Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1983, Page 3
Jóna Sigrún Sigur j ónsdóttir
húsfreyja að Berghyl
Fædd 8.11. 1923
Dáin 21.12. 1982.
Dauðinn hefur krafist mikils af okkur hér í
Hrunamannahreppi þetta síðastliðna ár. Sumir
að vísu orðnir lúnir, svo gott var að hvílast. En
skilja eftir söknuð og tómleika þeim er eftir lifa.
Ein þeirra er við sáum á bak allt of fljótt, var
Jóna Sigrún Sigurjónsdóttir, húsfreyja að
Berghyl.
Svo skyndilega hvarf hún frá okkur að við
vorum höggdofa, og jólaljósin nókkrum dögum
seinna juku á söknuðinn. -En líka leiddi okkurað
þeim sannleika. að lífsmunstrið er lagt, og því
verður að hlíta.
t>að var gott að vera kunningi Jónu. Hún var
hrein og bein, hress og kát, svo ósérhlífin og
dugleg, velvirk og fljótvirk. Enda var bæ'rinn
þeirra á Berghyl annálaður fyrir snyrtimenpsku.
Þangað var komið með gesti að sýna það besta
sem við áttum í búsýslu og annari umhirðu á
sveitabæ.
Jóna var fædd að Minnibæ í Grímsnesi. Foreldr-
ar hennaf voru hjónin Sigurjón Jónsson frá
Hömrum í Grímsnesi, og Guðrún Guðmundsdótt-
ir frá Miðhúsum í Biskupstungum.
Börn þeirra urðu 16, og náðu öll fullorðinsaldri.
Erfitt hefur verið í uppvexti Jónu, því faðir
hennar dó fáum dögum áður cn hún fæddist. En
móðir hennar hélt. heimilinu saman með styrk
elsta sonar síns. og komst þessi stóri barnahópur
til manns með ráðdeild og dugnaði. Fimmtán ára
fór Jóna að vinna fyrir sér hjá vandalausum.
Hann var orðinn mikill einstæðingur og átti ekki í
raun aðra að en þau í Hvammi. Einar gat ekki
unað þeirri ráðstöfun sem oddviti sveitarinnar
hafði gert með hann. Hafði hann verið í Hvammi
á uppvaxtarárum Þórðar og var Hólmfríður kona
hans systir Þóreyjar húsfreyju. Einar var svo hjá
þeim hjónum það sem hann átti ólifað. Segir þetta
sína sögu um þau í Hvammi.
Vilborg var mjög bókhneigð og kunni mikið af
Ijóðum. Hún var sönn myndar- og merkiskona.
Málfar hennar var einkar fagurt og allt tal hennar
fágað og bar vott um mikla lífsreynslu og mildi og
göfgi hugarfarsins, ásamt næmum skilningi á því
sem fram fór í mannlífinu. Allt þetta gerði
Vilborgu ógleymanlega þeim sem hana þekktu.
Mörg hin síðari ár voru þau hjónin ein yfir
vetrarmánuðina. Er fram á vorið kom og skólar
voru hættir starfsemi sinni komu synir Ingibjargar
til afa síns og ömmu, og voru þeim til ómetanlegr-
ar hjálpar og gleði yfir vor og sumarmánuðina.
Haustið 1977 fluttu þau í gott og nýbyggt íbúðarhús
í Hvammi. En þá var heilsu Vilborgar farið að
hnigna. Þórður annaðist um konu sína af mikilli
íslendingaþættir
Á þeim árum var hún hjá læknishjónunum í
Laugarási þeim Ólafi og Sigurlaugu, sem hún mat
mikils, og minntist oft á hve gott hún hefði haft af
veru sinni þar.
Veturinn 1944-45 var hún á Húsmæðraskólan-
um að Laugarvatni.
