Íslendingaþættir Tímans - 09.09.1981, Side 3

Íslendingaþættir Tímans - 09.09.1981, Side 3
Björn Einarsson frá Eyjum Fæddur 18. des. 1919. Dáinn 12. júni 1981. Enn hefur sigð dau&ans höggviö skarö 1 Eyjafjölskylduna. NU var þa& Björn Einarsson sem féll, en hann lést á Borgar- spítalanum 12.jUni eftir tveggja vikna legu þar. Hann var farinn a& kenna las- leika.en vann fullan vinnudag daginn áö- ur en hann fór á sjUkrahUs. Björn var a& eölisfari dulur og ræddi litiö um eiginn hag. Jar&arför hans fdr fram hjá Heydala- kirkju laugardaginn 20. júni aö viöstöddu fjölmeini. Sóknarpresturinn séra Krist- inn Hóseasson flutti ágæta kveöjuræöu. Björn var fæddur á Skri&ustekk i Breiö- <ial 18. desember 1919. Foreldrar hans voru merkishjónin Katrin Einarsdóttir og Einar Björgvin Björnsson. Var hann fjór&a barn þeirra hjóna, en þau áttu sjö hörn sem upp komust, og verða talin i oldursröö: Hjörtur bóndi Lágafelli, hann lést 1979, Kristin nú húsfreyja Breiödals- v'h, Unnar lést ungur maöur, Bjöm sem hér er minnst, Ragnheiöur húsfreyja ^itla-Sandfelli og viöar, Jón starfsmaöur lslendingaþættir á Breiödalsvik, og Halldór starfar I Gautaborg, öll systkinin vel gefin og fjöl- hæf til allra starfa. Björn fluttist meö foreldrum sinum á ööru ári aö Viöilæk i Skriödal, þar bjuggu þau 17 ár, og8 ár á Vaöi i sömu sveit. Áriö 1936 flytur svo Einar meö f jölskyldu sina aö Eyjum i Breiödal. Björn ólst upp i stórum og glö&um systkina hóp og fór ungur aö vinna þvi margt var aö gera á stóru heimili. Allt unniö meö handverkfærum áöur en vél- arnar komu til hjálpar. Ekki naut Björn annarar menntunar en tilskilinnar bamaskólafræöslu fyrir fermingu. Hann var greindur og jók viö þá fræöslu sem hann haföi fengiö meö sjálfsnámi. Eins og aö framan er getiö flytur Einar meö fjölskyldu sina a& Eyjum 1 Breiödal. Björn var þá kominn aö Haugum i Skriö- dal til Kristinar syslur sinnar og manns hennar Eyjólfs Halldórssonar, og var hjá þeim i 4 ár. Eftir það fer hann suður aö Eyjum. Þar kynnist hann Sigurbjörgu Svövu Þórlindsdóttur frá Skriðustekk. Þau Björn og Svava hefja búskap á Skjöldólfs- stööum voriö 1949, og búa þar i 16 ár. Þau eignuðust tvö börn. Unnar Viöir vöru- flutningabilstjóri hjá Kaupfélagi Beru- fjaröar á Djúpavogi. Kona hans er Alda Finnsdóttir, og eiga þau tværdætur, búa á Djúpavogi. Og Sveinbjörg Svana gift Páli Björnssyni frá Birkihliö. Þau eiga þrjár dætur og búa á Breiödalsvik. Mér sem þessar linur rita er búskapar- saga þeirra Björns og Svövu á Skjöldólfs- stööum ekki nógu kunn til aö rekja hana. En mér er sagt, aö þeim hafi búnast vel. Bætt jöröina húsakostiog ræktun eftir þvi sem efni stóðu til. Byggöu me&al annars ibll&arhús 1953. Björn hafði góöan arö af búi sinu, sem var a&allega sauöfé. Skjöldólfsstaöir eru talin góö fjárjörö. Me&an þau Björn og Svava bjuggu á Skjöldólfsstö&um tók Svava að sér hiröingu á Heydalakirkju. Komu þau venjulega bæði til þeirra starfa. Mynduöust náin kynni og vinátta meö þeim og presthjónunum, og áttu þau margar skemmtilegar stundir saman, sem presthjónin þakka. Áriö 1965 hætta þau Björn og Svava búskap á Skjöldólfsstöðum. Mun þar mestu hafa ráöiö heilsufar Svöfu, sem varö aö fara til Reykjavikur til lækningar og varö til þess aö þau slitu samvistum, munu þau hafa farið vinsamlega fram. Björn fluttist frá Skjöldólfsstööum út á Breiödalsvik og bjó fyrstu árin i gamla kaupfélagshúsinu. SIBan flutti hann til Páls og Svönu dóttur sinnar eftir aö þau voru farin aö búa og var hjá þeim til árs- ins 1979 aö hann keypti fokhelt hús, sem hann innréttaöi og bjó þar sföustu árin. Fyrstu árin á Breiðdalsvik vann Björn I frystihúsi og viö fiskverkun. Siöan stund- aöi hann múrverk nokkur ár. Þótti góöur múrari og vandvirkur. Sumariö 1973 var Björn i afleysingum hjá Kaupfélagi Stöövarfjarðar á Breiðdalsvik og fastráö- inn 1974 og siöan viö afgreiöslustörf. Björn naut mikilla • vinsælda i þessu starfi bæöi af kaupfélagsstjóra og sam- starfsfólki. Kaupfélagsstjórinn baö fyrir alúöar þakkir frá Kaupfélaginu og hinstu kveðju frá starfsfólki. Ég þakka Birni margar ánægjulegar samverustundir. Guö blessi minningu hans. Viö hjónin sendum börnum hans, barnabörnum, systkinum og ö&rum vandamönnum innilegar samúöar kveöj- ur. Stefán Bjarnason Flögu. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.