Íslendingaþættir Tímans - 20.05.1981, Síða 5

Íslendingaþættir Tímans - 20.05.1981, Síða 5
sonar þá hafi hann bilast á heilsu og orö iö aö fara á sjtlkrahiis. Hann dvaldi þar I hálft ár eöa vel þaö, hann fékk leyfi til aö fara heimum tima um sumarið. En hann ^ komst aldrei á leiöarenda. Flóabáturinn, sem var þá i förum, fórst á Breiðafirði, meö áhöfn og farþegum. Hún Guðrún á Eyri beiö heima eftir lifsförunaut sínum, sem hún haföi deilt kjörum meö öll sin bestu ár. Hún beið milli vonar og ótta i einn til tvo sólarhringa. En þá vissi hún, aö öll von var úti. Hún skildi þaö, aö hún var komin á vegamót, — leiöir voru skild- ar. Þaö getur veriö erfitt aö átta sig, þó aö hún reyndi þaö. Sæti eiginmannsins var autt og myndi veröa það. Hann var horf- inn inn i hina miklu móðu. Ég átti þá oft viöræöur viö hana á þessum erfiöu tim- um. Ég dáöist aö henni. Hún stóö af sér áfalliö, bognaöi aö visu, en brotnaöi ekki. Guörún dvaldist nokkur ár eftir þetta heima I sveitinni enda átti hún erfitt meö að slita sig viö upp. Þar eyddi hún sinum bestu árum, og átti þar aö vonum djúpar rætur. ( Þaö er fallegt á Eyri, útsýni fagurt, ekki sist aö sumri til, tibrá yfir öllu, og eyjar og sker hilla uppi. Túnið er allt umgirt skógi, og innan um fagrar hamraborgir, — og ef tii vill eru álfar i þeim sumum, eöa öllum, og þá að vonum álfakirkjur, þar sem aö likindum mætti sjá helgiat-_ hafnir um hátiöir, fyrir þá sem sjá vel. Guörún min, þú minntist á þaö viö mig stundum á þessum árum, aö þig langaöi hl þess aö eignast litiö hús á Eyri fyrir þig. Ég tók litiö i þaö þá, og hef ég alltaf séö eftir þvi aö hafa ekki stutt þig I þvi ^úáli, ásamt börnum þinum, að koma þvi i framkvæmd. Viö vorum svo upptekin af °kkur sjálfum, aö viö máttum ekkki vera a& þvi aö gera þetta fyrir þig. Þetta var velhægt, hefði vilji veriö meö, og samtök. t b’ú áttir þaö skiliö fyrir allt þaö, sem þú varst búin aöafkasta um dagana. Þú áttir Þaö skiliö á ævikvöldinu aö eignast fallegt heimili, sem þú heföir getaö búiö I aö sumrinu, gengiö þar um þinar eigin dyr °8 tekiö á móti vinum og kunningjum. Og það heföi áreiöanlega oröiö gestkvæmt hjá þér, - þú varst svo hneigö fyrir aö ^ka á móti fólki, hneigö fyrir aö gefa og þú gafst alltaf svo mikið. Nokkrum árum síöar fluttist Guðrún til Hafnarfjaröar og bjó þar I litilli ibúö úokkurár. Ég heimsótti hana oft þangaö. Paö var enn yfir henni sami höföings- apm-lnn( som gestrisnin og hlýjan sem yrr. Hún minntist þá alltaf á liönu árin ®lrna I sveitinni. Hugurinn var alltaf þar a mér fannst. Ég held, aö vel hafi átt viö ana þessar ljóðlinur, sem standa i fall- ^gu kvæöi eftir Davið Stefánsson um alabóndann, „Hann þráöi æskudalinn og nf^í*an sveitasiö, og söng og lækjar- , F’ra Hafnarfiröi fluttist hún svo til Krist- s sonar sins og konu hans. Á þessum rum gaf hún veglegt orgel til Gufudals- 'slendingaþættir kirkju, til minningar um mann sinn Oskar Arinbjörnsson og fór vel á þvi. Guörún