Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1982, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1982, Blaðsíða 1
ÍSUENDINGAÞJETTIR Miðvikudagur 7. apríl 1982 — 14. tbl. TINIANS Stefán Bjarnason í Flögu, sjötugur Stefán er fæddur á Hryggstekk i Skrið- 7. april 1912. Foreldrar hans voru "íónin Bjami Björnsson frá Vaði og Kristin Arnadóttir frá Hnaukum i Alfta- firði, en þau byrjuðu sinn bUskap i Hrygg- stekk árið 1910 og þar mun Stefán hafa s'itið sinum fyrstu barnsskóm. En árið 1916 flytja foreldrar hans að ®org i Skriðdal og bjuggu þar stórbúi á J^irra tima mæli upp frá þvi, og þar ólst s'efán upp og dvaldi til fullorðins ára, elstur af sjö bræðrum. Borg var mjög landmikil jörð og mann- 'rek til búskapar. Gefur það þvi augaleið, strax er þroski og kraftar leyfðu varð Sfefán að taka þátt i öllum verulegum óústörfum og siðar aðdráttum að þessu stóra heimili. Enda mun það alltaf hafa verið ofarlega i eðli hans og skapgerð að sýsla við búskap. Þó gaf hann sér tóm til Pess áuppvaxtarárunum, að stunda nám i •_vo vetur i alþýðuskólánum á Eiðum. Mun °ann eflausthafa haft mjög mikið gagn af Pessari skólaveru, þvi ég er ekki viss um að alltaf hafi gefistmikiðnæði til lærdóms á barnaskóla árum hans. En 1937 verða nokkur þáttaskil i' lífi Sfefáns, þá giftist hann Þórunni Einars- dóttur frá Flögu i Skriðdal og hófu þau Pegar að reisa nýbýlið Birkihlið í landi B°rgar, en sU staðfesta varð þó styttri en ®tlað var, þvi árið eftir flytja þau að ^'ögu og hafa bUið þar siðan , eða i44 ár á Pessu vori. ^egar Stefán var sestur að i Flögu kom 'jótt i ljós að hann var mikill bóndi þvi atrax var hafist handa við jarðabætur og öyggingarframkvæmdir og Flaga varð 0rátt eitt blómlegasta býlið i dalnum og e>nstök snyrtimennska i allri umgengni °8 búsýslu einkenndu staðinn. Enda er Sfefán verklaginn og vandvirkur að hverju sem hann gengur. Hann hefur a'ltaf fylgst vel með nýrri tækni og þróun J®vtÖi landbúnaðarins og verið fljótur að tileinka sér það sem best hefur komið öonum að gagni i bUskapnum, af þvi tagi. þegar svigrúm gafst hér til breyttra oúskaparhátta með stofnun mjólkursam- lags Kaupfélags Héraðsbúa var Stefán fljótur að átta sig á þvi hvað við átti i Flögu. Hóf hann þá þegar mjólkurfram- leiðslu og hefur jafnan verið i tölu hæstu mjólkur innleggjenda hjá samlaginu og bú hans verið eitt afurðarmesta bú i sveit- inni. Hann hefur þó ávallt verið með nokkurtfjárbú, enda notið aðstoðar sonar og tengdadóttur nU siðari árin. Það má segja um Stefán i" Flögu, að hann hafl ekki slitið skóm sinum eða kröftum utan sinnar sveitar, þvi aö undanskildum þessum tveimur vetrum á Eiöum hefur hann alltaf dvalið i henni og hér er þvi allt hans starf, og ég held að það sé óhætt að segja að hann hafi frá fyrstu tið verið einlægur og mikill Skriðdæl- ingur. Hann hefur ávallt verið áhuga- samur um öll framfaramál sveitarinnar og borið hag hennar fyrir brjósti og ekkert verið að kvarta yfir þvi, þó hann hafi oft verið með hæstu gjaldendum til sveitar- félagsins. Og hvert það starf sem honum hefur verið falið hefur hann leyst af hendi af mikilli samviskusemi og skyldurækni án þess að spyrja um laun að kveldi. Enda maðurinn greiðugur og nýtur þess að geta hjálpað náunganum. Ég veit að margir verða til að senda Stefáni hlýjar kveðjur á þessum tima- mótum i ævi hans, þvi' margt ungmenni hefur átt gott skjól og athvarf hjá þeim Flöguhjónum um lengri og skemmri tima á bernsku og unglingsárum sinum. Og við samferðamennirnir hér i sveit- inni hljótum að votta honum þakklæti okkar fyrir samfylgdina fram að þessu og óskum þessað mega njóta hennar enn um langahrið. Minnugir þess, að á meðan við eigum marga bændur á borð við Stefán i Flögu þá er engin þörf á að kvarta um framtiðina. Lifðu heill Stefán Jón Hrólfsson. Miðvikudaginn 7. april, verður nágranni minn, Stefán Bjarnason sjötugur. Við höfum verið nágrannar i meira en 40 ár og er mér ljUft og skylt að minnast okkar ágæta nágrennis, sem aldrei hefur fallið nokkur skuggi á. Voru þau Flöguhjón, Þórunn og Stefán, sam- hent i þvi. Eins og að likum lætur eru samskipti góðra nágranna mörg og marg- visleg. Hjálpsemi Stefáns og greiðasemi eru engin takmörk sett. Hann er völundur i höndum, bæði á tré og járn. Naut ég þess i rikum mæli, ef ég þurfti einhvers með. Hann var meö þeim fyrstu hér I hrepp, sem fékk sér dráttarvél með sláttuvél og sló fyrir mig margan blettinn. Hlaut það oft að lengja hans vinnudag að mun, en þetta fannst Stefáni alveg sjálfsagt. Flaga var talin fremur litil jörð, en er núorðin stórbýliá okkar mælikvarða. Þar er orðið eitt stærsta tún hreppsins, þar er stærsta fjósið, þaðan kemur mesta mjólk- in og þar er þrifnaður og snyrtimennska með þvi besta sem sést hér i sveit. Fyrir nokkrum árum, hófu búskap i Flögu, sonur Stefáns og tengdadóttir, ÁRNAÐ HEILLA

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.