Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 09.09.1981, Qupperneq 8

Íslendingaþættir Tímans - 09.09.1981, Qupperneq 8
S veinbj örn Valgeirsson frá Norðurfirði á Ströndum 75 ára Allt fram streymir endalaust ár og dagar liða nú er komið hrlmkalt haust horfin sumarbllða: J.H. Arstíöaskiptin eru grópuð i undirvitund hvers Islendings, sem lifir á okkar kæra en harðbýla landi. Er kominn til vits og ára, hefur verið og er þátttakandi i llfi og starfi, les og hlustar á dægurmál liðandi stundar, á landi elds og isa. Landi sögu- rikra viðburða, landi fegurðar og heita, landi hörku og bliðu. Alla tið hafa Islend- ingar varðveitt sögu sina. Getið um þátta- skil, afrek, raunir, góðæri, hörmungar, fátækt og auðlegð. Allt eru þetta dýr- gripir, sem heyra til menningu, framtaki, dugnaði og góðri dómgreind. Oft hefur verið rætt og ritað um aldamöta kyn- slóðina, það er fólkið sem fætt er um siðustu aldamót. Og þeir sem i farar- broddi stóðu á þeim tima. Ný Öld færði - nýja framfara i von i brjóst hvers viti borins Islendings, þess tima. Ný stórhuga vakning hófst, af stórhug skyldi staðið að vélvæddri byltingu sem skyldi verða að veruleika á þessari öld. Þetta hefur svo, sannarlega ræst og betur en björtustu vonir gátu spáð um. Aldamótafólkið getur þvi ánægt og þakklátt litið til baka, á timamótum ævi sinnar, vegna þeirra stóru sigra sem að baki eru. Einn þeirra heiðursmanna, sem lögðu fram hug sinn og hönd, i sameiginlegt átak til aðgera stórar óskir að veruleika, er 75 ára I dag. Hann heitir Sveinbjörn Valgeirsson á sitt heimili að Vesturgötu 47 Akranesi. Hann er fæddur á Norðurfirði I Strandasýslu þann 24.ágúst 1906, sá tiundi I röðinni 18 barna þeirra heiðurshjóna, sem þar bjuggu þeirra Sesselju Gisla- dóttur og Valgeirs Jónssonar. Hverjum manni hlýtur að skiljast að þarna hefur lifsbaráttan verið hörð. Þá var samhjálpin ekki orðin að lögum, reyndar allir fátækir. Barna eða fjöl- skyldubætur voru ekki til. Þarna réði manngildið, heilsan, ráðdeild og nægju- semi.. Lifstiðarkapphlaupið i dag á senni- lega lltið skylt með þvi mannlifi sem þar var háð. Engu að siöur tókst þessu dugnaðar heiðursfólki að koma sinum stóra mannvænlega barnahóp til manns, svo til fyrirmyndar er talið, án hjálpar. 8 Vissulega hjálpuöu þessi tápmiklu börn foreldrum sinum strax og kraftar leyfðu.. Þarna var ekki um stóra kostarika jörð að ræða, sem þau sátu. Nytjar voru jöfnum höndum af sjó og landbUnaði. Arvekni hefur þurft, áræði og dugnað, til að afla lifsnauðsynja fyrir svo stóra fjölskyldu, þaðhefurmátt haida velá. Afurðir af litlu bUi hafaekki fært mikinn auð i' garð. Ekki voru afurðasölulög komin i gildi, svo það Htilræði sem til sölu fór hefur verið háð verðlagi, sem hefur verið óráðið á hverjum tima. En þarna hafa nytjar bUsins komið fjölskyldunni vel, bæði til fæðis og klæðis. Eins og reyndar alþekkt er Ur íslensku sveitalifi. Bærinn stóð á sjávarbakkanum, þvi var bátur hafður til taks og til fiskjar róið, með góðum árangri, reyndar vel sótt og mikill afli oft dregin að landi. Sveinbjörn og þeir bræður, voru vist ungir að árum þegar þeir lögðu föður sinum lið og fóru i róöur. Þetta hafa verið tryggustu matar- bUr tslendinga frá fyrstu tið, land- bUnaðurinn og sjórinn. Reyndar forsenda þess að lifvænt er i þessu landi. Svo mun það áfram verða, og þurfa engir að skammast sin fyrir, heldur vera Guði sinum