Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1983, Qupperneq 6
Gunnlaug Sigríður Sigurðardóttir
Fædd 21. des. 1905
Dáln 13. febr. 1983
KVEÐJA FRÁ TENGDADÓTTUR
Tengdamóður minni kynntist ég fyrst. fyrir 23
árum. Hún kom til dyra létt á fæti og broshýr. til
að bjóða vclkominn clsta son sinn og tilvonandi
tcngdadóttur.
Okkur varð strax vel til vina. því í fasi hennar
fannst engin hálfvelgja. Hún var glaðlynd, fljót-
huga og vinaföst. Það varð mér unun að hlusta á
mál hcnnar. sem var einstaklega skírt og hljóm-
fagurt. umræðuefnin voru margvísleg og ekki
alltaf um hversdagsleg málefni.
Sigga eins og hún var kölluð, var fædd á
Sauðárkróki 21. 12. 1905, dóttir Önnu Guð-
mundsdóttur og Sigurðar Gunnlaugssonar. Hún
var næst yngst af 5 systkinum, sem upp komust.
í þá daga lágu leiðir ungra stúlkna í vistir. og
Sigga var allsstaðar vel látin. svo vel að enn var
gott samband milli hennar og drengs. sem hún
passaði, er hún var um tvítugt.
Hún fluttist til Siglufjarðar. með móður sinni og
systrum. eftir lát föður síns. Þar dvaldist hún í
nokkur ár. og þar kynntist hún mannsefni sínu.
Þorgilsi Pálssyni bónda á Brúarlandi í Deildardal
í Skagafirði. Þangað fluttist hún svo með honum.
ogþá var hún komin heim. því þar í dalnum höfðu
forfeður hennar búið.
Þau byrjuðu fljótlcga byggingu nýbýlis. þar sem
dalurinn er lægstur og áin rennur á fögrum eyrum.
Þau nefndu býlið Eyrarland.
Hlutskipti frumbýlingsins var erfitt á árum fyrr.
og oft var vinnudagurinn langur hjá sveitakon-
unni. sem huga þurfti að mörgu. þvíbóndinn. scm
var hagur vel, var oft í vinnu utan heimilis. til þess
að drýgja tekjurnar.
ingur og er hún gift Sigurði Sigurkarlssyni.
fjármálastjóra hjá Almcnnum tryggingum. Jón og
Þórunn voru heppin mcð tengdasoninn. en hann
reyndist þeim sem besti sonur. Svala og Sigurður
eiga 3 börn. Sindra Karl 12 ára. Þórunn 11 ára. og
Önnu Sigríði 4 ára. öðru nafni ..körfublómið"
hans afa. Jón var einstakur í viðmóti við börn.
nógur tími, enginn asi til að fá frið. Afabörnin
hans missa mikið. Á samverustundunum mcð afa
flaut allt í fróðleik og sögum, umhverfið gert
forvitnilegt og spurningar og svör á reiðum
höndum.
Elsku Þórunn og fjölskylda. Ég og fjölskylda
mín vottum ykkur innilega samúð, og ég enda
þessar línur með vísunni sem Jón kenndi mér eftir
föðurbróður sinn, Þorstein Erlingsson. skáld.
"Þegar sólin nálgasi œginn
þá er goti að hvíla sig.
Vakna ungur einhvern daginn
með eilífð glaða í kringum sig“
Dísa Erlings.
6
Þorgils og Sigga eiga sjö börn á lífi, og einn son
átti hún fyrir hjónaband, sem þau ólu upp. Börnin
eru Sigurður kvæntur undirritaðri, búa í Reykja-
vík, Ragnhciður gift Jökli Guðmundssyni búa á
Akureyri, Páll bóndi á Eyrarlandi kvæntur Sól-
rúnu Jónsdóttur, Haukur búsettur á Eskifirði,
Hreinn bóndi á Grindum, Anna gift Jóhanni
Steingrímssyni búa á Akureyri, Guðmundur
kvæntur Sigríði Ólafsdóttur búa á Akureyri og
Guðfinna gift Bjarna Kristjánssyni búa í Bolung-
arvík. - Barnabörnin eru 27. langömmubörnin
tveir litlir snáðar.
Börnin urðu fljótt liðtæk við bústörfin. og ekki
var stóra systir há í loftinu þegar hún var orðin
mömmu sinni stoð og stytta við barnagæslu og
innanhússtörf.
Heimiljð á Eyrarlandi var gestkvæmt. og gest-
risnin var þar í fvrirrúmi. og eftir að börnin fóru
að tínast að heiman. og flytjast til annarni
landshluta. var það þeirra mesta gleði að komast
heim einhvern tíma sumars. að hitta foreldya og
systkini. Var þá oft þröngt setinn bekkurinn. en
allir voru velkomnir.
