Íslendingaþættir Tímans - 04.11.1981, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 04.11.1981, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 4. nóvember 1981 — 44. tbl. TÍMANS Steinunn Sigurjónsdóttir frá Hátúni f. 5. febrúar 18»1 d. 28. febrúar 1981 Þaö er naumast undrunarefni þótt ni- ræö kona kveðji þennan heim. Fæstum auðnast að ná þeim aldri, færri þó aö halda óskertum sálarkröftum. En svo ernt getur þó fólk á þessum aldri veriö að manni komi andlát þess á óvart. Þannig var þvi varið meö hana Steinunni frá Há- túni. Þvi var það, að vinir hennar og vandamenn, sem heimsóttu hana á ni- ræðisafmæli hennar 5. febrúar sl. bjuggust ekki við þvi, að brottfarardagur- inn væri svo nærri sem raun varð á, svo hress var hún þá. En ekki löngu siðar var hún þó öll og ferðin hófst norður i Skága- fjöröinn þar sem hún dvaldi i anda löng- um stundum þótt siðustu 30 árin væri heimili hennar i Reykjavik. Steinunn i Hátúni, — en þannig er mér tamast að nefna hana, — var fædd 5. febrúar 1891. Foreldrar hennar voru hjón- in Sigurjón Markússon, lengst af bóndi i Eyhildarholti og kona hans, Guðrún Magnúsdóttir. Steinunn ólst þvi upp á Héraðsvatnabökkum, þar sem sjá má reykinn leggja upp af 100 bæjum i guðs- friðnum og vor-og sumarkvöldum”, eins og Skagfirðingurinn, Indriði Einarsson, sagði. Sigurjón missti konu sina eftir fárra ára sambúö frá þremur kornungum börnum. Var Steinunn þeirra elst en hið yngsta aðeins fárra vikna er Guörún heitin féll frá. Sigurjón Markússon kvæntist ekki öðru sinni en bjó með bú- stýru upp frá því, Sigurlaugu Vigfús- dóttur Reykdal. Reyndist hún börnum þeirra Sigurjóns og Guðrúnar sem hin besta móðir. Sigurjón Markússon þótti i engu meðalmaður. Bóklegrar fræðslu naut hann ekki umfram það, sem almennt geröist á þeim árum. En meö sjálfsnámi tókst honum þó að verða ágæta vel að sér á ýmsa grein, enda maðurinn bæöi greindur og námfús. Hann var athafna- maður hinn mesti og hafði jafnan mikið umleikis framan af ævi. Er svo sagt, að þeir feðgar, Sigurjón og Markús, hafi um skeið átt 1000 f jár á fjalli, er þeir bjuggu i Eyhildarholti. Kúabú hafði Sigurjón og mikið og réðist i það að koma upp á heim- ili sinu smjör- og ostagerö. Réöi hann til sin sérmenntaða konu til að veita þessari framleiðslu forstöðu. Siðar varð hann einn af frumkvöðlum þess að koma á fót á Gljúfuráreyrum rjómabúinu Framtiðin, sem starfaði nokkur ár. Hrossamargur var Sigurjón löngum og stundaði mikið verslun með hross. Gekk þar á ýmsu, eins og verða vill i þeim viðskiptum. Arið 1889 brann bærinn i Eyhildarholti. Varö litlu einu bjargað af innbúi en vá- trygging lág. Tjónið var þvi mikið og þungbært. Sigurjón brást þann veg við þessu áfalli, að hann byggöi á ný mikið timburhús og vandaö. Stóð það fram undir 1960 og hafði látið á sjá, er þaö varð að þoka fyrir steinsteypunni. Sem fyrr segir var Steinunn elsta barn þeirra Sigurjóns og Guðrúnar konu hans. Ólst hún upp með föður sinum og stjúpu en giftist heitmanni sinum, Jónasi Gunnarssyni frá Keflavik i Hegranesi 22. janúar 1914 Sama ár hófu þau Steinunn og Jónas búskap á 1/3 af jörðinni í Garði i Hegranesi næsta bæ við Keflavík. Að enduðum 5 ára þröngbýlisbúskap þar fluttu þau að Syðri-Húsabakka i Seylu- hreppi en stóðu þar aðeins við i tvö ár. Þaðan fluttu þau aö Hatúni í Seyluhreppi og bjuggu þar upp frá þvi. Jónas andaðist hinn 17. júli' 1939. Eftir það bjó Steinunn á- fram m eð börnum sinum i Hátúni uns hún lét jöröina i hendur syni sinum og tengda- dóttur og fhitti til Reykjavikur. Þar bjó hún siðustu 30 árin i skjóli barna sinna og tengdabarna, en hélt þó ávallt sitt eigið heimili. Hátún var hjáleiga frá höfuöbólinu Glaumbæ, ein af þremur, sem þar voru i túninu. Jörðin bauö ekki upp á mikla bú- skaparmöguleika fremur en hjáleigur yfirleitt gerðu. Búskap á þeim var ekki ætlað að standa á eiginn fótum. Hjáleigu- bóndinn varö að snapa sér vinnu utan heimilis hvar sem hana var aö fá og þá gjarnan hjá ábúanda höfuðbólsins. Hon- um var skorinn svo þröngur stakkur, aö hann gat ekki, nema öörum þræði, talist bóndi. I Hátúni mun heldur ekki hafa verið sérlega björgulegt um að litast er þau Jónas og Steinunn fluttust þangað neðan frá Húsabakka. Túnið var ekki annaö en kargþýfðursmákragi umhverfis það, sem áttu að heita bæjarhús. Eftirtekjan var um 30 hestburöir eöa náöi ekki einu sinni að hanga i þvi aö vera eitt kýrfóður. Hins- vegar tilheyröu Glaumbæ viðlendar og grasgefnar engjar þar sem bæöi var nokkurt land ofan Glaumbæjarkvislar, (Svartár), og svo Glaumbæjarreyjar, austan Kvislarinnar, en þær voru jafn- framt beitiland fyr búpening Glaum- bæjartorfubænda. Bærinn, torfbær aö sjálfsögðu, var svo lélegur að kunnuga hef ég heyrt segja, að hann hafi ekki verið 1 boðlegur skepnum hvað þá mönnum. En þrátt fyrir þetta kunnu þau Jónas og Steinunn vel við sig i Hátúni og munu hafa hugsað sér að ilendast þar á meðan unnt væri. Bæði voru þau lika þeirrar gerðar að ekki var liklegt að landsdrottinn heföi hug á aö stjaka þeim iburtu í von um betri ábúendur. Þegar var hafist handa um umbætur. Fyrst lá fyrir að stækka og slétta túnið. Á fáum árum fjórfaldaöist töðufengurinn og aðrar umbætur voru eftir þvi. Nokkru áöur en Jónas andaðist haföi hann komiö upp nýju ibúðarhúsi, timburhúsi á steyptum grunni. Jónas var vikingur til verka og slikur greiðamaður, að fágætt er. En hann stóð ekki einn ibaráttunni.HluturSteinunnarlá þar hvergi eftir. Hún gekk að útiverkum með manni si'rium hvenær, sem tóm gafst til.Má þó nærri geta, aö ýmsu hefur verið að sinna innanhúss þvi bckn þeirra hjóna uröu 10. Tvö dóu ung en hin eru: Sigurjón,

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.