Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1982, Page 14

Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1982, Page 14
Ingunn Hildur U nns teinsdóttir F. 14.10 1967 d. 5.11 1982 Á dimmum nóvembermorgni berst okkur harmafregn. - Hún Inga er dáin. Ingunn Hildur Unnsteinsdóttir var einkabarn hjónanna Lilju Kristensen og Unnsteins Jóhanns- sonar. Hún var aðeins 15 ára gömul og hverfur því héðan í æskublóma lífsins. Við höfum á undanförnum árum fylgst með hvernig Inga þroskaðist úr indælu barni í góðan og geðþekkan ungling. Hvern hefði órað fyrir að þroskaskeið hennar og lífsferill endaði svo snöggt? í slíkum tilfellum verður tilgangur lífsins óskiljanlegur og huggunarorð fátækleg. Börnin hér í húsinu sakna Ingu sárt. Hún var þeirra elst og hafði af hjálpfýsi sinni gætt þeirra meira og minna. Þau trúa og vita að henni líður vel þar sem hún er núna. Elskju Lilja og Unnsteinn. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og viljum gera orð skáldsins í Ijóðinu hér á eftir okkar: Ég vildi ég gœti andað yl inn í þig, vinur minn. Ég vildi ég gæti klappað og kysst kjark í svipinn þinn. Ég vildi ég gœti sungið sól í sœrða hjartað þitt, sem að gœti gefið þér gííðdómsaflið sitt. Ég vildi ég gœti vakið upp vonir í þinni sál, og látið óma, enn á ný, allt þitt hjartans mál. Ég vildi ég gœti gert þig barn, sem gréti brot sin lágt, og vaggað þér í vœran svefn, - ég veit, hvað þú átt bágt. Á meðan gæti ég sagt þér sögu, - en sagan er á þá leið, að til er sá guð, sem gleymir engum, en gœtir vor best I neyð. (Jóh. úr Kötlt‘m' Guð gefi ykkur styrk Fyrrverandi og núverandi íbúar Dalseli á dætur sínar og vinkonur þeirra eitthvað fallegt, og í seinni tíð á barnabörnin. Það var ekki nóg að hún saumaði heldurprjónaði hún marga flíkina og allt var þetta svo vel gert og með svo fallcgu handbragði að unun var á að horfa. En svona var Helga samviskusöm og trú því sem henni v ar trúað fyrir. Helga sáði af ást og alúð og fékk góða uppskeru. Heimili hennar var til fyrirmyndar allt í röð og reglu og gott og hlýlegt var að koma í Barmahlíð 6. Þar voru samtaka hjón bæði gestrisin og vildu svo sannarlega láta gestum sínum líða vel, enda oft erfittað kveðja og koma sér á brott. Við hjónin höfum þekkt Helgu og Guðjón í áratugi og átt margar ánægjustundir saman. En best kynntist ég Helgu er við vorum tvær saman í 10daga í Munaðarnesi. Við bjuggum í tjaldvagni og höfðum það alveg dásamlegt. Helga gat helst aldrei verið iðjulaus og kom það því oftast í hennar hlut að sjá um að matur væri á borði. Siðan hjálpuðumst við að ganga frá og er alt var komið í röð og reglu þá var nú ekki setið auðum höndum og rabbað saman nei, aldeilis ekki þá voru prjónarnir teknir fram og með lagni fékk hún mig til að reyna að prjóna peysu. Ég var nú ekki svo flínk að prjóna, og oft varð ég að rekja upp, því ekki mátti muna einni lykkju f munstrinu. Og var ég að hugsa um að gefast upp og henda þessu frá mér, en hún vildi ekki trúa því að ég væri svo aum að geta ekki prjónað eina almennilega peysu og endirinn var sá að ég lauk skammlaust við peysuna með hennar hjálp. En mikið var nú búið að hlæja áður en síðasti prjónninn var tekinn úr peysunni minni. Þetta voru yndislegir dagar, við fórum í stuttar gönguferðir og skoðuðum blóm og lyng, sem ilmuðu svo vel. Hún þékkti nöfn á sumu en ég vissi ekki neitt. Við undruðumst hvað gróðurinn var margbreytilegur og ilmandi. Nú er Helga laus við allar þær þjáningar, sem hún þurfti að líða, áður