tvær fjöl-
skyldur.
Um staöarval þess má deila, þvi að það
kom siöar I ljós, aö þaö var byggt bókstaf-
lega, yfir veg þveran. Þvl ég vil segja, að
hafi nokkursstaðar verið vel og rausnar-
lega tekið á móti gestum við norðanverð-
an Breiðafjörð, þá hafi það veriö I þessu
húsi.
Slðustu framkvæmdir óskars á Eyri
eða þeirra hjóna var bygging nýrra
fjárhúsa, og koma þeim upp af nokkru
leyti. Hann var þá farinn að bilast á
heilsu, og varð nokkru síðar að fara á
sjúkrahús. Einn af sonum hans var þá
tekinn við búinu að miklu leyti og hefði
hann gatað gefið honum það eftir að
standa I þeim framkvæmdum. En
athafnaþráin var mikil og einhvern veg-
inn hefur hann ekki kunnað við,að hún
gufaði upp I nokkurs konar slðsumars
heiörikju.
Óskar Arinbjörnsson kom viða viö
sögu I sveitastjórnar- og héraðsmálum.
Honum voru falin mörg trúnaðarstörf i
þágu sveitar og héraðs og leysti þau öll af
hendi af mikilli samviskusemi, enda var
hann greindur maður og hafði á þeim
málum góða þekkingu og mikinn áhuga.
En ég ætla ekki að fara að tlunda þau
frekar hér, en geta um einn eiginleika I
fari hans I þessu sambandi, sem ég dáöist
mikið að, og það var hans hjálpsemi. Það
var þá örugglega ekki hægt, ef hann gerði
ekki bón annarra. Um það gæti ég sagt
margt, sem ég virti mikið, og aldrei
heyrði ég hann tala um það eftir á. Og
kannske er þaö eitt af því besta, sem við
eigum.
Ég veit aö þau hjón, Guðrún og Óskar ,
sigldu ekki alltaf kyrran sjó á llfsleiðinni
langt frá þvi. Þar var, eins og oft vill
verða, meininga munur. Hún sagði þá
það, sem henni fannst að segja þyrfti
tæpitungulaust, að þá kannske stundum^
með bros á vör, og það var þá ekki venð^
að erfa það. Og ég held að ég megi segja,
að þau hafi vaxið hvort með öðru og aldrei
staðið I skugga hvors annars, og látið hina
frjálsu vinda leika á milli sin, ef ég má
orða það svo.
Min fyrstu kynni af þeim hjónum á Eyri
var veturinn áður en ég var fermdur. Ég
gekk þá, ásamt fleiri unglingum frá næsta
bæ, að Eyri. Það var þá kennt I syðri
bænum, eins og hann var kallaöur,
kennarinn átti þar heima. Þegar kennslu
var lokið á daginn og búiö aö leika sér,
eins og vera bar, eftir kennslu, fylgdumst
við þá, sem fórum á milli bæja, systkin-
unum úr vesturbænum, börnum þeirra
hjóna, það fór alltaf svo vel á með okkur.
Þau höfðu okkur þá oft með sér inn I bæ til
móður sinnar, áður en við fórum heim-
Það væri synd að segja, að húsmópirin
hún Guðrún á Eyri væri aö amast við þvi •
Hún gaf okkur hressingu eins og sínum
börnum. Hún naut þess að geta hlynnt að
okkur á ýmsan hátt, ef við þurftum þess
meö. Og enn man ég það, hvað mér fannst
hún hressileg. Og þegar ég lít til baka, ti
þessara löngu liðnu æsku- og unglings'
ára, þá finnst mér alltaf mikil birta og
fegurð yfir þeim, þrátt fyrir erfiðleika og
fátækt, sem þá ríkti yfirleitt I sveitum °&
viðar á landi hér.
Ég gat þess hér að framan, að þegar
líða tók á æfidag óskars Arinbjörns-
lslendingaþættir