Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1982, Síða 6

Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1982, Síða 6
Sólveig Pétursdóttir Sandholt Faedd 9. júlí 1900 Dáin 12. nóvember 1982 Dálítið brá mér, gömlum, fausknum, þegar mér var sagt lát Sólveigar Pétursdóttur Sandholt, þótt langt væri síðan fundum okkar hafði borið saman og kynni farin að fyrnast. Og þó. Við höfðum löngum vitað hvert af öðru frá æskuárum okkar beggja heima í Skáleyjum. Pví var það, þegar síminn minn hringdi einhvem tíma á síðast liðnu ári og sagt var: — Beggi minn! Manstu! Manstu! Þá þurfti ég ekki frekari kynningu á þeim sem talaði. Manstu þegar við vorum að leita Norðurlöndin beima, og ég þorði ekki að vaða grunnan leirvog eða stikla nokkra straumsytru, hvað þú tókst mig oft á bakið og barst mig yfir ófæruna!! Ég var þá fávís, fislétt kaupstaðastelpa, sem hvorki kunni að taka dún úr hreiðri eða skyggna egg. Vissi ekkert um lögmál eyjanna. Nýlega komin frá Vífilsstöðum með kærastanum mínum, honum Andrési frænda þínum. Við máttum hvorugt við miklu. En þú varst stór og sterkur strákur, sem ekki hafðir kennt þér nokkurs meins, og líklega hefur þig ekki munað mikið um að taka mig á herðarnar stuttan spöl. En það var nú sama. Þér bar engin skylda til að hafa þennan fávísa stelpuhnoðra með þér í leitirnar og verja hann vætu og vosi. Öll undur eyjanna voru mér svo framandi, og ég hræddist svo margt sem enginn þurfti að hræðast, jafnvel kollurnar á hreiðrunum. Pær gátu orðið svo ansi grimmar, svo ég nú ekki tali um kjóaskömmina og kópana í netunum, sem þið strákarnir og hún Rósa vinkona mín voruð svo iðnir við að drepa, og þú sagðir til að stríða mér, að væru frændur mínir sem ég ætti að læra að éta, svo ég yrði sterkari. Það væri skömm að því hvað ég væri grútmáttlaus, huglaus og horuð. Þessu baun- aðirðu á mig. Þú gast verið svo skrambi stríðinn og stirður. Þó varð ég aldrei reið við þig. Það var svo misjafnt hvemig talað er til manns þó ekki sé það allt hól. Ég sparkaði í rassinn á þér, þegar þú lést þessa dælu ganga á mér, þegar ég hékk á bakinu á þér í fjörunni. Og hann Andrés minn vildi helst að þú værir á bát með okkur, ef við fórum eitthvað á sjó. — Svona gæti ég haldið lengi áfram, ef einhver vildi hlusta á mig. Veru minni í Eyjunum get ég aldrei gleymt, þótt flest annað sé nú horfið blindu augunum mínum. Fólkið var svo gott við mig. Berðu henni Jónínu Hermanns- dóttur kveðju frá mér, ef hún lifir mig. Já, það var svo yndislegt að vera í Skáleyjum hjá henni Maríu Gísladóttur tengdamóður minni og börnunum hennar, og sitja allar veislurnar sem hún mamma þín hélt okkur Andrési. — 6 — Þetta var í fornöld, Sólveig mín, sagði ég. Og hún sleit samtalinu. — Víst man ég vel komu Sólveigar Pétursdótt- ur í Skáleyjar, þessarar léttfæru, glaðværu, Ijóshærðu vel gefnu stúlku, sem öllum geðjaðist svo einstaklega vel að. — En sitt er hvað gæfa eða gerfileiki. — Skájeyjaárin urðu ekki ýkja mörg. Og þau liðu fljótt. Þau Andrés og Sólveig gengu í hjónaband og eignuðust tvo fallega drengi. Annar dó í frumbernsku . Hinn lifir enn. Sjómaður hér í Reykjavík. — Mér er ekki grunlaust um, að ungu hjónin hafi haft hug á búskap í Skáleyjum. En fljótlega mun hafa komið í ljós, að heilsa þeirra leyfði ekki það vos og umstang sem jafnan fylgir eyjabúskap. Þá var brugðið á það ráð, að bregða sér bæjarleið! — að fara til frændfólks Andrésar í Ameríku. Hugðist hann meðal annars leita sér þar bót á meini sínu, er hann hafði hýst mjög ungur. En lítinn árangur mun sú ferð hafa borið, og komu þau hjón heim aftur eftir fá ár, reynslunni ríkari en jafn fátæk af góðri heilsu óg áður. Nokkru seinna kom þeim hjónum saman um að slíta sambúðinni. Og Skáleyjaverunni var lokið. Svo liðu mörg ár, mér lítt kunn. Einhvern tíma á því tímaskeiði giftist Sólveig aftur, Gunnari Hallgrímssyni Sandholti, listrænum hæfileika- manni. Heimili þeirra stóð fyrst á ísafirði, en seinna hér í Reykjavík og nágrenni. Þau hjón eignuðust eina dóttur, sem er kennari í Reykjavík. Gunnar er dáinn fyrir allmörgum árum. Og tíminn þokaðist áfram að sinni venju. Heilsu Sólveigar, sem aldrei hafði verið sterk, henni hrakaði ört með aldrinum, og hún varð fynr ýmsum áföllum. Sjónin var á förum og hún varð fyrir því slysi að lærbrotna, og mun lítt hafa stigið í fæturna eftir það. Síðustu árin urðu henni þvl erfið. Og nú er mál að mínu fjasi linni. Enginn má líta á það sem ævisögu. Heldur fátæklegt minningaslitur frá löngu liðum dögum. Kveðju frá gömlum Skáleying sem á um hana svo ljúfar og geðfelldar minningar. Vertu blessuð og sæl gamla vinkona. Bergsveinn Skúlason. Peir sem skrifa minningar- eða afmælis- greinar í íslendinga þætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum islendingaþ*tíir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.