þakklátir, á meðan milljónir manna bUa við hungur i heiminum. Svein- björn lá ekki á liði sinu. Ungur að árum fór hann til sjós. Hann var á hákarlaskipi frá Ófeigsfirði og hann réðist ungur á ver- tiðarbáta'-frá tsafirði og viða lá leiðin. A sildveiar fyrir norðurlandi og sitthvað var prófað. Takmarkið var að sækja fast til fanga og vinna sinum. Það þurfti knáa pilta á Utilegubátana vestfirsku, áður fyrr á árunum. Þeir sem komu meö góðan vitnisburð þaðan, voru áreiðanlega nýtir menn til fleiri verka. Einn þeirra var Sveinbjörn Valgeirsson. Það var sá tiðar- andi þá i gildi að hæla ekki fólki þó það dygði vel til verka væri trUverðugt. Þakk- lætið var birt með þegjandi þögninni. Eftir mörg erfið ár til sjós, gerðist Sveinbjörn bóndi á Norðurfirði, á sinni föðurleifð. Hann varð þeirrar gæfu að- njótandi aðeignast Urvals gæðakonu, sem orðlögð er fyrir dugnað, mannkosti og manngæði, sem þeir fá af að njóta, sem meö henni ganga og af henni hafa kynni. Þau hjón eiga 7 börn, hér talin i aldurs- röð: GuðrUngift JUliusi Veturliðasyni þau bUa á tsafirði. Þorgerður gift Erlendi Halldórssyni þau bUa að Dal á Snæfells- nesi. Sesselja gift Hlöðver Sigurðssyni bUa á Akranesi. Gestur kvæntur Kristlnu Jónsdóttur bUa á Akranesi. Guðjón ókvæntur I föðurhUsum. HeiðrUn gift Jóni Valgarðssyni Eystra-Miðfelli Hval- fjarðarstr. og Valgerður gift Lárusi Ólafssyni bUa á Akranesi. Barnabörnin eru 23 og barnabarnabörn 3. öll vel af Guði gerö, sem þau eiga kyn til. Sigurrós Jónsdóttir kona Sveinbjarnar er ein af l6 systkinum frá Asparvlk á Ströndum. Þó mln persónulegu kynni séu tak- mörkuð af fólki þessara heiðurshjóna, þé veit ég vel að þarna er um þekkt mann- kosta, gáfufólk að ræða, sem Islendingar kunna að meta og eru ánægðir með. Það mætti kannski segja að þarna á Ströndum norður sé um Utverði okkar þjóðar að ræða. Það hefur lika verið á orði haft, aö gerð fólksins megi oft marka af þv[ hvaðan það er, það mótist af umhverfi slnu og lifsháttum. Liklega sannast þetta einna bezt á Strandamönnum. Þar er landslag svipmikið, tigulegt,hörkulegt og býður uppá hörð viðskipti. Mér sýnist fólkið svipmikið, táplegt, hreinskiptiö, kjarkmikið, glaðlegt, greindarfólk trygg' lynt og mannblendið, gestrisið og vin- gjarnlegt, laust við tilgerð og sýndar- mennsku. Þau kynni sem ég, kona min og fjölskylda höfum haft af þeim heiðurs- hjónum Sveinbirni og Sigurrós, svó börnum þeirra, nU seinni árin eftir að tengdir urðu með fjölskyldum okkar eru i allastaði hin ákjósanlegustu. Þetta er mesta sóma fólk, sem hægt er að bera traust til. Það er ávinningur fyrir hvert byggðarlag að fá gott fólk, þvi voru Akur- nesingar heppnir að þetta fólk settist hér að. Gömlu hjónin una hag sinum vonunn betur hér á Skipaskaga, i næsta nágrenm við sína afkomendur, vini og vandamenn- Hitt veit ég að átthagatryggðin býr þeim i brjósti, óskert. Þau eiga djUpar átthaga- rætur norður á Ströndum, þar sem vaggan stóð, þar sem lifsorkunni var eytt, til góðra verka, beztu æviárin. Fyrir góð kynni, sýndan vinarhug, geS^ risni og tryggð, þökkum við hjónin þeinl af heilum hug. Afmælisbarninu óskum við til hamingju með timamótin. Við biðjum þess að ævikvöld þeirra hjóna verði bjart og fagurt. LjUfur hugur megi ylja sér við arineld minninganna. Lifið heil. ValgarðurL. Jónsson frá Eystra-Miðfe.H1,. íslendingaþaettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.