Það er sumarfagurt á Eyrarlandi. og allt bú-
skaparlag þeirra hjóna bar vott um dugnað og
reglusemi. Þar mátti ekkert raskast. þar mátti
stilla klukkuna eftir vinnu húsmóðurinnar. Öll störf
léku Siggu í höndum. hvort sem þau lutu að
bústörfum eða fínustu handvinnu og við hana
undi hún sér. er umsvifin við bústörfin minnkuðu.
Þcgar leið á ævina og kraftarnir þrutu. tók Páll
sonur þeirra við búskapnum á Eyrarlandi. en þau
fluttu með Hreini syni sínum að Grindum utar í
dalnum. en þá jörð höfðu þeir fegðar keypt
skömmu áður. Þar höfðu þau minna umleikis og
hlakkaði til að eyða ellinni í rólegheitum. en þá
brást heilsan og síðustu árin harðist þessi kona.
sem alltaf hafði vcrið hraust. við slftandi veikindi.
og var oft á sjúkrahúsi tímum saman, ýmist á
Sauðárkróki eða Akureyri.
Hún átti gott athvarf á Akuréyri, þar sem þrjú
börn hennar eru búsett, en alltaf vildi hún heim í
dalinn, og ef henni var fært, fór hún þangað, þar
sem hún var drottning í ríki sínu.
Ekki áttu öll börnin mín kost á að kynnast
ömmu sinni náið. Því miður, þar sem langt var á
milli, o'g varla fært fyrir heilsulausa manneskju að
taka á móti stórum hóp, og hún vart ferðafær.
f Isti sonur minn og nafni hcnnar. var hjá hcnni í
sumardvöl. sem barn og var honum mikil ánægja
þegar hann eignaðist fyrsta bílinn að skreppa
norður í heimsókn til ömmu sinnar, þó ekki væri
nema um helgi.
Tengdamóðir mín andaðist á sunnudagsmorgni.
sem oft hefur verið nefndur sigurdagur, og er
hvíldardagurhinnar kristnu kirkju. Þannigvarallt
hennar ferðalag hér í þessu lífi. Hver stund til
ákveðinna hluta. hver dagur fyrirfram skipu-
lagður. til hvíldar eða starfa.
Efst í huga mínum er þakklæti til hennar fyrir
þær allt of fáu stundir, sem við áttum saman.
Manni hennar og afkomendum bi8ö ég blessun-
ar.
Karlotta Oskarsdóttir.
Hannes Guðmundsson
Framhald af bls. 8
sjón, heyrn og tunga Guðs mönnunum til bjargar.
Þú átt að gerast maður hans. Flytja gleðiboðskap-
inn um Guð, hvar sem þú megnar...“ Og þetta
hefur sr. Hannes sjálfur staðfest með lífsstarfi
sínu. Auðvitað hefur hann átt sínar erfiðu stundir
eins og aðrir og við andstreymi að etja af ýmsu
tagi. En óbugaður hefur hann staðið sinn vörð og
þjónað söfnuðum sínum í trú og auðmýkt fyrir
Guði.
Á þessum tímamótum í lífi sr. Hannesar í
Fellsmúla vil ég, fyrir mína hönd og annarra
samstarfsmanna hans í Rangárvallaprófastsdæmi,
flytja honum hugheilar árnaðaróskir og innilegar
þakkir fyrir mikilvæg störf og drengilegan mynd-
ugleika í sókn og vörn fyrir málstað kirkjunnar.
Þakkir skulu honum einnig færðar fyrir gestrisni,
alúð og höfðingsskap, sem við svo oft höfum
fengið að njóta á fallegu og smekkvíslega búnu
heimili hans. Þar er gott að koma og eiga stundir
uppörvunar og hugarléttis, -því að sr. Hannesi er
sú list lagin að gleðjast með glöðum og hryggjast
með hryggum. Auk þess er hann samræðusnill-
ingur og notalegur húmoristi.
Á þessum sextugasta afmælisdegi sínum var sr.
Hannes í samfélagi presta, kirkjukóra og kirkju-
gesta úr prófastsdæminu og tók þátt í kvöldmessu
í Hábæjarkirkju, hátíðarmessu á Héraðsvöku
Rangæinga. Það var honum ljúft hlutskipti og
verðugt á þessum heiðursdegi. Megi honum áfram
gifta veitast og góðra manna hylli og blessun Guðs.
Sváfnir Sveinbjamsrson
íslendingaþættir