Íslendingaþættir Tímans - 09.09.1981, Síða 6

Íslendingaþættir Tímans - 09.09.1981, Síða 6
Axel Gústaf Guðmundsson Margs er aö minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð Margs er aö minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Hinstu kveðju sendum við kærum brtíður. Axel Gústaf Guðmundsson eða Guffi eins og hann var ætið kallaöur af okkur systkinunum fæddistþann 17. janiiar 1952 og var þvi aöeins 29 ára gamall er okkur barst sú harmafregn aö hann hefði lent i bllslysi og látist svo skömmu sföar. Það er erfitt að skilja gátu lifsörlag- anna, þegar ungur maður og kærkominn bröðir hverfur svo skyndilega úr þessum heimi, og einkennileg staðreynd að sætta sig við. Guffi kvæntist Valgerði Sigurjónsdöttur þann 17. april 1976 og eignuöust þau tvö börn, Guömund Pál og Sigriöi Anný, sem eru aðeinsfimm og þriggja ára þegar föð- ur þeirra er kippt i burtu I bltíma lifsins. Við ætlum ekki að rekja feril hans né ævi hér, en hann var eldri af tveimur bræðrum okkar og leituðum við þvi til hans með allra handa hjálp. Hann var múrari að atvinnu og mjög handlaginn, tók lifi og tilveru með gleöi. Kringum okkur er nú myrkur og tóm- leiki en minningin um kæran ix-óður verð- ur okkur ætið dýrmæt eign og varanleg. Við vonum að hin nýju heimkynni taki vel á móti honum og hann finni ástkæran föður okkar er kvaddi fyrir tæpum tveim- ur árum. Viðbiðjum góðan guðaðstyrkja eiginkonu hans börn, móður og okkur systkinin á þessum þungbæra tima og vegna þessa mikla missis. Far þú i friði, friður guös þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. V. Briem Systkinin. Systkinin í Koti á Rangárvöllum — Leiðrétting 1 siöasta tölublaði Islendingaþátta Timans var birt minningargrein um syst- kinin i Koti á Rangárvöllum, Guðnýju, 6 Sigurjón og Sigurveigu. Þvi miður féll niður i vinnslu mynd af Sigurjóni, og auk þess myndatexti með myndunum af systr- unum. Þess vegna eru myndirnar þrjár birtar hér. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.