Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1982, Page 8

Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1982, Page 8
Kristjana Bjarnadóttir frá Stakkhamri Fimmtudagsmorguninn 25. nóvember s.l. lést að heimili sínu Skólastíg 26 í Stykkishólmi Kristjana Bjarnadóttir, fyrrverandi húsfreyja á Stakkhamri. Kristjana fæddist 10. nóvember 1908 í Njarð- víkum. Foreldrar hennar voru Magndís Ben- ediktsdóttur ættuð úr Strandasýslu og Bjarni ívarsson ættaður af Suðurnesjum sem bjuggu þá í Njarðvíkunum, þar sem Bjarni stundaði sjó. En fljótlega fluttu foreldrar hennar vestur í Mikl- aholtshrepp, að Laxárbakka, eða árið 1911, og bjuggu þau þar í sex ár. Paðan fluttu þau að Miklaholtsseli og bjuggu þar til ársins 1930 að þau létu af búskap og fluttu suður til Reykjavíkur. Kristjana ólst upp með foreldrum sínum og hópi systkina við heldur kröpp kjör eins og títt var á þeim árum. En hún var tápmikil, leikandi léttlynd og dugleg, þó hún væri smá vexti. Hún fékk sína barnafræðslu í farskóla Mikl- aholtshrepps og var kennari hennar Jóhann Hjörleifsson, á Hofsstöðum, síðar þingritari og vegaverkstjóri um mörg ár. Litla aðra menntun hlaut Kristjana í æsku. Þó var hún nemandi á húsmæðranámskeiði, sem haldið var í Skógarnesi haustið 1925 að tilhlutan búnaðarsambandsins. Þar kenndi sú vel menntaða og mæta kona, Sigurborg Kristjánsdóttir, síðar stofnandi og skólastjóri kvennaskólans á Staðar- felli, nokkrum konum heimilisfræði um tíma. Kristjana var yngsti nemandinn og naut þess samt vel að vera á námskeiðinu og ræddi oft um þau miklu áhrif sem þetta námskeið hafði haft á nemendurna og langt út fyrir þann litla hóp. Nemendurnir lærðu margt. Fjölbreytni í matar- gerð, og t.d. kökubakstri, kynntust þar ýmsum nýungum, sem áður voru óþekktar og „komust á sporið" h'ka við klæðagerð, útsaum o.fl. Síðar bætti Kristjana miklu við þetta nám sitt í skóla ltfsins, sem var henni í ýmsu strangur en hún skilaði verkefnum sínum þar með miklum ágætum oft við erfiðar aðstæður. Hún var fyrirmyndarhúsmóðir á fjölmennu og gestkvæmu heimili. Haustið 1930 giftist hún, bróður mínum, Alexander Guðbjartssyni á Hjarðarfelli. Vorið 1931 hófu þau búskap á einum þriðja hluta jarðarinnar á móti föður okkar. Þau fengu íbúð í rishæð gamla timburhússins, sem reist var 1926 og voru það fjögur lítil herbergi undir súð sem þau fengu til afnota og var einu þeirra breytt í eldhús. Engin þægindi, hvorki vatn né frárennsli var þar á ioftinu. Baða þurfti börnin í bala bera allt vatn upp stiga og skolpið niður. Eldiviður var mór, sem þurfti að bera upp stigann. Það þurfti því mikinn kjark til að hefja búskap við þessi skilyrði og þröngan efnahag. Þetta ár sótti kreppan hart að landbúnaðinum og árin sem á eftir komu voru afar erfið ár. Það var því, „ekki bjart I álinn“ fyrir ungu hjónin í byrjun búskaparins við þessi frumstæðu skilvrði. Eneir 8 fjármunir voru til eða fáanlegir til að bæta aðstöðuná. Alexander var búfræðingur frá Hvanneyri í tíð Halldórs Vilhjálmssonar. Hann var bjartsýnn, hraustur og duglegur og þau voru því samtaka ungu hjónin um að láta hendur standa fram úr ermum og leggja sig fram um úrbætur. Alexander varð barnakennari veturinn 1931- 1932 og aftur 1933-1935 og enn 1951-1965 og kenndi í hreppnum alls 17 vetur - stundum í Eyjahreppi líka og þá tvo mánuði þar á móti fjórum mánuðum í Miklaholtshreppi hvern vetur. Auk þess sem hann var kennari var hann einnig mikið frá heimili vegna margháttaðra félagsstarfa t.d. I