en yfir lauk. Hún vissi af sér allt til þess síðasta og ef öllum er gefin sú ró 14 og stilling sem henni þá er vel. Það eru nú rúm tvö ár síðan þessi sjúkdómur kom í Ijós, en hún var svo lánsöm að fá þó nokkurn bata á þeim tíma og fór þá allra sinna ferða og var glöð og ánægð meðan stætt var. Síðan tók hún því sem að höndum bar og aldrei heyrði ég hana kvarta og var hún mjög þakklát fjölskyldu sinni og hjúkrunarfólki, sem reyndu að gera henni viðskilnaðinn sem léttastan. Við hjónin sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum henni blessunar yfir móðuna miklu. JL HV Mágkona mín, Helga Sigurðardóttir, Barma- hlíð 6 hér í bæ, andaðist í sjúkrahúsi hinn 23. október eftir langa og erfiða sjúkdómslegu og enn lengri veikindi. Hún var fædd 28. febrúar 1912 í Riftúni í Ölfusi, dóttir hjónanna Pálínu Guðmundsdóttur og Sigurðar Bjarnasonar, sem þar bjuggu um langan aldur og voru bæði af kunnum sunnlenskum bændaættum. Þau eignuðust þrettán börn og komust átta þeirra til fullorðinsára. Ábýlisjörðin var lítið en notasælt kot og sjósókn úr Þorlákshöfn bætti að nokkru um búhagi, þót róðurinn hafi ugglaust stundum verið harðsóttur að koma svo stórum barnahópi á legg. Ung að árum hélt Helga úr föðurgarði til Reykjavíkur og nam kjólasaum. Þar kynntist hún ungum rafvirkja, Guðjóni Guðmundssyni, nú rekstrarstjóra Rafmagnsveitna ríkisins. Þau gengu í hjónaband árið 1936 og stofnuðu heimili í Reykjavík, þar sem þau dvöldust síðan að undanteknum skömmum tíma, sem þau voru búsett í Hafnarfirði. Þau eignuðust fimm börn: Erlu, flugfreyju, gifta Agli Egilssyni forstjóra, Auði, gifta Rúnari Guðjónssyni sýslumanni í Borgarnesi, Hrafnkel, forstjóra, kvæntan Guð- laugu Jónsdóttur, Helgu, fóstru, gifta Tómas Kaaber raftækni og Guðrúnu Sóleyju, nemanda í námsráðgjöf, gifta Þorsteini Hilmarssyni he>n' spekinema. , Vettvangur Helgu var hið hljóðláta star húsfreyju og móður, að annast heimilið, niahh sinn og börn. Heimilið bjó hún af smekkvisi og vaf vaf að ágætum föngum, og uppeldi barnanna henni bæði áhuga- og metnaðarmál. Þar starfsvettvangur hennar allur, og utan heimihs1 hafði hún sig lítt eða ekki í frammi. Af þröngum vettvangi fer sjaldnast mikil saga- p ríkir hin hávaðalausa önn, og ef til vill oe einhverjum í hug orð Bjarna skálds Thorarensem sem hann kvað við lát annarrar húsfreyju ■ móður, en hann var oft frábærlega skyggn ‘ mannlífið og snillingur að draga upp táknmyn° i og snillingur mannlegra örlaga: Þá eik í stormi hrynur háa hamra því beltin skýra frá, en þá fjólan fellur bláa fallið það enginn heyra má, en angan horfin innir fyrst urtabyggðin hvers hefur misst. ■ að Æðrulaust tók Helga þeim þunga dóm'- ^ sjúkleiki hennar hlyti til eins að draga °8 framundan biði skammur áfangi. Á mill* P ’ sem hún dvaldist í sjúkrahúsi við erfiðar aðge* annaðist hún heimili sitt meðan kraftar en*^ Þegar þá þraut og lokavistin í sjúkrahúsinu við, hvarf hún þangað án ótta og vonar, P hugurinn leitaði löngum til barnanna og elS^r mannsins, sem nú var orðinn einn heima eft*r ^.f hálfrar aldar samfylgd. Nú var ekki annað e s en að gera sínar síðustu ráðstafanir, og *” P fékk hún að halda ráði uns öllu var lokið. g Kæri Guðjón. Þungur harmur er nú kveðm11 _ þér, börnum ykkar Helgu og öllum aðstan e um. Eftir er aðeins aðorna sér við yl minning3 þar sem þið eigið svo drjúgan fjársjóð, og ta svo á við framtíðina við breyttar aðstæður. Haraldur Sigu^fjr Islendingaþ#'

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.