Íslendingaþættir Tímans - 04.11.1981, Síða 3

Íslendingaþættir Tímans - 04.11.1981, Síða 3
Anna Sólveig Vilhj álmsdót tir Tungn, Fáskrúðsfirði Senn slokkna öll mín litlu gleðiljós og lif mitt fjarar sem við dauðans ós Og húmið stóra hylur mina brá ó herra Jesú, vertu hjá mér þá. M.L.x Mánudaginn 3. ágúst sl. var til hinstu hvildar borin að Búðum i Fáskrúðsfiröi Anna Sólveig Vilhjálmsdóttir húsmóðir i Tungu. Anna var fædd 27. okt. 1892 að Brekku i Mjóafirði, dóttir hjónanna Vilhjálms Hjálmarssonar og Svanbjargar Páls- dóttur. Var heimilið á Brekku annálað fyrir reisn og myndarskap og þau hjón kunn fyrir mannkosti og dugnað. Anna unni æskustöðvum sinum og heimili og var það henni hjartfólgið umræðuefni, þegar aldurinn færðist yfir að minnast bersnkuáranna á Brekku. Foreldra og bernskuminningarnar voru henni helgur dómur. Þann 14. okt. 1923 giftist Anna eftirlifandi manni slnum Gunnari Pals- syni Bónda I Tungu i Fáskrúðsfirði. Börn þeirra önnu og Gunnars eru fimm og talin hér eftir aldri: Ragnhildur, búsett I Reykjayik gift Gunnari Sigurðssyni frá Ljótsstöðum i Vopnafirði, Vilhjálmur búsettur á Selfossi kvæntur Steinunni Úlfarsdo'ttur frá Vattarnesi við Reyðar- fjörð, Elinborg, búsett á Syðra-Hvarfi i Svarfaðardal gift Sigurjóni Sigurðssyni frá Ljótsstöðum i Vopnafirði, Páll búsett- ur á Fáskrúðsfirði kvæntur Olgu Sigur- björnsdóttui- og Friðmar, sem er bóndi I Tungu, kvæntur Jónu Sigurbjörnsdóttur en þær tvær siðasttöldu eru systur ættað- ar héðan úr sveit. Ævisaga önnu verður ekki rakin náiö hér, en mig langar að minnast hennar frá þeim tima er fundum okkar bar fyrst saman, en þó aldurmunur okkar væri mikill tókst með okkur sönn vinátta og sem ég ævinlega mun veröa þakklát fyrir. Við fyrstu heimsókn mina að Tungu duldist mér ekki að húsmóðirin bar með sér mikilhæfan- persónuleika. Anna var greind kona og þótt ekki hefði hún lang- skólanám að baki, bar hún með sér þá eiginleika, sem sönn menntun veitir. Hún bar meö sér aðalsmerki hinnar sönnu islensku b æ n d a m e n n i n g a r menntun hugar og handa til starfa fyrir heimili sitt, eiginmann og böm. A milli hjónanna i Tungu rikti kærleikur og islendingaþættir virðing. Uppeldi og menntun barnanna var þeirra sameiginlega áhugamál. Anna var sönn móðir i þess orðs fyllstu merkingu og eftir að barnabörnin komi til áttu þau hug hennar allan hún gladd- ist svo innilega yfir hverju þeirra spori ti menningar og mennta. Ljóð og söngelsk var hún svo af bar og má ég segja, að vart kæmi fyrir . Og þessara eiginleika naut hún svo rikulega aðfinnabæði i hópi barna og barnabarna sinna og gladdi það hana ósegjanlega mikið. Eftir að heilsa hennar þraut var lestur ljóða hennar mesta afþreying svo lengi sem getan leyfði. Með önnu i Tungu er gengin góð kona og gegn kona sem skilaði hlutverki sinu með mikilli prýði. Seinustu árin var Anna farin að tapa kröftum og naut þá aðstoðar tengdadóttur sinnar við heimilisstörfin og siðar algerrar umönnunar þeirra hjóna Friðmars og Jónu. Oft minntist hún á það, þegar fundum okkar bar saman hve ósegjanlega þakk- lát hún værir fyrir að mega dvelja heima og njóta þeirrar umönnunar og kærleika, sem henni væri i té látinn. Seinustu vikurnar komu dæturnar um langan veg og hjálpuðu til að hjúkra henni. En þrátt fyrir að allt væri gert sem unnt var kom að þvi að flytja varð hana á sjúkrahús. * , ................ í minningu Gísla í Eyhildarholti Atthaganna ótrauð sál, um ættarlandið fróður. Astir batt við islenskt mál, enda stíll hans góður. A sinum hestum sást oft hér þá sveiflur lifsins gerðust harðar. Gisli i Holti genginn er, hinn góði vinur Skagafjarðar. Lárus Hermannsson. - Var hún flutt á Landsspitalann og lézt þar eftir stutta legu. Eiginmaðurinn aldurhnigni fylgdi henni I þessari ferð. Hann hafði ekki látið sitt eftir liggja i veikindum hennar að gera henni lifið bærilegra. Og nú að leiðarlokum vil ég þakka fyrir að hafa fengið að njóta vináttu önnu i Tungu. Astvinum hennar öllum sendi ég inni- legar kveðjur minar og fjölskyldu minnar. Megi minningin um elskulega eigin- konu, móður og ömmu verma hugi þeirra um alla framtið. Aðalbjörg Magnúsdóttir. * 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.