Kaupfélagi Stykkishólms, sem stjórnarmað- ur og formaður um alllangt skeið og svo einnig sem hreppsnefndarmaður og oddviti sveitarinnar í mörg ár, fulltrúi á búnaðarsambandsfundum fjölda ára og áhugamaður í æskulýðsmálum, kirkjulegum málefnum og enn fleira, sem of langt væri upp að telja. Hann var þvt' oft í burtu frá heimilinu og varð Kristjana því að taka á sig að vera bæði húsbóndinn og húsfreyjan á meðan. í litlu íbúðinni á loftinu í „gamla húsinu“ fæddust þeim hjónum fjögur börn og þrengdist þá mikið um fjölskylduna. Þá fóru í hönd tímar nýbýlamyndunar þegar kreppunni var að létta. Þau hjónin tóku ákvörðun um að stofna nýbýli og fengu það samþykkt af nýbýlastjórn og var formlega frá því gengið árið 1936 og þá var strax byggt nýtt lítið íbúðarhús á nýbýlinu, sem kallað var Hvammur. Húsið var byggt uppi undir brekkunni ofanvert í túninu, neðan við Ieikvöll Hjarðarfellsbarna frá ómunatíð „kastinu", við skjólsæla brekku. Vorið 1937 flutti fjölskyldan í nýja húsið. Pa® var mjög lítið en vandað að gerð. Þar bjuggu þaU þröngt næstu sjö árin. Þar bættust tvær dætur i barnahópinn, sem þá þegar var orðinn stór. Á þessum Hvammsárum vænkaðist hagur þeirra nokkuð þrátt fyrir ómegðina. Bústofn jókst og afkoman varð betri. Oft voru aðkomuunglingar til hjálpar við bústörfin og oft kom Bjargey> móðursystir Kristjönu henni til hjálpar, einkurn er hún ól börnin og á meðan þau voru fyrirhafnarmest. Vorið 1944 urðu svo þáttaskil í lífi þeirra hjóna. er þau keyptu jörðina Stakkhamar og fluttu þangað. Þá rýmkaðist um þau - ný tækifæri sköpuðust í búskapnum með ræktunar og vélaöld þeirri er þá gekk í garð og íbúðarhúsrými varð sæmilegL Stakkhamrar hefur marga kosti til búskapar> þó jörðin hafi líka mikla ókosti. Henni fylg,r íaxveiði og reki og mikið og gott haglendi t Stakkhamranesi. Mjög gott er fyrir kýr á sumnn og hross allt árið. Sauðfjárbeit var talin afar góö í Glámsflóa, en hættur voru þar miklar fyrir feð en nesið aftur á móti of þurrt (vatnslaust) að sumarlagi. Breyta þurfti því nokkru búskaparhátt- um frá þvf, sem verið hafði á Hjarðarfelli. Jörðin var vinnufrek, ef nýta átti kosti hennar og verjast tjóni af ágöllum hennar. Nú voru elstu börnin að vaxa upp og voru komin til hjálpar og enn bættust þrjú börn * hópinn svo hann varð stór - alls níu. Á Stakkhamri bjuggu þau í 24 ár og blómgaðist búskapurinn þá mjög vel og nutu hjónin Þar ómældrar aðstoðar sinna mörgu og dugmiklu barna. Þar var marga vetur barnaskóli sveitarinnar og margháttuð og mikil umsvif í verklegum efnum við uppbyggingu á jörðinni og líka mim0 félagsmálastarf unnið. Kristjana naut þar sinna góðu gáfna, glar)a lundarfars og þess að hún var forkur duglegur' Hennar ævistarf varð því mjög mikið, að ala ntu börn og koma þeim öllum til góðs þroska, ao standa fyrir stóru gestkvæmu heimili með mikiH1 sæmd og taka með bónda sínum þátt í fjölþ*ttu félagslífi, auk þess, sem hún sjálfj vann mikið i kvenfélagi sveitarinnar alla tíð. Alexander féll snögglega frá vorið 1968 og >el þá skuggi á líf Kristjönu og naut hún sín aldrei til fulls eftir það. Kristjana hætti þá fljótlega búrekstri og flutt,' árið 1969 til Stykkishólms, keypti þar íbúð og bi° þar til dauðadags, þó oft dveldi hún tíma og tíma á víxl hjá börnum sínum. Kristjana var gæfumanneskja. Hún var vel a guði gerð, eignaðist góðan mann, sem reyndis| henni farsætt iífsförunautur. Aldrei féll skuggi/1 íslendingaþaettif

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.