Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1982, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1982, Blaðsíða 2
Bjarni Bjarnason Brekkubæ, Nesjum, Austur-Skaftafellssýslu Fæddur 10. mal 1897, Dáinn 12. mars 1982. Mér mun seint úr minni liða dagurinn 13. október 1981. Hann var heiðríkur — raunar i tvennum skílningi — Horna- fjörður skartaði sinu fegursta, en af miklu er aö taka i þeim efnum. Það er þó ein- ungis ramminn um atburðina, sem ég geymi og tel dýrmætar endurminningar. Ég kom akandi á Arnanesflugvöll i Nesjum. Það hafði verið umsamiö að þar hitti ég þá Bjarna Bjarnason i Brekkubæ og séra Gísla Kolbeins. Bjarni var að koma heim eftir spitalavist fyrst I Reykjavik og siðar i Stykkishólmi, heilsan ögn betri, en nú var þrekið greini- lega dvinandi. Ég ók að hlið flugvélarinnar. Þeir félagar voru tveir eftir i vélinni. Eftir að hafa heilsast þarna i hálfrökkrinu, sagði klerkur, ,,Hann Bjarni er svolitið stirður eftir ferðalagið, fæturnir vilja ekki alveg láta að stjórn. Ég held á gamla mannin- um hérna út úr vélinni og niður tröpp- urnar.” Gisli lyfti nú Bjarna upp i fang sér og framkvæmdi áform sitt. Þetta gekk allt vel, klerkur kraftamaður, Bjarni grannur og i léttara lagi. Mér var þessi atburður á móti mörgum miðlungsmessum. Þetta var hinn sanni kærleikur i framkvæmd. Þegar nú gamli maðurinn var sestur inni bilinn, ókum við móti norðri, upp með Laxá og við blasti fögur fjallasýn og jöklarnir glóðu i há- degissólinni. Bjarni skyggði hönd fyrir augu og yfir andlit hans færðist friðsælt hamingjubros hins þreytta ferðalangs, Sigurður og Maria, og hafa þau i vaxandi mæli tekið við erfiðustu verkum búsins. Stefáni og Þórunni færi ég minar bestu árnaðaróskir og þakkir fyrir allt og allt. Lifið heil. Zophanias Stefánsson Mýrum Þegarég i dag, sendi þér kveðju, Stefán bóndi, þá er það jú vissulega til að óska þér og ykkur hjdnum allra heilla, þá eins og oftar er mér efst i huga þakklæti til ykkar fyrir mig og min börn, okkar börn, get ég eins vel sagt, þannig hafið þið reynst þeim. Aðrir munu i dag rekja stórí þin i þágu sveitar þinnar, en ég mun senda þér þessa nótu, sem vottorð upp á okkar vináttu og 2 sem þó náöi til fyrirheitna landsins. Hann sagði þá það er ég geymi I huga sem dýran sjóð. „Alltaf er hann jafn fagur Hornafjörðurinn. Þessum degi mun ég aldrei gleyma þó ég skipti um tilverusvið. Ég þakka ykkur góðu drengir fyrir það sem þiö i dag hafiö fyrir mig gert.” Eftir þetta ræddi Bjarni ýmislegt og var full- komlega skýr i allri hugsun. Ég hitti hann ekki aftur með slika and- lega krafta, en heilsan var að daprast, þar til yfir lauk og Bjarni lést á Elli- og hjúkrunarheimili sýslunnar á Höfn þann undirskrifa hana til staðfestingar okkar órjúfandi vinaböndum. Ég vona ,Stefán að við eigum eftir á næstu sumrum, að ganga saman ein- hverja heiðina, hér á austurlandi. Förin okkar i sumar endist mér lengi. Það er gott að hafa traustan og fróöan leiðsögu- mann, þá gengið er á fjöll. Vissulega er það lika gott þá setið er heima i eldhúsi og tekið inefið eða farið með nýbakaða bögu. Ég tjái hug okkar hjónanna hér á Selás til ykkar i Flögu. m eð þe ssum fáu orðum: Lifið heil, viö gæfu-gengi Gleðin ykkur hressi lengi Svo þið geymið bros á brá. Magnús. 12. mars s.l., en þangað var för beint er við ókum frá flugvelli daginn góða. Ég rifja þetta upp vegna þess að ég hefði talið það til alvarlegri slysa, ef við hér heima hefðum ekki veitt Bjarna i Brekkubæ skjól i okkar húsum við lok ævikvölds. Sumir, raunar vel flestir, eiga svo djúpar rætur i jarðvegi sinna heim- kynna að þaö er þeim margföld raun að heyja lokastriðið fjarri átthögum, vinum og vandamönnum. Minnumst þessa, þegar unnið er að uppbyggingu dvalar- og hjúkrunarheimila aldraðra. Mun þá betur miða og færri úrtölur heyrast um kostnaðarmálin. Bjarni Bjarnason i Brekkubæ var ó- venjulegur maöur. Hann hafði svipmót höfðingjans, andlitið og raunar hið óvenjufagra höfuðlag minnti á yfirbragð visindamanns, meö skapandi gáfur. Hug- sjónir og æðri rök tilverunnar voru snar þáttur i öllu lifi Bjarna. Hann var og ótvi- rættskapandi listamaður, þess bera vitni tónverk hans, næmleiki i snertingu við orgelið, hæfni til að túlka og kenna, jafnt söng sem orgelleik. Ef Bjarni verður ekki talinn til islensks aðals, skil ég ekki merkingu þeirra orða. Hann var og sprottinn úr þeim jarðvegi sem liklegastur var til að skapa stór- menni, þ.e. uppvaxinn á islensku bænda- býli, þar sem kjörin voru kröpp, en elja, ráöduld og skynsamleg umræða, svo og bóklestur, voru snar þáttur i daglegu llfi. Fæddur var Bjarni á nýbýlinu Tanga úr landi Hruna á Brunasandi i Fljótshverfi, Vestur-Skaftafellssýslu. Foreldrar hans voru þarna frumbýlingar um fimm ára skeið. Þaðan liggur leið fjölskyldunnar að Kálfafelli I Suðursveit, Austur-Skafta- fellssýslu. Dvölin þar varð aðeins 2 ár, en þá flutt að Holtum á Mýrum i sömu sýslu og þar búiö i fimm ár. Nú er sveinninn ungi tæpra 12 vetra. Þá er flutt að Brekkubæ i Nesjum i Hornafiröi, þar sem Bjarni bjó alla tið siöan og unni óðali sinu einlæglega. Snemma féll heimilisfaðirinn frá og bjó Bjarni þá um alllangt skeið með móður sinni. Hann tekur siöan við búsfor- ráðum 1917 og stóð þá á tvítugu. Arið 1926 giftist Bjarni Ragnheiði Sigurjónsdóttur frá Fornustekkum i Nesjúm. Ragnheiður sem lést 22/12 ’79 á Elli- og hjúkrunar- heimilinu á Höfn, var hin glæsilegasta dugnaðarkona. Hana mat Bjarni mikils og likti lifsförunaut sinum við ljósgeisla lifs sins. Ragnheiður átti við mikla van- fslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.