Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1982, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1982, Blaðsíða 6
Jón Magnússon frá Ólafsvík Fæddur 20. maí 1892 Dáinn 7. mars 1982 Nýlátin er gamall maður, Jón Magnús- son £rd Ólafsvik. Hann lést þ. 7. mars sl. á Hrafnistu i Reykjavi'k, tæplega niræður að aldri. tltför hans fór fram i Reykjavik þ. 12. sama mánaðar. Siðastliðin ár hafði hann legið rúmfast- ur og má segja að heilsa og kraftar hafi með öllu verið þrotnir, aðeins eftir að slokkna að fullu á lifskveiknum. Saga þessa gamla manns — hver var hún? Að likindum var hún ekki frábrugöin sögu þeirra manna og kvenna, sem lifað hafa þetta tímabil í þessu landi, við erfið lifskjör og fátækt. Fárra kosta var völ annarra en að bjarga sér á einhvern hátt við aðfullnægja frumþörfum lifsins. Þrátt fyrir andsteymi og efnalega fátækt, átti Jón þó i uppvexti sinum það, sem bæði þá og nú er haldbesta lifsveganestið, ást og umhyggju foreldra sinna. Þau hétu Þór- unn Árnadóttir og Magnús Jóhannesson og voru góöar manneskjur, sem útdeildu örlát af sinu rikidæmi, hjartagæskunni. Um lífshlaup þeirra mætti margt segja, borða og dætur þeirra, tápmiklar og vel af guði gerðar, lágu heldur ekki á liði sinu eftir að þær komust á legg, og fóru að geta eitthvað. Vélaöld var ekki enn gengin i garð og kom sér þá vel að Kristján var heyskaparmaður mikill, einkum var á orði haft að hann væri framúrskarandi sláttumaður, jafnvel tveggja manna maki. En Margrét var ekki sfður afkasta- mikil að hverju sem hún gekk, enda var hún vinnuvikingur. Þegar Kristján ham- aðist sem mest viö heyskapinn gaf hann sér ekki tima til að fara heim i mat né kaffi og færði Margrét honum hvort tveggja á teiginn. Neytti hún þá oft þess dagráös að bera kaffikönnuna i blikkfötu með eldsglóð á botninum, þvi Kristjáni þótti betra að kaffið væri vel heitt. Hann sló með orfi fram undir nirætt. Um sláttinn gaf Kristján sér sjaldnast tima til þess aö fara i kaupstaö og fór þá Margrét riðandi I söðli til Dalvikur með reiðingshest 1 taumi og kom þá ekki heim aftur stundum fyrr en undir morgunn. Man ég eftir Margréti I þessum feröum, höfðinglegri konu I söðlinum. Ég held að hún hafi verið siðasta konan f Svarfaðar- dal sem reið i söðli. Kristján var skapmaður, en heill og hreinskiptinn, óáleitinn og bóngóður. Mér er i minni hve fagurt mál hann talaði eins 6 sem næsta ótrúlegt er á okkar tima. Þaö er á vissan hátt hetjusaga og er um leið enn eitt dæmið um reisn manneskjunnar I og reyndar margt eldra fólk i sveitinni. Gestkvæmt var um göngurnar á Klængshóli af mönnum sem gengu i Hol- ár- og Sveinsstaðaafrétt. Heimilisfólkið á Klængshóli gekk úr rúmi fyrir gesti þegar þar gisti tugur af gangnamönnum á haustin. Slik var gestrisnin. Kristján var einn af frumkvöðlum þess ásamt óskari á Kóngsstööum og Rögn- valdi á Dæli aö Skiðdælingar gerðu veg i dalnum, að mestu I sjálfboðavinnu. Var Kristján alla tið bókhaldari þess vegar. Kristján var af öllum sem hann þekktu, rómaður sem sérlegur atorku- og starfs- maöur með frábært likams- og sálarþrek. Hann hélt likamskröftum sinum litt skert- um langt fram eftir aldri, og andlegri reisn hélt hann i ágætu lagi allt til ævi- loka. Þess er svo að lokum aö geta, að hér um áriö kemur maður að vestan og er að leita að Kristjáni Halldórssyni. Og þetta er þá hálfbróðir hans. Hann finnur Kristján og bræöur hittast, annar 85, hinn 75 ára. Sá frá Vesturheimi kom siðan á hverju sumri að finna bróður sinn á íslandi, 10 ferðir alls þangað til hann dó. Margrét og Kristján voru jarðsett á Dalvik. Klængshólssystur báru sjálfar foreldra sina þar til grafar. Július J. Danfeisson. baráttunni við erfiðleika lifsins. Mér er litilsháttar kunn þessi saga, þarsem mér er málið skylt. Þessi hjón, þá öldruð, tóku i fóstur eiginmann minn, Þorleif Þórðar- son, nú látinn, eftir að hann mjög ungur hafði misst móður si'na. Astrikis þeirra naut hann I rikum mæli. Stoð og stytta þessara foreldra sinna var Jón frá fyrstu tið og voru bæði á heimili hans og konu hanstilþeirradauðadægurs. Jón kvæntist einstakri myndar- og sómakonu, Efin- borgu Jónsdóttur frá Elliðai Staðarsveit, sem lést árið 1972. Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp son hennar Jón Jónsson, búsettan hér i Reykjavik og Eggert Jóhannsson, systurson Jóns, bú- settan í Ólafsvik. Jón var orðlagður dugnaðar- og eljumaður, sistarfandi fram undir áttræðisaldur, að hann flutti frá æskustöðvum sinum vestra og hingað að Hrafnistu. Hann gegndi á yngri árum sjó- mennsku og um skeið búskap, en síðari ár ævinnar vann hann við fiskvinnslustörf i landi. Hjá Jóni mun hafa farið saman, sem oft er um dugnaðarfólk, mikið skap ogeinörð skaphöfn, sem ekkilét sinn hlut, ef á var hallað. Hann var greiðvikinn og hjálpsamur og sýndi það með rausn. A efri árum hans fannst mér rikast f fari hans umburðarlyndi, ásamt hlýju og trausti til Guðs og manna. Hann var þakklátur öllum sem einhver afskipti höfðu af honum, jafnvel þó lftið væri ann- að en vinsamlegt viðmót. Hann var þakk- látur fólkinu á Hrafnistu sem annaðist hann af mikilli alúð og elskusemi síðustu árin. Eins og hjá þeim sem auðnast þann- ig að móta sin lifsviðhorf, varð ellin hon- um mildari en ella, og samneyti við hann varð um leið öðrum ljúft. Við, sem þekktum Jón, gleðjumst yfir að hann hefur fengið kærkomna hvild eftir langan dag. Börn okkar hjóna og ég minn- umst með þakklæti kynnanna, góðvildar hans og hlýju, sem við þekktum svo vel- MegiGuðsblessun fylgja þessum gamla manni og öllu hans fólki, og minningunni um það. Kristjana Kristjánsdóttir íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.