Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1981, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1981, Blaðsíða 6
ÁRNAÐ HEILLA Amalía Björnsdóttir, Mýrum, Skriðdal Niutiu ára er þann 21/12 Amalia Björnsdóttir Mýrum Skriðdal. Hún er við góða heilsu aðkalla má, þegar tekið er til- lit til hins háa aldurs, heldur vel sjón og heyrn. Hún les mikið sér til ánægju, hlust- ar á útvarp, horfir á sjónvarp og fylgist vel með öllu sem er að gerast. Hún er si- vinnandi viðinnanhúss störf,en er hætt aö fara út á tún með hrifuna sina á sumrin. Amalia er greind kona og minni hennar alveg frábært. Sem dæmi um hvað fólk hér treysti á minnið hennar, var jafnan viðkvæðið ef menn greindi á um liöna at- burði. Við spyrjum Amaliu. Amalia er fædd á Vaði i Skriðdal 21/12 1891. Dóttir Ingibjargar Bjarnadóttur frá Viðfirði og Björns Ivarssonar frá Vaði dugmikil atgerfishjón. Ingibjörg var systir doktors Björns Bjarnasonar, og margir af ættmennum hennar miklir hag- leiksmenn og þjóðhagasmiðir. Björn var sonur Ivars Jónssonar sterka á Vaöi og önnu Guðmundsdóttur konu hans. Var Ivar talinn sterkastur manna á héraði. Hef ég heyrt að Ivar hafi jafnan tekið klyfjar sina í hvora hendi og hengt á klakk þegar hann lét uppá hest. Björn og Ingi- björg bjuggu stórbúi á Vaði og var Björn talinn fjárflestur bóndi i Skriðdal. Ingi- björg var dugnaðarforkur til allra verka. Ég nefni litið dæmi um dugnaö hennar við rúningu á vorin. Þá þurfti vel röskann mann til að taka kindurnar leggja niöur og binda. En þá var venja að það voru bundnir saman fætur og kindin látin liggja á jörðinni, en Ingibjörg klippti meö venjulegum skærum. Mér er ljúft að minnast Ingibjargar ömmu minnar, þó ekki væri nema þegar ég fór fyrst að heiman, lítill drengstauli og dvaldi aö mig minnir 2 vikur á Vaði. Björg dóttir hennar ætlaöi að kenna mér að lesa, skrifa og fleira. Mér leiddist og gekk námið illa, en amma var svo góð við mig. Þvi gleymi ég aldrei. Björn og Ingibjörg eignuðust 12 börn. Þeir sem skrifa minningar- eða af- mælisgreinar i ís- lendingaþætti, eru eindregið hvattir til þess að skila vélrit- uðum handritum. Fimm dóu ung, en þau sem upp komust voru: Guðrún hfr. Ameriku, Jónina hfr. Geitdal, Siguröur bóndi Sauðhaga, Bjarni bóndi Borg, Amalia sem þessar linur eru helgaðar, Þórhildur hfr. Eskifirði og Guð- rún Anna hfr. Neskaupsstað. 011 systkini Amaliu eru látin. Aldamótaárið 1900 missti Ingibjörg mann sinn. Hún giftist aftur. Seinni maður hennar var Jón Jónsson frá Hall- bjarnarstöðum i Skriðdal. Þau áttu 5 börn: Björghfr. Jaðri Völlum nú á Egst. Snæbjörn bóndi Geitdal, lést 1972, Ar- mann bóndi Vaði, Vilborg hfr. Litla-Sand- felli nú á Akureyri, drengur dó óskiröur. Allur þessi slóri barnahópur Ingibjargar sem upp komst var mikið dugnaðar og manndómsfólk, vel gefiö og hefur sett mikinn svip á samtiðina. I þessum stóra barnahóp ólst Amalia upp og vandist allri vinnu bæöi úti sem inni, svo sem að koma mjólk i mat og ull i fat. En Amalia lét sér ekki nægja tilskilda barnafræðslu, hún vildi læra meira. Haustið 1908 fer Amalia i Kvennaskóla Reykjavikur og var þar til náms i 2 vetur, en dvaldi heima á Vaði sumarið á milli. Aö námi loknu kom Amalia aftur heim. Það er ekki að efa, að ungu piltarnir litu þessa ungu glæsilegu og menntuðu stúlku hýruauga. I næstu sveit, Vallahreppi var ungur og glæsilegur maður, hár og herða- breiður, greindur og listaskrifari. Þessi maöur var Einar Jónsson. Þau Amalia felldu hugi saman og gengu i hjónaband sumarið 1913. Þóttu þau glæsileg brúöhjón sem vöktu verðskuldaða virðingu. Þau eignuðust eina dóttur,Ingibjörgu,sem tók i arf alla hina góðu mannkosti foreldra sinna. Jarðnæði lá ekki á lausu i þá daga, bjuggu ungu hjónin fyrstu árin á ýmsum bæjum i Skriðdal og Vallahreppi. Vorið 1923 losnar Geitdalur i Skriðdal úr ábúð. Þessa jörð fengu þau til ábúðar og þar blómgaðist búskapur þeirra. Geitdalur er stór og góð sauðfjárjörð og mikill og góður heyskapur eftir þvi sem þá gerðist. Þar vantaði aldrei hey, hvað iangur og harður sem veturinn var. Einar var mikill fjárræktarmaður og hafði yndi af að um- gangast sitt fallega fé. Var mikið talað um Geitdalsféð, og eftirsóttir hrútar þaðan, sem undantekningarlaust reynd- ust vel. Umgangur allur i gripahúsum var til fyrirmyndar, öll skán hreinsuð út á vorin, garðar ailir vandlega sópaðir og engir haugar við húsdyr. Þegar i bæinn var komið var allt með sama snyrtibrag, allt hvitskúrað og hver hlutur á sinum stað. Amalia hefur aldrei þurft að leita að nokkrum hlut. Amalia var mikil búkona, hagsýn og nýtin enda blómstraði hagur þeirra i Geitdal. Gest- risin voru þau og mikið um gestakomur var ánægjulegt að dvelja hjá þeim hjón- um við skemmtilegar og fræðandi sam- ræður og rausnarlegar veitingar. Eftir 18 ára farsælan búskap i Geitdal brugðu þau búi og fluttu út að Mýrum til Ingibjargar dóttur sinnar og manns henn- ar Zóphoniasar Stefánssonar hreppsst. Einar vann við ýmis störf á sumrin utan heimilis en hirti féð á Mýrum á veturna. Mér fannst koma fljótt Geitdalssvipur á Mýraféð. Amalia tók til starfa með dóttur sinni, með sama áhuga og dugnaði hafa þær mæðgur alltaf verið samrýmdar. Amalia hefur alla tið borið hag og velgengni Mýraheimilisins fyrir brjósti. Þeim Ein- ari leið vel á Mýrum. Hjónaband þeirra var langt og farsælt. Það var mikið áfall fyrir Amaliu er Einar lést 1975, Amalia var félagslynd, var i Kvenfélagi Skriðdæla og lengi i stjórn þess. Amalia er frændrækin og frændfólkið margt. Mér hefur alltaf fundist að það hafi verið litið á Amaliu sem höfðingja ættarinnar. Ég lýk þessum fátæklegu linum með innilegri ósk okkar hjónanna til þin á þessum merka afmælisdegi og biðjum góðan guö að ævikvöld þitt megi verða þér milt og bjart. Stefán Bjarnason Flögu Islendingaþættir 6

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.