Árið 1946 gekk hún að eiga Eirík Jónsson frá
alúð og umhyggju næstu árin. Snemma vetrar
1981 fóru Þórður og Vilborg á sjúkrahúsið á
Egilsstöðum. Er voraði þráðu þau mjög að fara
aftur heim. Þórður átti líka nokkrar ær sem þurfti
að annast um á sauðburði. { maímánuði fóru þau
aftur heim í Hvamm. Var Ingibjörg dóttir þeirra
þar hjá þeim síðastliðið sumar. Og þar heima sá
ég og talaði við Vilborgu í síðasta sinn. Er vetur
fór að fóru þau hjónin aftur á sjúkrahúsið á
Egilsstöðum og þar andaðist Vilborg 13. janúar
sem áður segir, var hún jarðsungin frá Vallanes-
kirkju 21. s.m.
Ég get ekki dregið fram hér nógu glögga og
heilsteypta mynd af Vilborgu. Hún var ein af þeim
mörgu húsmæðrum í sveit sem unnu ævilangt að
heill og hag heimilsins og þeirra sem næstir þeim
stóðu. Slíkir einstaklingar eru vissulega einn af
sterkustu hlekkjunum í þjóðlífskeðjunni.
Megi góður guð blessa minningu Vilborgar og
gefa öldruðum eiginmanni hennar styrk og hugar-
ró á ævikvöldinu.
Alfreð Eymundsson
Grófargerði
Þverspyrnu hér í sveit. Þá höfðu þau fest kaup á
Berghylnum af móðursystkinum Eiríks.
Jörðin var góð frá náttúrunnar hendi og í
meðferð þeirra, með byggingum, ræktun og
öðrum umbótum, sem framkvæmd var með
markvissri festu og smekkvísi og þrotlausri vinnu,
varð að því höfuðbóli sem hverri sveit er sæmd af.
Oft höfurn við Jóna eytt stundum saman,
ferðast og heimsótt hvor aðra. Og í sumar átti að
grípa nokkra daga að auka kynni okkar af
landinu, og veit ég að þá hefði líka orðið sólskin,
eins og í þeim fyrri ferðum. En gott er að minnast
góðra stunda.
Jóna var mikil móðir og amma, enda var
heimilið hennar stóri vettvagur, þar sem að mörgu
var að hyggja, bæði úti og inni.
Allsstaðar lagði hún að gjörva hönd.
Mér verður hugsað til barnabarnanna hennar,
sem áttu hlýtt og stórt rúm í huga hennar og
hjarta. Verða þau ár sem þau nutu þess dýrmæt í
endurminningunni.
Þegar frá líður, förum við að vega málin og líta
á þau frá fleiri hliðum. Þungbært hefði verið að
lifa af áfallið, en geta ekki notið krafta sem áður.
Ég trúi því, að hún væri kvödd héðan til starfa sem
þoldu ekki bið, og standi nú sem áður að hverju
því verki sem gera þarf með Iifandi áhuga og
dugnaði.
Eiríkur og Jóna eignuðust fjögur börn. Elst er
Guðrún Guðlaug, maki Arnar Bjarnason flug-
virki. Þau búa í Luxemburg. Svanlaug, maki
Hörður Hansson bifreiðastjóri, búsett á Selfossi.
Áslaug, maki Eiríkur Kristófersson. Þau búa á
Grafarbakka. Yngstur er Jón Guðmundur, maki
Anna María Sigurðardóttir. Þau búa á Bcrghyl.
Barnabörnin eru níu.
Við Hermann þökkum samfylgdina, ogbiðjum
henni blessunar Guðs.
Katrín Jónsdóttir.
Leiðrétting
I Ijóði sem heitir Kveðja frá systrum, og er ort
í minningu Bjama Ólafs Helgasonar, féll niður ein
lina í seinni vísunni. Minningarljóðið birtist í
ísiendingaþáttum 18. mars 1983, 10. tbl. Rétt er
vísan þannig:
Guð gefur og tekur
Guð huggar og grœðir.
Lyftum huganum hærra
er hryggð okkur mœðir.
Höll rís yfir höllu,
hetja stendur í stafni
starir á móti sólu,
stýrir í drottins nafni.
) A.H.
3