Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1983, Page 1

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1983, Page 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Miövikudagur 26. april 1983 — 15. tbl. TÍMANS Guðrún Helgadóttir frá Heg'gsstöðum Föstudaginn 25. fcbrúar s.l. andaðist á Land- spítalanum í Reykjavík, Guðrún Helgadóttir frá Heggsstöðum, Vogatungu 34 Kópavogi eftir stranga sjúkdómslegu og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 4. mars s.l. Ekki verða hér tíunduð æviágrip Guðrúnar en aðeins send nokkur kveðjuorð frá samstarfsfólki hennar við Kópa- vogsskólann. Okkur hér við skólann varð ntikið um að frétta andlát Guðrúnar. Við höfðum fylgst með hetjulegri baráttu hennar og miklu viljaþreki 1 til að yfirstíga erfiðan sjúkdóm og vildum vona í lengstu lög að henni tækist það. En kallið var ekki umflúið og við erum góðum samstarfsmanni og góðum félaga fátækari. Guðrún hefur starfað hér við Kópavogsskólann nokkur s.l. ár, fyrst í forföllum við ýmis störf en nú síðast sem ráðskona í hálfu starfi við mötuneyti kennara skólans. Að hvaða starfi sem Guðrún gekk leysti hún það af stakri prýði og samvisku- semi og er ómetanlegt að hafa slíkan vinnukraft á stórum vinnustað. Alltaf var hún reiðubúin til að vinna jafnvel þó að hún væri sárlasin. Hjálpsemin og samviskusemin var svo ríkur þáttur í hennar eðli. Og ekki var minna um vert hve góður félagi hún var í hópnum. Hún laðaði alla að sér með glaðlegu og hlýju viðmóti og félagshyggja hennar var mikil. Það var því oft glatt á hjalla í návist hennar og stundum lumaði hún á góðri vísu til uppbótar. Nú er hún farin og þó að sagt sé að ntaður komi í manns stað verður hennar rúm vandfyllt. Við kveðjum hér mikilhæfa konu með þökk fyrir samstarfið og biðjum henni góðrar heim- komu hinu megin við móðuna miklu. Eiginmanni hennar.börnum og öðru venslafólki vottum við okkar innilegustu samúð. Samstarfsfólk í Kópavogsskóla. Fædd 14. september 1922 Dáitt 25. febrúar 1983 Það verður nú svo að það koma fyrir atvik í lífi okkar. sem við eigum bágt með að trúa eða fá svör við, og allra helst ber það við er dauðinn kveður dvra þó svo að hann sé búinn að gera boð á undan sér. Þannig er það nú er við kveðjum mína kæru vinkonu Guðrúnu Helgadóttur sem undanfarin 9 ár og þó sérstaklega nú síðustu vikur var búin að berjast svo hetjulega við hinn válega gest sem enginn getur að lokum umflúið. Hún Rúna eins og mér er tamast að nefna hana lést 25. febrúar eftir 7 vikna sjúkrahúslegu. með afar erfiðum læknisaðgerðum, sem hún bar af hugprýði og dugnaði þar til yfir lauk. Hennar kjarkur og lífsþróttur kom skýrast fram er hún kvöldið fyrir fyrsta uppskurðinn taldi kjark í börnin sín og eiginmann með orðum sem þau aldrei gleyma, og vissi hún þó betur en nokkurt okkar hinna hvet meinið var alvarlegt. Hún var svo heilsteypt og trúuð, viidi fá skýlaus svör hjá lækni sínum gagnvart sjúkdómi þeim er sigraði hana að lokum. Hún vissi sem sagt að brugðið gat til beggja vona með bata. Mér verður ætíð minnisstætt hvc mikla stillingu hún sýndi eftir uppskurðinn er hún varð að dvelja í vél er varnaði henni máls. Þá skrifaði hún með' styrkri hendi hughreystingarorð