dvaldist hjá Kristni syni sinum og Agústu konu hans, þar til hún fór á Hrafnistu, þar sem hún dvaldi siðustu árin. Hún var þá löngu farin að bilast á sjóninni, og siöustu árin blind. Ég kom þangaö nokkrum sinnum til hennar. Einnig var hún hressileg, gat gert aö gamni sinu og hlegið hjartanlega. Ég held aö hún hafi hlotið aö eiga ein- hverjar mjög fagrar innri sýnir, annars hefði hún aldrei getaö veriö svona. En vera má, aö henni hafi stundum fundist erfittaö lifa hin siöustu ár. Þaö er oft svo, þegar aldurinn færist yfir, og ekki sist þegar mikiö er misst, þar sem sjónina vantar. En ekki varö maður var viö, aö hún bæri þaö utan á sér. Hún Guðrún á Eyri er horfin af5 sjónar- sviöinu — horfin inn á ókunn sviö. Eitt skáld segir i bundnu ljóöi, aö þegar ævitindinum sé náö hefjist fyrst fjall- gangan. Guðrún mln. Þú áttir aldrei mikinn veraldarauö enda vitum við aö i þá miklu langferö dugar enginn veraldarauöur eöa tildur. Þaö eru aöeins þau verk sem unnin hafa veriö á lifsleiöinni, sem duga þar. Og ég er viss um, aö þú hefur haft gott vega- nesti I þessa miklu og siðustu langferö þlna, og ég óska þér góörar feröar. Og mér finnst einhvern veginn, aö þú hafir getaö gengiö örugg til móts viö dauöann vitandi það, aö þú hefur ekki grætt neinn, sem oröiö hefur á vegi þínum á lifsleiöinni, heldur þvert á móti. Og er þaö nú ekki þaö besta veganestiö eöa leiöarljósiö á þessum vegamótum? Þau hjón Guörún og Óskar áttu átta mannvænleg börn, og eru sex þeirra á lífi. Börn þeirra voru þessi: 1. Steinunn, fyrrum húsfr.eyja I Múla I Gufudalshreppi, dáin. 2. Arnór, sjúkraliði, búsettur I Reykjavlk. 3. Sæmundur, fyrrum bóndi og hrepp- stjóri, aö Eyri, búsettur i Kópavogi. 4. Stúlka, dó ósklrö. 5. Kristinn, lögregluþjónn I Reykjavlk. 6. Guöbjörg, ljósmóöir, húsmóöir búsett I Kópavogi. 7. Guðmundur, lögregluþjónn, búsettur I Kópavogi. 8. Guðrún, kvenna-fangavöröur, búsett I Reykjavik. Ég vil svo aö lokum votta börnum þeirra Guörúnar og Óskars innilegustu samúö. 1 Grindavlk 1. mars 1981 Jóhannes Arason. Ólöf Þórðardóttir Kveðja frá afa og ömmu Mos- felli Við stöndum hér hljóð yfir ástvini einum á æskunnar hraðfleygu stund Blómknappur lífsins á gjörþekktum greinum með göfuga og saklausa lund, skammt er frá vori til vetrarins kulda er visna hin jarðnesku blóm við skuljum ei athöfn þess alvalda, dulda i örvænting störum i tóm. Þó likami fölni ogfallitil jarðar er framtið hin eilífa sál leiðina að guðsriki vandlega varöar og verndar hið helgasta mál nú ertu kölluð til æðri starfa á efra og göfugra svið allt er þér veitt til þroska og þarfa við þénandi eilifðar frið. Barninu þínu, guö blessun veiti á braut sem aö framundan er I öllu starfi hún alföðurs leiti þaö árangur göfgastan ber, guðstrúin alstaöar lifsstriöiö léttir og linar hin jarönesku bönd, ég veit að þú biöur á brygg ju og réttir meö brosi, mér liknandi hönd. JúIIus Jónsson.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.