Íslendingaþættir Tímans - 20.05.1981, Page 6
Ölvir Gunnarsson
fæddur 5.10. 1966.
dáinn 3.2. 1981.
Elsku frændi minn ölvir er horfinn
burtu frá okkur. Það er mjög erfitt að
sætta sig við slika harmafregn. Að hann
svo ungurog lifsglaður i blóma lifs sins og
með þá framtið sem virtist svo björt, sé
kallaður burt úr þessum heimi. En við
trúum að aðeins sé um vistaskipti að
ræða. bað er aðeins af kærleika til frænda
sem farin er að sorgin og tómleikinn gerir
vart við sig.
En hin dýrmæta minning um ástrikt
ungmenni og hjartahlýjan dreng verður
ekki frá okkur tekin og ég veit að hún
mun lifa i hjörtum okkar allra er þekktum
hann.
Ég mun heldur aldrei gleyma hans ein-
stöku skapgerð hann sem skipti aldrei
skapi hvað sem á bjátaði. Alltaf jafnléttur
i lund, glaðlegur og hjálpsamur.
ölvir var sonur hjónanna Valgerðar
ölvisdóttur og Gunnars Snorrasonar til
heimilis að Reykjarbraut 14. Þorlákshöfn,
og var hann elstur af þrem börnum
þeirra.
ölvir átti við mikil og erfið veikindi
að striða á fyrsta aldursári sinu og var þó
oft tvisýnt um lif hans, en guð gaf honum
heilsu á ný, þá heilsu er entist honum allt
hanslif. Frá tveggja ára aldri dvaldist öl-
vir oft hjá Kristinu ömmu og Snorra afa i
Vogsósum. Um leið og hann fór að hafa
getutil hjálpaöihann þeim við búskapinn.
Þegar ölvir var á tólfta aldursári gripu
örlögin inni. Afi hans I Vogsósum var
kallaður burtu úr þessum heimi. Það var
ölvi mikill missir. Amma hans fluttist þá
frá V.ogsósum til Þorlákshafnar og fékk
þar áfram notið samvistar hans. Ég
minnist frænda nú, er hann var að segja
okkur frá þvi þegar hann og afi hans sátu
yfir ánum I fjörunni i Selvogi og svo ótal
margt annað er frændi sagði okkur frá
þeim tíma. Tvö siðustu sumrin dvaldist
frændi hjá Kristbjörgu ömmu og ölvi afa i
Þjórsártúni.
Sveitin og dýrin áttu hug hans og hve
ógfeymanlegt það er okkur öllum hve
mikiðyndi og hve mikla natni hann sýndi
dýrunum. Frændi hafði mestan áhuga
fyrir hrossum og eyddi sinum frltima
hvenær sem tækifæri gafst til að sinna
þeim. Hann var aðens tiu ára gamall i
sveitinni I Þjórsártúni, sauðburður stóð
yfir, það var komið vor og jurtirnar aö
vaxa alveg eins og hann sjálfur.
Frændi mátti aldrei sjá dýrin vanhaga
um neitt allt frá morgni til kvölds. Ég veit
að amma hans og afi munu minnast þess
og allra samverustunda við hann, hans
stuttu ævi i þessu lífi með þakklæti og
hlýju fyrir að hafa fengið að njóta þessara
stunda með honum og þeirrar gleði og
hamingju sem hann færði þeim.
Nú er hann farinn til bjartari heima,
heima er menn hverfa til eftir þetta jarð-
lif.
Nú á þessari stundu þegar ástin til
frænda er sterkust, sakna ég hans svo
óendanlega mikið. Ég læt þá von, og þá
ósk i ljós að ég megi einhverntimann
seinna hitta hann aftur og vera með
honum um ókomin ár.
Þvi ,,eitt sinn skal hver deyja”.
Almáttugi Guð styrkt þú foreldra, syst-
kini og ættmenn þessa góða drengs svo
þeir megi frekar sætta sig við að hann var
burtu tekinn svo fljótt.
Ég kveð elsku frænda með þessum
linum:
Nú söknum vér þln og syrgjum hljótt,
þvi sælt er að vona og biða.
1 nafni Guðs sofðu sætt og rótt,
unz sólin upp rennur með dýrðargnótt
og ráöast rúnir tiða. (Fr.Fr.).
Hrólfur ölviss.
Islendingaþaettif
Þeir sem skrifa
minningar- eða
afmælisgreinar
í íslendingaþætti, eru
eindregið hvattir
til þess að skila
vélrituðum handritum.