Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1982, Síða 2
Björg Bjarnadóttir
frá Aðalbóli Heyðarfirði
Björg Bjamadóttir frá Aðalbóli Reyðarfirði
verður níutiu ára 20. júlí. Hún dvelur nú á
Elliheimilinu á Egilsstöðum. Hún er vel hress,
hefur alltaf fótavist og situr i stól frammi í
dagstofu. Þegar ég var að skrifa þessar línur, frétti
ég að hún hefði farið nýlega í heimsókn til barna
sinna á Reyðarfirði.
Björg er fædd í Víkurgerði i Fáskrúðsfirði 20.
júlí 1892, dóttir hjónanna Önnu Stefaniu
Björnsdóttur og Bjarna Björnssonar. Þau voru
fátæk og á hrakningi með jarðnæði eins og algengt
var i þá daga. Björg ólst upp hjá Guðmundi
Magnússyni, en hann var hálfbróðir Önnu
Stefaníu.
Árið 1919 fer Björg i Eiriksstaði á Jökuldal.
Þar kynnist hún mannsefni sínu Benedikt
Einarssyni frá Flögu á Skriðdal.
Benedikt var fæddur i Litla-Sandfelli 31. maí
1893. Foreldrar hans voru hjónin Hólmfríður
Jónsdóttir frá Hallbjarnarstöðum og Einar
Eyjólfsson frá Litla-Sandfelli. Aðeins fimm ára
gamall missir hann móður sína. Einar giftist aftur,
siðari kona hans var Sigríður Guðmundsdóttir frá
Arnkelsgerði. Þau Einar og Sigriður fiytja frá
Litla-Sandfelli að Flögu vorið 1904. Benedikt ólst
upp hjá föður sinum og stjúpu. Föður sinn missti
hann 1912.
Þau Björg og Benedikt gifta sig 1926 og eru það
ár á Eiriksstöðum, en ári siðar flytja þau að
Þorvaldsstöðum í Skriðdal. Ekki var dvöl þeirra
lengri þar en eitt ár, því vorið 1928 flytja þau til
Reyðarfjarðar þar sem þar bjuggu allan sinn
búskap. Þar byggðu þáu sér hús, en seldu það
aftur og keyptu húsið Aðalból, og voru þau kennd
við það.
Björg og Benedikt eignuðust þrjú böm, talin i
aldursröð: Unnur gift Guðjóni Jónssyni járnsmið,
búa í Reykjavík. Sverrir var giftur Sigríði
Jónsdóttur, þau slitu samvistum. Sverrir býr á
Aðalbóli. Ingólfur giftur Ólöfu Pálsdóttur þau
búa á Reyðarfirði. Öll eru systkinin vel gefin og
mannkosta fólk.
Heimili þeirra Bjargar og Benedikts var
sérstaklega snyrtilegt, það sást hvorki spýta eða
spotti á lóðinni kringum húsið og þegar inn var
komið var allt tandurhreint og hver hlutur á sínum
stað, börnin vel klædd og prúð. Til þeirra hjóna
var ég alltaf velkominn þegar ég var í
kaupstaðaferðum. Þómnn kona min og Benedikt
vom hálfsystkini. Gestrisin vom þau og höfðu
ánægju af að ræða við gesti sína yfir rausnarlegum
veitingum.
Benedikt lést 16. janúar 1972. Björg er stórlynd
og lætur skoðanir sinar ótvírætt í ljós hver sem í
hlut á. Hún er trygglynd og vinur vina sinna. Ég
og kona min þökkum þér Björg min margar
ógleymanlegar samvemstundir, og óskum þér til
hamingju með afmælið. Við biðjum góðan guð að
ævikvöld þitt verði þér milt og bjart.
Stefán Bjamason
Flögu
Guðmundur Sveinsson,
bóndi Geirólfsstöðum Skriðdal
Hinn 12. mars síðastliðinn varð Guðmundur
Sveinsson á Geirólfsstöðum sjötugur. Það hefur
dregist alltof lengi fyrir mér að senda honum
nokkrar linur af þvi tilefni. Ég var fjarverandi,
og gat ekki heimsótt hann á afmælisdaginn. En
sveitungarnir og vinir fjölmenntu til hans og áttu
með honum ánægjulega stund.
Guðmundur Sveinsson er fæddur i Sandvík við
Norðfjörð 12. mars 1912. Foreldrar hans voru
hjónin Oddný Halldórsdóttir frá Sandvíkurseli og
Sveinn Guðmundsson frá Drammi.
Guðmundur ólst upp hjá afa sinum og ömmu,
Halldóri Marteinssyni og Guðrúnu Jósepsdóttur í
Sandvík. Barnaskóla varð Guðmundur að sækja
til Neskaupstaðar. Önnur var vist ekki hans
skólaganga.
Guðmundur var bráðþroska og vandist ungur
öllum störfum bæði til sjós og lands í Sandvík.
Hann fluttist svo til Neskaupstaðar og stundaði
þaðan sjómennsku og önnur störf. Hann hefur
sagt mér að hann hafi verið á bát sem gerði út frá
Hrisey.
2
Árið 1936 ræðst Guðmundur kaupamaður að
Mýrum i Skriðdal. Þar kynnist hann konuefni
sfnu, Pálinu S. Stefánsdóttur á Mýrum. En hún
var dóttir Stefáns Þórarinssonar hreppstjóra. Þau
Guðmundur og Pálina ganga í hjónaband og hefja
búskap á hluta úr jörðinni Mýrum vorið 1937. Það
kom fljótt i ljós, að þessi ungu hjón voru engir
meðalmenn, enda stækkaði búið fljótt og hagur
þeirra óx. Ræktað land hafði Guðmundur heldur
lítið til að byrja með, varð þvi að treysta á
útheyskap. Guðmundur er góður fjármaður,
duglegur að nota beit og gaf síldarmjöl með henni
á þeim árum sem það var fáanlegt. Jók hann
ræktun einkum eftir að vélknúin tæki komu til
þess.
Vorið 1949 sem almennt er kallað harðavorið
hér austanlands, hætta Helgi Finnsson og Jónína
Benediktsdóttir búskap á Geirólfsstöðum. Semst
þá svo um með þeim Guðmundi og Helga að
Guðmundur kaupir Geirólfsstaði og flytur þangað
með fjölskyldu sina. Þótti vist sumum hér í mikið
ráðist, en Guðmundur vissi hvað hann var að
islendingaþættir