Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1982, Page 5
Eiríkur
Skúfslæk
f. 22. 12. 1931
d. 1. 11. 1982
Á þeim velmegunartímum sem íslenska þjóðin
kýr nú við getur hver íslendingur gert sér vonir
UlT> að lifa til hárrar elli, því tðlfræðilegar
athuganir hafa sýnt að hvergi í heiminum er
^eðalaldur fólks hærri. En það er eitt hvað
tolfræðin segir að við getum vænst og annað hvaða
hlutskipti forlögin hafa ætlað okkur. Sjúkdómar
°g slys gera ekki boð á undan sér og setja iðulega
strik í þann reikning sem að öðrum kosti sýndi
er|n hærra meðaltal. Ótímabær dauði fólks sem
enn er í blóma lífsins og gæti átt mörgu ólokið á
sinni starfsævi er jafnan harmsefni allri þjóðinni.
hess vegna leggjum við svo mikið kapp á að reyna
fyrirbyggja sjúkdóma sem ógna lífi fólks,
fekka slysum og lækna þá sem sjúkir eru. Og
ntiklu höfum við áorkað þótt enn sé mikið óunnið.
Aðeins tveimur sólarhringum eftir að þjóðin
hefði tekið á saman og gefið rausnarlega til nýrrar
ieitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands, um síð-
Ustu helgi, lést sveitungi okkar og vinur, Eiríkur
h'fagnússon, bóndi á Skúfslæk, Villingaholts-
hrePpi, úr þeim erfiða sjúkdómi, krabbameini,
aðeins fimmtugur að aldri.
Sjúkdómssaga Eiríks er ekki löng. Nú, aðeins
um ári eftir að hann kennir fyrst sjúkdómsins, er
hann allur. Eftir að hann hafði gengist undir erfiða
shurðaðgerð á liðnu vori duldist engum sem hann
Þekktu hver alvara væri á ferðum, þótt í lengstu
’ö8 væri haldið í vonina um að hann fengi aftur
bata.
Okkur er sagt að ein besta hjálpin í baráttu við
j'lv'ga sjúkdóma, séu bjartsýni, von og trú. En
Par er hægara um að tala en í að komast, enda
,uga þau meðul sjaldnast ein sér, þótt miklu skipti
hl að gera mönnum erfiðar raunir léttbærari. En
Þessu til viðbótar hafði Eiríkur á að skipa öflugum
andamanni í baráttunni við sjúkdóminn, sem er
e'g>nkona hans, Ásta Ólafsdóttir frá Syðri-Mörk
"ndir Eyjafjöllum. Og sá mikli styrkur sem hún
"e>«> manni sínum í erfiðri sjúkdómsbaráttu er
"gætur og ómetanlegur.
Pau Eiríkur og Ásta hafa átt saman tuttugu ár
' jónabandi og búið rausnarbúi á Skúfslækþann
"na. Heimili þeirra er annálað myndarheimili
Sem best hefur sést á því að til þeirra hefur tíðum
er>ð leitað þegar á hefur legið að koma barni í
l?,stur til lengri eða skemmri tíma. Og þau hafa
'ka jafnan haft pláss fyrir fleiri börn en sín eigin
'' húsrými væri ckki nema í meðallagi.
“örn þeirra Eiríks og Ástu eru fjögur talsins,
lr mannvænlegir piltar og ein efnileg lítil stúlka.
ynirnir eru: Magnús, 18 ára, Árni, 16 ára, og
Hah'14 ára'a,lir 1 skóla a Selfossi' Sýstir Þeirra’
a> er aðeins fimm ára gömul.
so 'rikur Magnússon fæddist 22. desember 1931,
nur hjónanna Ingibjargar Gísladóttir (d. 1973)
sle«dingaþættir
Magnússon
og Magnúsar Eiríkssonar, bónda á Skúfslæk.
Eiríkur var þriðji í röðinni af fimm systkinum;
eldri en hann eru Sigríður, húsmóðir í Reykjavík,
og Skúli. járnsmiður á Selfossi, elstur þeirra
systkina. Yngri eru Halla, húsmóðir í Syðri-Gróf,
og Grétar, vinnuvélstjóri á Selfossi.