til ástvina sinna meðan hún hafði mátt tií, og lengst af gaf hún mér bros, er ég vitjaði hennará sjúkrahúsið þó ég vissi að hún væri oft sárþjáð. Það bros geymi ég í ltuga mínum, sem fjársjóð ásamt minningunni um nær 30 ára vináttu sem aldrei bar skugga á. Vináttu og tryggð sem henni var svo lagið að veita. Rúna hét fullu nafni Guðrún Helgadóttir. Hún var fædd að Hömrum í Reykholtsdal 14. septem- ber 1922. Dóttir hjónanna Ástríðar Halldórsdótt- ur frá Kjalvarastöðum og Helga Sigurðssonar frá Hömrum. Hún fluttist með foreldrum sínum að Kletti í sömu sveit 1926 og þar dvöldu þau þar til þau árið 1931 fluttust að Heggstöðum í Andakíl þar sem hún dvaldi ásamt foreldrum og þremur systkinum sínum sín scinni bernsku og öll sín æskuár. Systkini hennar voru sem fyrr segir þrjú. Þau Guðný kcnnari í Reykjavík, Kristóferbóndi, sent lést á besta aldri, og Sigurður fyrrum skólastjóri nú deildarstjóri í Menntamálaráöuneytinu. Öll mcrkisfólk eins og þau eiga kyn til. Móðir þeirra lést vorið 1981 cn faðir þeirra er á lífi og dvelur á heimili aldraðra í Borgarnesi. Rúna fór strax á unga aldri að taka þátt í félagsmálum. Var frá því í æsku starfandi í Ungmennafélaginu íslendingi, sem virkur félagi. Eftir að hún fluttist hingað suður, gekk hún í Borgfirðingafélagið. Vann hún þar í mörg ár mikið og óeigingjarnt starf bæði sem félagsmaður og eins var hún búin að vera mörg ár í stjórn félagsins. Bar hún hag félagsins mjög fyrir brjósti. Einnig starfaði hún meö Kvenfélagi Kópavogs. Eins og fyrr segir fluttist hún hingað suður um 1950. Var hún þá áður búin að vinna á ýmsum stöðum í Borgarfirði og víðar. Hún stundaði nám viö húsmæðraskólann á Staðarfelli. Var hún afburða vel verki farin, og sama á hverju hún tók. Hún var sterkgáfuð, hagmælt og vel hugsandi. Til hennar var ávallt gott að leita, ef góð ráð vantaði. Hún elskaði sveitina okkar og má segja að- okkar hugðarefni hafi þar legið saman. Við vorum fjarskyldar og milli okkar lágu sterk bönd, sem ég fann hvað best í veikindum hennar, og eins ef einhvern vanda bar að höndum hjá annarri hvorri. Við töluðum oft um það í gamni hvað við værum andlega skyldar. Rúna giftist árið 1962 miklum ágætismanni Sigurði Tómassyni frá Reynifelli á Rangárvöllum. Eignuðust þau tvö börn saman: Ástríði Hönnu f. 1963, sem stundar nám í hjúkrunarfræðum og Tómas f. 1965, sem er í iðnnámi. Áður hafði hún eignast son með sambýlismanni sínum Hauki Magnússyni. Sonur þeirra sem fæddur er 1952 er Helgi og er hann giftur Elínu Sigurðardóttur. Eiga þau tvö lítil börn, sem voru augasteinar ömmu sinnar. Helgi er húsasmiður að mennt. Þau Haukur slitu samvistum og bjó hún eftir það ein með Helga um tíu ára skeið. Eignaðist hún á þeim tíma sína eigin íbúð, sem sýnir best hennar dugnað og útsjónarsemi þar sem hún var þá einstæð móðir. Álít ég það nærri einsdæmi á þeim árum. Fljótlega eftir að þau Sigurður giftu sig hófust þau handa við byggingu myndarlegs einbýl- ishúss að Vogatungu 34 þar sem heimili þeirra stendur enn. Má þar svo vel sjá bæði utanhúss og innan verk þeirra beggja, unnin af mikilli hapd- lagni og snyrtimennsku. Þar bjó hún manni sínum

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.