Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1983, Side 5

Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1983, Side 5
sundkennari f. 6. júní 1904 d. 21. febrúar 1983 Það kom mér óþægilega á óvart að dagar Jóns frænda væru taldir. Hann dó eftir stutta legu á Landakotsspítalanum í umfaðmaðri elsku dóttur sinnar, Amalíu Svölu, mánudaginn 21. febrúar. Jón fór í aðgerð vegna sjónarinnar, og síðan var talsverð batavon. Hann virtist svo hraustur að sjá, stálminnugur og andlegt atgervi í stakasta lagi. En þegar ég hringdi til hans í desember sl., þá sagðist hann hafa fengið svo slæma flensu, og skildi hann ekkert í því hvað hún væri lengi að fara úr sér. En við rannsókn kom í Ijós að Jón var fársjúkur maður. Ég hafði vonast til að hánn ætti lengra líf fyrir höndum, en Ritningarorðin startda ætíð fyrir sínu: „Við mennirnir ráðgerum, en það er Guð sem ræður". Jón byrjaði að kenna sund 16 ára gamall með föður sínum, Páli Erlingssyni, sundkennara. Þá voru gömlu sundlaugarnar þær einu í bænum. Ég minnist með hlýhug góðu daganna í gömlu laugunum, þar sem Jón og Ólafur, bróðir hans, voru allt í öllu. Þeir kenndu bæjarbúum að synda og gættu þess að enginn drukknaði. Einnig geymdu þeir muni fyrir fólk. Þeir voru hlýir og vinalegir, traustvekjandi persónuleikar og gerðu sér far um að allt gengi snurðulaust. Jón stofnaði sundfélagið Ægi með ungum áhugamönnum, var þjálfari félagsins um árabil, og fyrstu árin var öll vinna gefin. Þegar ég var litil var félagsandinn mjög góður, einlægni og áhugi hjá sundfólki Jóns, enda bar það virðingu fyrir þjálfara sínum. Fyrr á árum leituðu sundkennarar af sjálfsdáðun til Jóns, en hann var aldrci beðinn um að halda sundnámskeið eða sýnikennslu á endurmenntunarnámskeiðum íþróttakennara, en í starfstíð Jóns voru aðeins teknir erlendir keppn- is-sundþjálfarar, þar til að íslenskur sundþjálfari setti smiðshöggið 1979. Þegar Sundhöll Reykjavíkur tók til starfa árið 1937, þá var Jón ráðinn sundkennari og starfaði - þar þangað til hann komst á eftiriaun. Eftir það hélt hann áfram að kenna í sérs'undtímum kvenna, og eins og Jóni var lagið, að púrra upp hálfmann- laus sundfélög. Þannig færðist líf í tuskurnar í kvennatímunum og oft glatt á hjalla. Jón kenndi sígilt og gott sundlag fyrir skóla- og heilsuræktarsund. Taka tækni Jónsogöll meðferð var borin fram með sérstakri lagni kunnáttu- mannsins og rólegri yfirvegun, ásamt þægilegu . viðmóti við nemendur, enda var Jón sérlega yfirlætislaus maður. Jón fylgdist ætíð vel með sundmennt og breytilegum sundaðferðum annarra þjóða, enda gafst gott tækifæri þegar hann fór út með sundlið í keppnisferðir, en í því sambandi sagði Jón við mig: Ég prófaði allt og reyndi að halda því besta. Bæði Ólafur heitinn og Jón mátu mest sundþroska Þjóðverja, en þeir blanda ekki saman meðferð í keppnisþjálfun og kennslu í skólaíþróttum. Aftur á móti höfðu Þjóðverjarnir þann sið að fara í skólana og sjá út bestu efnin, og síðan allt á fullu ef áhugi nemanda var fyrir hendi. Jón var fjölhæfur og hafði skemmtilega greind. Hann gat talað blaðlaust hvenær sem var, og var rökvís og gagnorður. Honum var létt um vísna- smíði og elskaði góða tónlist. Hann var mikill náttúruskoðandi og sportmaður á sínum yngri árum og einstakur að meðhöndla og temja dýr. En árin líða ogfyrrenvarirertíminnútrunninn. Og þegar ég sá að hverju stefndi þá tímdi ég ekki áð hann Jón væri að deyja. En Jón var rólegur og sáttur við alla og með því síðasta sem hann sagði við mig voru þessi orð: „Dísa, éger aðfara heim". Jón átli glæsilega og trygga eiginkonu, Þórunni Sigurðardóttur ættaða frá Hörgslandi á Síðu, en foreldrar hennar fluttu búferlum að Arnanesi, Höfn Hornafirði. Þórunn lifir mann sinn. Jón og Þórunn eignuðust 3 börn: Páll, elstur, útskr. úr Verslunarskóla Islands og er afgreiðslu- maður. Sigurður, en hann lést af slysförum fyrir nokkrum árum, og Amalía Svala, hjúkrunarfræð- allstaðar, hvar 'sem hann kom. Sagði hann þeim sögur og gátur og kenndi þeim tafl og leiki. Uppúr 1970 lá leið Magnúsar hingað til Eyjafjarðar og til okkar kom hann í maí 1974 og var hér þvínær óslitið síðan en hann lést í Gnúpufelli 15. febrúar 1983. Banamein hans var hjartaslag. Við vissum að hann gekk ekki heill til skógar því í september 1981 fékk hann aðkenningu af heila- blæðingu og var gerður á honum höfuðskurður og síðan lungnaskurður í janúar 1982 en alltaf var Magnús kominn til okkar aftur eftir ótrúlega stuttan tíma glaður að sjá, því aldrei kvartaði hann og alltaf vildi hann hjálpa til, vann til síðasta dags. Magnús var einn af þeim f^gætu mönnum sem alltaf ganga fram til góðs. Lífið hafði verið honum erfitt á stundum og vonbrigði sár enda bar hann þess merki, en ræddi ekki raunir sínar og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Ungi prestur- inn í Bolungarvík sem jarðsöng hann komst svo listilega að orði er hann sagði að manngildið færi ekki eftir þeim titlum og embættum sem menn hljóta heldur því hvernig þeir reyndust umhverfi sínu og sínum nánustu. Elsku Magnús minn ég kveð þig nú með þakklæti fyrir öll árin sem við unnum saman og allt sern þú gerðir fyrir okkur hér, og að síðustu þetta: Nú syngur einn strengur í sálinni minni. Með söknuði nem ég þann klið. Ég naut þess að vinna í nœrveru þinni nærkonustörfin mín við. Aldrei var rifist og ekki var þrasað öll þessi litríku vor. Pað var etið og sofið unnið og brasað ótalin voru þín spor. Þú réttir mér hönd er ég heltist á vegi og hún var ei smágerð né lin. Ó trúðu mér Maggi það er satt sem ég segi, ég syrgi minn langbesta vin. Ingibjörg Bjarnadóttii Jón Pálsson

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.