Eiríkur tók við búi af föður sínum fyrir tæpum
tuttugu árum, og hefur stundað þar búskap óslitið
síðan, en áður hafði hann fengist við sitt af hverju,
m.a. unnið við viðgerðartörf. Eiríkur var laginn
smiður og hagur bæði á tré og járn, og kom það
sér oft vel í búskapnum, sem og reynsla hans af
vélum og vélaviðgerð. Búskaðurinn stóð traustum
fótum hjá Eiríki og lýsti bæði dugnaði og
útsjónarsemi í hvívetna, auk þess sem heimilið
lýsti af þeirri öryggiskennd sem skaphöfn hans
mótaði, en hann átti í ríkum mæli þá þrjá
eiginlcika sem eftirsóknarverðir mega teljast
hverjum manni: góðvild, reglusemi og skapfestu.
Kynni okkar Eiríks hófust fyrir fimm árum
þegar við hjónin réðum okkur til kennslustarfa
hér í sveit. Hann var formaður skólanefndar og
hreppsnefndarmaður, allt þar til í sumar að hann
baðst undan endurkjöri vegna veikinda sinna. Pað
var mikil gæfa fyrir okkur að Eiríkur skyldi gegna
þessu starfi á þeim tíma sem við réðum okkur að
skólanum og þá ekki síður fyrir börnin í sveitinni.
Eiríkur og þau sem með honum störfuðu í
skólanefnd sýndu starfi skólans mjög mikinn
áhuga og vildi að hann hefði öll skilyrði til að
veita menntun sem jafnaðist á við það sem best
þekktist í þéttbýli. En sins og allir vita er víða
talsverður aðstöðumunur að þessu leyti.
Breytingar á námsefni og kennsluháttum, sam-
fara breytingum á skólakerfinu, hafa leitt til þess
að margir grunnskólar í fámennum sveitum hafa
dregist mjög aftur út, og hjafa ekki haft sama
kennsluefni á boðstólum og skólar í þéttbýli eða
haft ráð á að búa sig út með dýr kennslutæki. Það
skiptir því miklu að skólanefndir sýni þessum
málum skilning og taki fljótt við sér þegar slíkar
breytingar ganga yfir.
Fyrsta haustið sem við störfuðum hér var t.d.
keyptur nýr myndvarpi fyrir skólann, tæki sem
þykir sjálfsagt í öllum nútímaskólum, en kostar
drjúgan skilding. Ég spurði Eirík hvort honum
þætti þetta ekki dýrt tæki. Hann svaraði því til að
það færi eftir því hvernig á það væri litið. Sjálfum
þætti honum það alls ekki dýrt: „Þetta kostar
sömu upphæð og ég fer með í mjöl handa kúnum
á einni viku.“
Þannig var Eiríkur. Raunsær, jákvæður og
gamansamur ef því var að skipta. Það er mikill
missir að slíkum mönnum. Hér væri vissulega
ástæða til að segja fleira af starfi Eiríks að
félagsmálum, en rúmsins vegna verður það ekki
gert nú. Þó langar mig að geta þess að áður en
sjónvarpið barst út í sveitir landsins var víða mikil
leiklistarstarfsemi, og var svo einnig í Flóanum.
Þar þótti Eiríkur heldur en ekki liðtækur á sviði
og minnast margir sveitungar okkar þess enn og
brosa í kampinn þegar þeir sjá hann fyrir sér í
Ævintýri á gönguför. Þar kom sumsé í ljós að
þessi alvarlegi maður gat brugðið ærlega á leik ef
því var að skipta. Þann leik vildi ég gjarnan hafa
séð.
Nú þegar Eiríkur er genginn er hugur okkar
hjónanna fullur þakklætis fyrir það hvernig hann
reyndist okkur alla tíð, bæði í stafi okkar og
persónulegum kynnum. Astu og börnunum og
Magnúsi afa þeirra á Skúfslæk sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Rúnar Ármann Arthursson