Íslendingaþættir Tímans - 04.11.1981, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 04.11.1981, Blaðsíða 2
Sighvatur Davíðsson bóndi, Brekku, Lóni bóndi á Syöra-Skörðugili á Langholti, Gunnlaugur, bdndi i Hátúni, Hallur, bif- reiöastjóri og verslunarmaöur i Varma- hliö, Siguröur, húsasmiður i Reykjavik, nú látinn, Jónas kaupmaður i Reykjavik, Ólafur bóndi i Hátúni viö Rauöavatn, Bjarni rafvirki, Reykjavik og Guðrún húsmóðir í Reykjavik. OD voru börn þeirra Jónasar og Steinunnar mikiö at- gerfis- og mannkostafólk, og komu for- eldrum sinum til hjálpar viö búskapinn jafnskjóttog þau fóru að valda amboðun- um. Sem fyrr segir féll Jónas i Hátúni frá áriö 1939, þá á besta aldri og imiðju starfi aö honum sjálfum mun hafa fundist. Aðrir munu þó lita svo á, að á hálfum öörum áratug hafi þau hjón lokið verki, sem ýmsum öörum heföi ekki veitt af tvöfalt lengri tima til þess aö inna af hendi án þess aö teljast þó nokkrar liöleskjur. Ég kynntist Jónasi i Hátúni ekki mikið persónulega. Hitti hann einstaka sinnum við fjárrag uppi á Glaumbæjareyjum og nokkrum sinnum kom hann aö Eyhildar- holti. En kynni min af Steinunni og hinum mannvænlegu systkinum i Hátúni áttu eftir aö veröa bæði mikil og góö. Þau hófust með þátttöku minni í karlakórnum Heimi en þar var Gunnlaugur, sonur Steinunnar fyrir. Á næstu árum kom ég oft i'Hátún á og af feröum mínum á söng- æfingarnar i Varmahlið, þegar íkki voru aörar leiðir færar í Héraðsvatnaklasan- um enupp áLangholt. Avallt var mér tek- iö þar af þeim innileik og hlýju aö ekki liöur úr minni . Attu þar óskilið mál Steinunn og börn hennar <81. Mér fannst ég vera einn af fjölskyldunni og setti mig aldrei úrfæri um aö koma á þetta heimili, þar sem hlýjanog glaöværðin sátu i önd- vegi, væri þess einhver kostur. Og þótt Steinunn flytti tD Reykjavikur rofnaöi samband okkar d<ki að fullu. Ég heimsótti hana, sjálfum mér til sálubóta, þegar ég kom „i'bæinn”. Og er ég var við blaðamennsku hér I Reykjavi'k, fyrir rúmum 20árum, þá varsvo til sem oftar að i'mig var hringt. Steinunn var i siman- um. Hún sagðist vera með einn mann i fæöi en viidi gjarna hafa tvo, væri ég til meö aö koma? Hvort ég var. Upp frá þvi fannst mér ég eiga heima á Amtmanns- stignum á meöan ég stundaði blaða- mennskustússiö. Steinunn i Hátúni var kona prýðilega gefin, margfróð og minnug, gædd sér- stæöri frásagnargáfu. Hún átti gott bóka- safn, las mikiö,einkum á efriárum,og las vel. Af Steinunnii'Hátúni stóð enginn storm- ur en allt hennar fas andaði af umhyggju fyrir og ástúö til alls þess, er leitaöi ljóss og ylsen átti á brattann að sækja. Hún var alltaf aö rækta. Magnús H. Gislason. f. 16.06.1907 d. 05.10.1981 Haustiö er sú árstið sem vekur minningar og fær mann til að staldra við lita til baka oft með söknuöi en lika meö þakklæti og frið i huga. Við sjáum fegurð lifsins og þroska I náttúrunni sem er að búa sig undir langan vetrarsvefn, eftir annasama tið, þar sem hver stund, sól og regn, var nýtt. Jörðin skilar nú ávöxtum sumarsins i okkar hendur og býr sig jafnframt undir að vakna á ný siðar meir þvi ræturnar lifa og gefa af sér á ný, þeim mun meir og betur, sem stofninn var sterkari. Þannig vil ég hugsa til vinar okkar sem við kveðjum i dag. Sighvatur Daviðsson bóndi að Brekku i Lóni hefur lokið sinum sumarstörfum og fær nú hvild að loknum athafnasömum og vel nýttum starfsdegi. Hugurinn leitar heim i sveitina hans fögru, þar sem hann fæddist og ólst upp, þar sem þroski hans óx og foreldrar hans beindu honum á gæfubraut. Þeir sem til þekkja munu hafa fundið sterk áhrif umhverfisins i skapgerð og viðmóti Sighvats. Jökulsáin þung og sterk^f jöllin með allri sinni litadýrð og gróðurinn sem einkennir þetta svæði allt gat þetta heillað hug og hjarta en jafnframt kallað á áræði og sterkan vilja til að sigrast á oft erfiðum aðstæðum. Þörf til að vaða straumþung fljót og klifa brött fjöll. Sighvatur mun lika ungur hafa staðist þessa þolraun með ágætum og þannig var lif hans fram á lokadag. Hann var bóndinn sem bætti landið sitt græddi og stækkaði tún og engi,byggði hús og hugsaði stórt i búskaparmálum, enda átti hann opinn hug og var haldinn þekk- ingarþrá,sem hvatti hann til að kynna sér nýjungar og fylgjast vel með. Hann bar einnig hag sveitar sinnar og héraðsins fyrir brjósti. Við hlið hans stóð svo eiginkonan, Nanna Bjarnadóttir og studdi hann á allan hátt, hún lagði allt sitt af mörkum til þess að heimili þeirra og uppeldi barnanna yrði sem fullkomnast og fórst það frábærlega vel úr hendi. Samhent voru þau að taka vel á móti öll- um þeim gestum,sem á heimili þeirra komu, jafnt til lengri eða skemmri dval- ar. Sumardvaiarbörn þeirra voru mörg og urðu oft einlæg vinartengsl þar á milii. Rausnarlegar veitingar og glaðværar samræður við þau hjón lifa i minningu margra, sem heimsótt hafa þau aö Brekku gegnum árin. Þar má segja að hin islenska sveitamenning hafi birst á ein- lægan og hlýjan hátt. Sighvatur naut þess að eiga bækur og lesa um hin ólikustu efni, það sýnir að hann var leitandi og áhugasamur um mörg svið mannlegs lifs. Móðir hans Sigrún Sigurðardóttir, sem andaðist háöldruð á heimili hans fyrir fá- einum mánuðum, mun hafa gefið honum gott veganesti á margan hátt. Til hennar er gott að hugsa nú. Guðstrú og blessun voru svo sterkir þættir i lifi hennar, aö ekki þarf aö efast um að sú blessun fylgi syni hennar nú. Að endingu kveð ég hann með virðingu og þökk, kveð hann sem afa og föður, þakka hlýjar stundir, er glettinn afi strauk litla drengjakolla heima á hlaöinu á Brekku. Ég veit að bænir hans og góðar óskir fylgja jörðinni hans og megi sú blessun fylgja þeim sem þar um tún ganga. Heitust er þóbænin sem fylgir þér, Nanna min og þinum nýja bústað þaö verði þinn styrkur ásamt öllum góðum minningum um ykkar samlif. Blessuð sé minning Sighvats Daviðs- sonar. 2 Þóra A.Guðmundsdóttir islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.