Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1983, Side 2

Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1983, Side 2
Vilborg Guðmundsdóttir húsfreyja, Hvammi á Völlum mörg. Á búskaparárum sínum haföi hún mikið yndi af hestum, og tónlistaráhuga hafði hún ágætan. Hún lék á orgel og fleiri hljóðfæri og söngur var hennar yndi. Hún taldi sig gæfumann- eskju í lífinu og þessi jákvæða lífssýn hennar og mikil mannþekking hafði bætandi áhrif á okkur sem best þekktum hana. Ein mesta gæfa hennar síðustu árin var að fá að dvelja að heimili Þorbjargar dóttur sinnar í Reykjavík, sem hlúði að henni betur en aðrir hefðu getað gert. Það lýsir vel hógværð og lítillæti Sigríðar Jónsdóttur að hún mælti svo fyrir að sem minnst yrði sagt um sig látna. Hún hafði sjálf tiltekið það efni sem hún viidi að prestur minntist á. Þannig er höfðingsfólk best gert að það vilji scm minnst láta um sig segja. Verkin eru þá eftir og þau tala sínu máli. Nú er starfsdagur hennar allur hér á jörð, jarðneskar leifar þeirra Sigríðar og Guðmundar hvíla nú í Melstaðarkirkjugarði í Miðfirði. En hugir þeirra eru með börnum þeirra og skylduliði. Blessuð sé minning þeirra beggja. Páll Lýðsson Ftedd 15. október 1892. Dáin 13. janúar 1983. Vilborg Guðmundsdóttir húsfreyja Hvammi á Völlum á Fljótsdalshéraði andaðist á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 13.janúar. Var hún orðin níræð að aldri. Hún átti að baki langt og gifturíkt ævistarf. Vilborg var síðustu árin þrotin að heilsu og kröftum, svo fráfall hennar kom ekki á óv^rt þeim sem til þekktu. Vilborg var fædd að Stærribæ í Grímsnesi 15. október 1892. Voruu foreldrar hennar Guðmund- ur Guðmundsson og kona hans Ingibjörg Tómas- dóttir. Voru börn þeirra mörg og var Vilborg elst af þeim sem upp komust. Þrjú systkini lifðu Vilborgu. Eru þau búsett í Reykjavík. Guðmund- ur og Ingibjörg fluttu með börn sín að Arnarholti í Biskupstungum. Sé flett upp í ritinu Sunnlenskar byggðir I, blaðsíðu 175, sem getur um ábúendur frá því um aldamót til 1977-1978, eru ábúendur í Arnarholti: Guðmundur Guðmundsson og Ingi- björg Tómasdóttir 1898-1920. Indriði Guðmunds- son og Theódóra Ásmundsdóttir 1920-1943. Ingv- ar Á. Indriðason og Halldóra Jósepsdóttir 1943- 1974. Indriði Ingvarsson 1974-1978. Frá 1978 Ólafur Þór Jónasson og Theódóra Ingvarsdóttir. Árið 1922 giftist Vilborg Þórði Helgasyni í Hvammi. Hafði hún fáum árum áður komið kaupakona í Hvamm. Þórður varnokkuð yngri en kona hans, fæddur 27. febrúar 1901. Hann hafði alist upp í Hvammi hjá hjónunum Árna Árnasyni og Þóreyju Gísladóttur. Þau voru þar ábúendur frá 1890-1924. Þórður og Vilborg tóku við búi í Hvammi 1924. Og þar stóðu þau fast saman í lífsbaráttunni á langri ævi. Börn þeirra urðu sex. Óskar Aðalsteinn dó ellefu ára. Guðmundur Helgi læknir. Arnþór búsettur í Reykjavík. Ásdís búsett að Brúarlandi Fellahreppi. Margrét nú búsett í Reykjavík. Ingibjörg býr á Reyðarfirði. Eiga þau öll uppkomin börn, og nú barnabörn. Fósturdóttir þeirra Auðbjörg Stefánsdóttir er búsett í Bolungarvík. Er hún nokkuð yngri en þeirra börn. Á fyrstu búskaparárum þeirra í Hvammi leitaði skjóls hjá þeim aldraður maður Einar Bjarnason. II I I I < — Hafn Karlsson sjómaður, Djúpavogi Fæddur 30.11.’49. Dáinn 28.01.’83. „Láttu glaðværð móta hugsanir þínar og athafn- ir.“ Ég get ekki varist því að í huga minn koma þessi orð þcgar ég mininst Rafns Karlssonar. Rafn Karlsson lést á Landakotsspítala 28.01.’83 aðeins 33 ára. Lát hans kom eins og reiðarslag. Þótt af veikindum hans hafi ég vitað frá því í nóvember síðast liðnum, trúði maður því aldrei að þau ættu eftir að verða hans bana mein. Rafn Karlsson var sonur Kristbjargar Kristófersdóttur og Karls Emilssonar. Ólst hann upp hjá ömmu sinni, Sigurbjörgu og móðurbræðrum sínum, Sigurði og Héðni í Holti, Djúpavogi. Árið 1973 kynnist Rabbi eftirlifandi konu sinni Margréti Friðfinns- dóttur og áttu þau 3 börn. Voru þau búin að byggja sér skemmtilegt heimili í Grenivík á Djúpavogi. í uppvextinum vorum við Rabbi nágrannar og var samgangur á miili hans og okkar heimilis, vegna mik- illar vináttu hans og elsta bróður míns, sem hélst alla tíð þar til Rabbi dó. Það kann að vera skrítið að upp í huga manns komi glaðværð þegar maður minnist látins félaga, en í kringum Rabba var alltaf glaðværð og léttleiki. Hann var hrókur alls fagnaðar, bæði á vinnustað og á mannamótum. Ungur fór Rabbi á sjóinn og stundaði hann það sem hann átti eftir ólifað. Þegar ég heimsótti hann á spítalann um miðjan desember, var hann hress og var þá farinn að hlakka til að geta komið heim um jólin. Hann sagði mér að hann hefði fengið að fara aðeins út daginn áður og anda að sér útilofti, en hreint loft fengist ekki héma í Reykjavík. Fyrir sjómann er ekkert sem jafnast á við tært og hreint sjávarloftið. Þegar ég að leiðarlokum votta aðstandendum mt'na dýpstu samúð, mun ég minnast hans sem mikilsverðs og góðs vinar og þykir mér mikill heiður að hafa fengið að umgangast hann svo mikið. Kvedja, Óli. 2 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.