Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1982, Blaðsíða 6
Jón Eyþór Jónasson
frá Mel
f. 12/21893
d. 22/4 1982
Við drúpum höfði hljóð, í sál og minni
sjáum þína mynd, í hjarta og sál.
Þín minning yljar hlýtt frá eilifðinni,
yfir djúpsins kaldan, dimman ál.
Þú gladdir alla, á þínum ævivegi.
Óttalaus, við sjúkdóm glöð þin lund.
Hetjulega barðist dag frá degi.
Drottins náð þig gladdi á bænastund.
Þig gladdi bros og góðvild þinna vina
gleði og birta lýsti um þina brá.
Öllum vildir sannarlega sýna
sólaryl, er glæddi lífs vors þrá.
Nú ertu horfinn, Ijóssins vegu leitar,
lífsins hér, þitt runnið æviskeið.
Saman tengja hugi, bænir heitar.
Heiðríkjan mun vísa rétta leið.
Þitt hvilir duft i fósturjarðar foldu
friður yfir. Andinn leitar heim.
Hugur svifur yfir móður-moldu.
Minning fögur geislar, lífs um geim.
Bergþóra Pálsdóttir
frá Veturhúsum.
Horfinn ertu nú heimi frá
hvilir á drottins armi.
ég veit að englar þér vaka hjá.
Víst ertu fjarri harmi
Þér hvildar var þörf þvi kvalanna strið
mér kveikti oft tár á vanga
en birta fögur og brosin blið
birtust á öldungs vanga.
Þó hljóður værirðu hjarta þitt
hlýjaði hverju sinni
þú veist ei að bjarta brosið þitt
verður borið hér eystra í minni.
Margur héma oft minnist þin
mildan með bros á vörum
þessvegna les ég ljóðin min
frá lýðnum, er þú ert á förum.
Við fæmm þinum frænda lýð,
fyllstu samúðar kveðju
þin liðin er sjúkdóms langa tið
við leiðumst í einni keðju.
Þökkum samveru þina vel
og þöglu brosin þin hlýju
við hræðumst ei dauðans dimmu él
Það dagar, við hittumst að nýju.
Þar engar þrautir né angurs tár
yfir oss fá að ganga.
Lofsöngurinn um eilif ár
okkar hugi nær fanga
Nú þökkum við guði gengið líf
og gleði frá liðnum ámm
hann verði okkar vernd og hlif
á vegi og lífsins bámm.
Sofðu nú vinur, sætt og rótt
svefninum blíða og langa.
Meðan að líður myrkvuð nótt
er minnug þín æviganga.
Ég sygni beð þinn og syng þér ljóð
þú sýndir mér fagra heima.
Nú bænina mína ber fram hljóð.
Virstu börn hans,- og ástvini geyma.
Borgfjörð
Fáll Olafsson
frá Sörlastöðum
Fæddur 27. nóvember 1908 -
Dáinn 15. janúar 1982.
Á fyrstu áratugum aldarinnar bjuggu í 49 ár á
Sörlastöðum í Fnjóskadal hjónin Guðrún Ólafs-
dóttir og Ólafur Pálsson. Bústaður þeirra hjóna
var mikill rausnargarður og stóð skáli þeirra mjög
um þjóðbraut þvera, enda var þar all fjölfarin
ferðamannaleið fram undir miðja öldina. Dagleg
regla var mjög rikjandi um hverskonar störf, en
bókmenntir, fræðistörf og skáldskapur var
ríkjandi afl í hugarheimi fólksins - en góðvildin
og drengskapurinn er það aðalsmerki, sem hæst
ber í minningu minni um heimilið á Sörlastöðum.
Böm þeirra hjóna vom tvö - Páll, sem hér verður
minnst og Jómnn skáldkona frá Sörlastöðum,
þjóðkunn kona - skáld og rithöfundur.
6
Páll Ólafsson dvaldi mjög heima og vann við
bú foreldra sinna, en stundaði nám við
Laugaskóla tvo vetur á fyrstu árum þeirrar
menntastofnunar. Þar reyndist Páll mikill náms-
maður, ritfær I besta lagi - skáld gott, en einkenni
í fari hans var hin máttuga hlýja góðvild í hverju
máli og öllum til handa - verðugt einkenni hans
æskuheimilis. Heima á Sörlastöðum, á þessan
víðáttumiklu, gróðurríku en ægifögm inndalajörð
stóð megin starfsdagur Páls Ólafssonar. Á þein1
árum vom fábreytt handverkfæri einkum notuð
við hin daglegu störf, véladynur nútímans söng
ekki I eyrum þeirra Sörlastaðafeðga, en ljóðadís
islenskrar tungu lék þeim mjög i huga.
Árið 1940 giftist Páll Ólafsson heitmey sinni,
Huldu Guðnadóttur frá Hálsi. Hún var kona
mikillar gerðar, enda varð dvöl hennar á
Sörlastöðum örlagarik islenskri þjóðmenningu-
Synir þeirra eru Hjörtur dagskrárstjóri Ríkisút-
íslendingaþaettir