Íslendingaþættir Tímans - 04.11.1981, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 04.11.1981, Blaðsíða 7
Sólborg G. Bogadóttir fyrrverandi hj úkrunarkona F. 16. jan. 1890 D. 16. okt. 1981 „Sé eyjunni borin sú fjööur, sem flaug, skal hún fijúga cndur tii múöurstranda. t*vi aldrei skal bresta sú trausta taug, sem ber tregandi heimþrú hins forna anda...” E.Ben. í dag er gerð frá Akraneskirkju Utför Sólborgar G. Bogadóttur fyrrv. hjúkrunarkonu. Þar lauk löngum og fjöl- þættum æviferli mikillar merkis- og at- gerfiskonu. Hún var fædd í Flatey á Breiöafirði þann 16. jan. 1890. Foreldrar hennar voru Bogi Gunnlaugsson skipstjóri og kona hansMaria Guðmundsdóttir. A 19. öldinni og allt fram yfir 1930 var Flatey fjölmenn- Urstaður með um 300 ibúa eða fleiri. Þar rikti öflugt atvinnulíf, verslun og fjölþætt túenningarstarfsemi. Þar voru að jafnaði húsettir margir þjóðkunnir merkismenn sem gerðu garðinn frægan. Slikt hlaut að hafa veruleg menningaráhrif á uppvax- undi æsku eyjarinnar. HUn sá fleiri tæki- feri og nýjar stefnur og straumar náðu fýrr þangað, en þar sem kyrrstaðan rikti. Sr. Sigurður Jensson — bróðursonur Jóns Sigurðssonar forseta — var þar t.d. Prestur 1880-1921 eða i rúm 40 ár. Hann var einn af leiötogum byggðarlagsins m-a. þingmaður Barðstrendinga i 22 ár. ttann sklrði og fermdi Sólborgu og var ^nnari hennar i barnaskóla. Þegar Sólborg er 17 ára fer hUn til Isa- fjarðar og stundaöi verslunarstörf hjá ^dinborgarverslun sem þá var ein st®rsta verslun á tsafirði sem um aldar- ^óótin var viðkunnur mainingarstaður. ^rá barnæsku hafði Sólborg alið þá hugs- ^ meö sér aö gaman væri að gera hjúkrun að ævistarfi sinu. Þá voru ekki 'úargar konur á Islandi, sem lokið höfðu ^rniihjUkrunarfræðum.Umþær mundir Var á lsafiröi enskur trUboði, sem kenndi er>sku ef eftir þvi var leitað. Sólborg stúndaði enskunám hjá honum einn vetur. ^uiariö 1911 var svo teningunum kastað. afræður að fara til Skotlands og læra hjúkrun. Hún kemst í námið 1912 og ýkur þvi með góðum vitnisburði 1917. *han starfar hún sem hjUkrunarkona i me>r en 40 ár. Sólborg er hjúkrunarkona i Danmörku ís,endingaþættir 1919-1923 en gerðist þá hjúkrunarkona á Vifilsstöðum. Á þeim árum var berkla- veikih i algleymingi á Islandi. HUn var fljótlega kjörin i stjórn Hjúkrunar- kvennafélags Islands og er varaformaður þess um ti'ma. Þegar Kristneshælið hóf starfsemi sina haustið 1927, réðist Sólborg þangað sem yfirhjUkrunarkona. Þar undi hún ekki vel og eftir eitt ár eða sumarið 1928 tekur hún þá ákvörðun að gerast yfir- hjUkrunarkona við geðsjUkrahús I Dyke- bar i Skotlandi. Þar starfar hún i 30 ár eða til 1958 að hUn lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hún átti áfram heimili i Skotlandi en notaði ti'mann mikið til ferðalaga og m.a. kom hUn oft til íslands og heimsótti frændur og vini. En við frændfólk sitt hér heima hafði hún ætið haldið góðu sam- bandi öll þessi ár. ÞegarSólborg gerðistlUin og ellimóð og fiestirsamstarfsmenn hennar voru horfn- ir af þessum heimi, tók hún þá ákvörðun að flytja heim. Hún gleymdi aldrei land- inu sinu né frændgarði og heimavildi hUn bera beinin. Akranesbær varð síðasti dvalarstaður hennar. Þangað flutti hUn 1975 og dvaldi eftir það i sk jóli f rænda síns Ingjaldar Bogasonar tannlæknis og konu hanslngibjargar J. Jónsdóttur en Sólborg var afasystir Ingjaldar. Var auðdáunar- vert að fylgjast með þvi, hvernig þessi ágætu hjón, önnuðust hana af ástúð og kærleika. Betur hefðu börn ekki getað komið fram við foreldra sína, enda kunni hún vel að meta vináttu þeirra hjóna sem var henni svo mikils virði, þegar ellin tók að kreppa að. Vegna nágrennis við Sólborgu hin siöustu ár átti ég kost á að kynnast henni nokkuð og hlusta á frásagnir hennar frá löngu liðnum tima: Lifinu i FJatey, á ísa- firði, baráttu við berklana á Vifilsstöðum og starfið í Dykebar. Hún var stálminnug, hafði frá mörgu aö segja og vandaði frá- sögn si'na. Og þrátt fyrir nær 60 ára dvöl með erlendum þjóðum, var hUn ætið Is- lendingur, sem aldrei gleymdi uppruna sinum, frændum og vinum. Ég þóttist strax sjá að Sólborg væri kona mikillar gerðar. Hún var hávaxin, bein i baki, svipmikil, en góðvildin geislaði fra henni. Slík kona skilur eftir sig góðar endurm inningar að leiöarlokum og verður mörgum minnisstæð. Dan. Ágústfnusson Þeir sem skrifa minningar- eða afmælis greinar í íslendinga- þætti, eru eindregið hvattir til þess að skila vélrituðum handritum

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.