Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1981, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1981, Blaðsíða 3
Hjörleifur Arnar Kristinsson Hver vegur að heiman er vegur heim. Þessar ljóðlinur eftir Snorra Hjartarson koma mér i hug nú er ég sest niður til að skrifa örfá orð til minningar um ungan mann, nýlátinn. Hjörleifur Arnar Kristinsson var fædd- ur 16. nóvember 1951 á Kristnesi i Eyja- firði. Foreldrar hans voru hjónin Kristinn Ingólfssonog Kristjana Hjörleifsdóttir frá Sólvöllum i önundarfirði. Kristinn og Kristjana eignuðust tvo syni, Hjörleif og Má. Þau skildu samvistum þegar Hjör- leifur var mjög ungur, og fylgdi hann móöur sinni og ólst siðan upp hjá henni á ýmsum stöðum, aðallega i Reykjavik. presturfrjálslyndra islenskra safnaða um skeið. Fullþroskuð kona skóp hdn þeim heimili að nýju við nyrsta haf, er þau fluttu til Húsavikur 1933, og gegndi þar vandasömum störfum utan heimilis og innan i þrjá áratugi af sinum kunna dugnaði. Sá einn,sem reynir, veit hvað það er að eiga maka af öðru þjóðerni, skiptaum föðurland og leitast siðan við af alúð að verða honum og þjóð hans sam- stiga i blfðu og striðu. Það tókst henni meö ágætum. Aldur færöist yfir þessi hjón sem aðra og eðlilegum starfstima lauk á Húsavik. Beint lá við aö þau flyttu til Reykjavikur, þar sem margs var að njöta og aðstaða besttil að sinna fjöiþættum hugöarefnum að frjálsu vali. En sú för var aldrei farin. Þess var óskað við séra Friðrik að hann tæki að sér um stundarsakir að þjóna Hálsprestakalli þar til annar prestur yngri leysti hann af hólmi. Hann fékkst ekki um, þótt viðbrigöin yröu mikil að hverfa frá hinni hátimbruöu HUsavikurkirkju til litlu sveitákirknanna i Fnjóskadal. Og dvölin þar varð ekki aö- eins tvö misseri eða svo, heldur átta og hálft ár. Ég sannfærðist brátt um, að hér undu þessi rosknu hjón sér vel og kallaði í gamni þetta timabil Indiánasumarið þeirra. „Indiánasumar, hvað er átt við með þvI?”, kann einhver að spyrja. Það er sumaraukinn ljúfi sem enginn getur fulltreyst að komi að liðnum anna- og uppskerutima(en getur orðið allra stunda bestur. Sumariö er þá að ljuka hlutverki sinu,skila ávöxtum liðins þroskaskeiðs i fang framtiðar. En hafi þessi timi á Hálsi veriö prests- hjónunum góður, þá var hann safnaðar- fólkinu það ekki siður. Þau miðluðu þvi af hoMnngti sinni og lifsreynslu en þó fyrst islendingaþættir Voru þau mæðgin samrýnd, en ekki held ég að lif fátækrar, einstæðrar móður og barns hennar hafi verið öfundsvert þá frekar en nú. Hjörleifur tók landspróf og byrjaöi i menntaskóla, en var þar aðeins einn vet- ur, enda var móðir hans þá flutt til Nor- egs, þar sem hún giftist Viktori Steinsland i Voss. Haustið 1968 fór Hjörleifur til hennar og gekk á Lýðháskólann I Voss þann vetur. Hann ætlaði aðeins að vera veturinn i Noregi og flytjast aftur heim til Islands að vori, en svo fór að hann fluttist aldrei aftur heim. Næstu ár sigldi hann á norskum skipum um fjarlæg höf, en 1972 hætti hann far- og fremst af kærleika si'num og góðhug. 1 fersku minni þess er prestskonan roskna er kenndi börnunum sönginn, æfði kirkju- kór á heimili sinu og spilaði án endur- gjalds við guðsþjónustur manns sins á annexiunum.vann sér vinarhug á hverju heimili prestakallsins og prjónaöi i tóm- stundum fatnað til þess að gefa litlum börnum, sem voru að risa á legg. Barna- skóli sveitarinnar naut starfskrafta hjón- anna beggja. Þar var þeirra ávallt beðið meö óblandinni gleöi. Séra Friðrik var bæði óvenjulegur kennari og prestur. Boöskapur hans var háleitur og fagur. í hrifandi ræðu sem hann eitt sinn flutti á bændadegi Suður- Þingeyinga á Laugum og kallaði Draum- sól komst hann meðal annars þannig að orði: „Draumsólirnar leita stöðugt ljóss- ins. Það ættum vér lika að geta gjört. Þvi að yfirossskin ljósið sem „upplýsir hvern mann’’, — ljósiö Krists sem kom til að sýna oss kærleika og hjálpa oss að vaxa I elsku.þekkingu og allri greind. — Getur það dulist nokkrum þeim er um það hugs- ar aö draumur Guðs býr I hverri manns- sál?” Viö fráfall þessa hugljúfa manns leitar þrátt á hugann erindi Sigurðar Sigurðs- sonar frá Arnarholti: „Þungt er tapið þaö er vissa — þó vil ég kjósa vorri móðir: að ætið megi hún minning kyssa manna er voru svona góðir — að ætið eigi hiin menn að missa meiri og betri en aörar þjóðir.” Blessuð sé minning séra Friöriks A. Friðrikssonar. 28. nóvember 1981 Jón Kr. Kristjánsson mennsku.og ári siðar tók hann verslunar próf i Bergen. í ágUst 1974 kvæntist Hjör- leifur Hrafnhildi Magnúsdóttur frá Isa- firði. Þau settust að i bænum Klepp á Jaðri og bjuggu þar til dauðadags Hjör- leifs. Hrafnhildur og Hjörleifur eignuðust tvær dætur, Lindú Kristinu sem nú er 6 ára og Sólveigu Gunn, 3ja ára. Hjörleifur vann byggingavinnu, lengst af við að steypa borpalla. B’yrir réttum tveimur árum kenndi Hjörleifur hjartabilunar. Varð hann að hætta erfiðisvinnu og fór þá i skóla. Eftir árs nám tók hann inntökupróf i háskóla með ágætum vitnisburði, og i sumar byrj- aði hann verkfræðinám i Stafangri. Þaö þótti Hjörleifi mjög skemmtilegt, einkum stærðfræðin, og er hann varð að leggjast inn á Rikshospitalet i Osló rétt fyrir miöj- an september tók hann stærðfræðibæk- urnar með sér. Litlir munu þó kraftarnir hafa orðið til að lita i þær. Hann var fár- veikur mest af þeim tima sem hann átti ó- lifaðan. A Rikshospitalet dó hann 1. októ- ber. Hrafnhildur kona hans var hjá hon- um á sjúkrahúsinu siðustu tvær vikurnar og móðir hans og stjUpfaðir einnig mikið. Hjörleifur var jarðaður i Voss 9. október 1981. Ég kynntist Hjörleifi fyrst 1965 er ég giftist inn i fjölskyldu móður hans. Hann varglaðvær drengur, sem hafði gaman af ljómyndun en leiddist i skólanum, eins og flestum á hans aldri. En eftir að hann fluttist til Noregs hitti ég hann aðeins tvisvar, þá er hann kom til tslands, þar til 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.