Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1982, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1982, Blaðsíða 4
Freyja Olafsdóttir frá Tyrfingsstöðum Fædd 4. aprfl 1899. Dáin 20. júní 1982. I>á ert þú nú lögð af stað fóstursystir mín góð i leitina að betri heimi, sem góðu heilli ávallt hefur verið trúað að væri á visum stað, en í óskilgreindri fjarlægð. Reyndar hefur mér jafnan fundist þessi heimur fagur og full góður handa mér, og svo er enn. Að sjálfsögðu kemur þó að því, að ég bregð undir Jón Björnsson Framhald af bls. 3 er Margrét Garðarsdóttir eiga 1 dóttur, Einar býr á ísafirði kvæntur Soffíu Berg- mannsdóttur,þau eiga 4. börn, Ásmundur dó 1972, Ólöf býr á ísafirði, gift Baldri og Gisli búa nú með móður sinni i Hattardal, Guðbjörg býr i Súðavík með Sveini H. Sörensen, Sigriður býr í Hnifsdal gift Einari Indriðasyni, Halldóra og Ingibjörg Rúna eru í foreldrahúsum en eru til náms og starfa hér í nágrenninu. Jón hafði sem bóndi margt til bús að bera, vandist ræktun túna, bygginga og góðri fóðrun búfjár í uppvextinum, og sýndist mér þar koma fram sterk uppeldisáhrif. En þó Jón kynni vel við bústörf framanaf voru honum smíðar hugleiknastar og hafði glöggt smiðs auga, enda smiður góður og vandvirkur. Þegar synir Jóns voru vel liðtækir orðnir við bústörfin fór Jón að gefa sig meir að smíðunum. Var hann lengi vel við þær hér vestra, en seinni árin í Reykjavík. Nú þegar þetta æfiskeið er á enda runnið hrannast minningarnar fram i hugann, um glaðværa æsku á mannmörgu heimili og nágrannabörnin sem komu svo oft á kveldin til útileikja. Jón var alltaf prúður og -friðsamur sem ungmenni en hnyttinn í svörum. Ég vil að endingu þakka öll þau góðu kynni og bið honum Guðs blessunar í hinum óþekkta heimi. Við hjónin færum eftirlifandi konu hans, börnum og fjölskyldum þeirra, samúð okkar og óskum þeim innilega gæfu og gengis I lífinu. Fagrahvammi 1. maí 1982 Hjörtur Sturlaugsson. 4 mig betri fótunum sem aðrir, og er gott til að hugsa eins og annarrar jákvæðrar þróunar, sem mannleg von stendur til. Freyja Ólafsdóttir var fædd að Þverá i Öxnadal 4. aprfl 1899. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Guðmundsdóttir og Ólafur Jóhannsson albróðir föður míns. Ólafur var orðlagt karlmenni að burðum og almennt kallaður Stóri-Ólafur. Alla tfð voru þau hjón fátæk, enda börnin nokkuð mörg. Ólafur lést hjá bróður sinum á Efri-Rauða- læk 3. júní 1902 en var þó heimilisfastur að Syðri-Bægisá. Banamein hans var lungnabólga. Þetta sama ár fer Freyja litla i fóstur til foreldra minna, þá þriggja ára að aldri. Og i kjöltu móður minnar sat hún, þegar flutt var að Egilsá árið 1905. Þannig urðum við snemma samferða, því móðir mín bar mig þá undir belti, líklega nokkurskonar frosk á því aldursskeiði. Hjá foreldrum minum dvaldi Freyja síðan alla stund, þar til á vorið 1928, að hún réðst til Jóhanns Eiríkssonar bónda að Tyrfingsstöðum á Kjálka og tók þar við búsforráðum. Ekki gengu þau Jóhann þó i hjónaband fýrr en all mörgum árum síðar. Þetta reyndist þeim báðum hið mesta gæfuspor, og á Tyrfingsstöðum bjuggu þau siðan allan sinn búskap. Þar fæddist þeirra eina barn, dóttirin Kristín Friðfinna, sem að sjálfsögðu varð sólargeisli heimilisins og augasteinn foreldranna, enda efnileg stúlka. Aldrei voru auðæfi á Tyrfingsstöðum, ekki heldur fátækt. Allir höfðu sinn „deilda verð“, sem sjálf Ritningin telur manneskjunni ekki einungis nóg heldur og hollast. Búið var að heimafengnu svo sem kostur var, og allir undu glaðir við sitt, eftir því sem séð varð. Bæði voru þau hjón starfsöm og ráðdeildarsöm í alla staði, og þrifnaður bæði úti og inni var með þeim ágætum, að vart varð á betra kosið. Ekki voru þó salarkynni við né háreist, því alla stund var búið í torfbæ, að vísu endurbyggðum að hluta á síðari árum. Allur var þessi bær hreinlegur, hver fjalarspækja hvítskúruð svo sem kostur var og gólf sópuð dag hvern, þar sem þvotti varð ekki við komið. Gestrisin voru þau hjón bæði og þóti jafnvel miður, ef farið var hjá garði, enda ákaflega vinsæl af nágrönnum og öllum sem til þekktu. Aldrei bar Freyja tilfinningar sínar á torg, og þegar fjölskyldan fluttist til Sauðárkróks árið 1969 og jörðin fór í eyði, sjálfsagt aðeins um stundarsakir, ræddi hún lítið um söknuð sinn eftir góða bújörð heldur hitt, að nú gæti enginn vegfari h vílst og notið hressingar á Tyrfingsstöðum. í þá átt féll ræða hennar, og þetta þótti henni sárast. Á þetta heimili varlíka jafnan gott að koma, glaðværð, hlýtt viðmót og veitingar svo sem best varð á kosið. Faðir bónda, Eiríkur Gíslason, -talaði um sterka menn og sagði kímnisögur, enda nokkuð greindur karl, fullur af „húmor“ og hafði frásagnarhæfileika. Á þessum bæ áttu utangarðs- menn og vesalingar ævinlega öruggt hæli og urðu heimilisvinir. Enda dvaldi þar jafnan eitthvað af þesskonar fólki og undi hag sínum vel. Freyja Ólafsdóttir var fremur frið stúlka með hreint svipmót. Hún var söngelsk og hafði eyra fyrir tónlist, félagslynd að eðlisfari. Ung að árum eignaðist hún litla, einfalda harmóniku. Annað hljóðfæri átti hún aldrei, því miður. Hún var mikill dýravinur og allar skepnur hændust að henni og áttu við gott að búa frá hennar hendi, enda rækti hún húsmóðurskyldur sínar á breiðu sviði sem sveitakona. Hún var gædd nokkurn ófreskigáfu, sem hún fór þó fremur dult með. Ekki verður því neitað að Freyja var skapkona svo sem hún átti kyn til en ákaflega sáttfús. Ekki verður hér frekar rakinn æviferill þessarar konu, enda aldrei ætlunin. Minningamar eru sá sjóður, sem aldrei brennur i verðbólgu né gengisfelling nær til. Þakklætið er mér efst I Kuga - þakklætið fyrir systurlegt þel, sem þú ávallt sýndir mér óverðugum og mínu fólki, fóstursystir mín góð. Að lokum sendi ég og fjölskylda mín öllum ástvinum hinnar látnu innilegar samúðarkveðjur ásamt blessunaróskum. Á þessum vordögum, nokkuð góðum að ýmsu leyti, laumast vísuorð þjóðskáldsins stundum > hugann: „Margt er það, og margt er það, sem minningamar vekur. Þær era það eina, sem enginn frá mér tekur.“ Guðmundur L. Friðfinnsson. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.