Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1983, Síða 8
Bjarni Th. Guðmundsson
80 ára
Þann 22. mars s.l. varð Bjarni Theodór Guð'
mundssonÁlftahólum 4, Reykjavík, áður sjúkra-
húsráðsmaður og bæjarfulltrúi á Akranesi, átt-
ræður.
Hann er fæddur á'Skagaströnd 22. mars 1903.
Foreldrar hans voru hjónin María Eiríksdóttir og
Guðmundur Kristjánsson. Var Bjarni Th. 5. barn
foreldra sinna, sem eignuðust alls 10 börn, en 1
þeirra lést í æsku. Foreldrar hans fluttu síðar að
Hvammkoti á Skagaströnd og þar ólst Bjami upp
til 15 ára aldurs í glöðum og stórum hópi systkina.
Fljótlega eftir fcrmingu tekur hin harða lífsbar-
átta við, svó sem algengast var hjá ungum
mönnum á þeirri tíð, en um möguleika til
menntunar var tæpast að ræða. Á sumrin vann
hann löngum á Siglufirði, en á vetrarvertíðum í
Keflavik, og vann þess utan livað sem að höndum
bar.
Árið 1926 kvæntist Bjarni fyrri konu sinni,
Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Kálfshamarsvík, og
hóf þar búskap. Eftir 7 ára hjónaband eða 1933
andaðist Ingibjörg er hún hafði fætt þriðja son
þeirra. Það er átakanlegri atburður en orð fá lýst,
þegar móðir dcyr frá mörgum ungum börnum á
jafn sviplegan hátt. Þetta voru því erfiðir dagar í
lífi Bjarna, sem aldrei gleymast, en þoka smátt og
smátt fyrir betri og bjartari tíð.
Eftir lát konu sinnar bregður Bjarni búi.
Drengimir þrír voru teknir í fóstur af skyld-
mennum þeirra hjóna, en sjálfur flutti hann á
Akranes. Þar réðist hann fljótlega til starfa hjá
Haraldi Böðvarssyni útgerðarmanni m.a. við
afgreiðslu og innheimtustörf. Þeim gegndi hann til
1949 er honum var falið að hafa umsjón með
byggingaframkvæmdum sjúkrahússins. en smíði
þess var þá á lokastigi. Þegar rekstur þess hófst
1952 var Bjarni ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri
sjúkrahússins eða sjúkrahúsráðsmaður. eins og
starfið var þá nefnt. Því gegndi hann svo fram á
mitt ár 1965, er hann flutti til Reykjavíkur. Þar
réðist hann sem gjaldkeri hjá versluninni Víði.
Þar starfaði Bjarni fram undir 70 ára aldur en
hætti þá af heilsufarsástæðum.
Bjarni kvæntist öðru sinni 1937 - Þuríði Guðna-
dóttur Ijósmóður á Akranesi. Var það mikið
heillaspor í lífi hans. Þuríður var í rúm 30 ár
Ijósmóðir á Akranesi við mikinn og góðan orðstír,
enda frábær ágætiskona að allri gerð. Sonur
þeirra er Páll cand. mag. - inenntaskólakennari í
Reykjavík - kvæntur Álfheiði Sigurgeirsdóttur
frá Granastöðum í Köldukinn, S.-Þing. Af drengj-
unum þremur, sem Bjarni átti með fyrri konu
sinni, létust tveir á æskuskciði, en sá þriðji er
Ingibergur bifvélavirki og bóndi að Rauðanesi í
Mýrarsýslu. HannerkvænturSigurbjörgu Viggós-
dóttur, bónda í Rauðanesi.
Haraldur Böðvarsson útgerðarmaður var á
sinni tíð aðalforgöngumaðurinn að byggingu
Sjúkrahúss Akraness og formaður byggingar-
8
nefndarinnar. Honum var kunnugt um einstaka
trúmennsku, nákvæmni og reglusemi Bjarna í
störfum sfnum hjá fyrirtækinu og hlutaðist því til
um það, að hann tæki að sér eftirlit meþ
byggingarframkvæmdum síðustu árin og fram-
kvæmdastjórn sjúkrahússins um leið og rekstur
þess hófst. og þá jafnframt fjármál þess og
bókhald. Þetta var ntikil viðurkenning fyrir Bjarna
og það var fjarri honum að bregðast því trausti,
sem til hans var borið. Starf sitt við sjúkrahúsið
rækti hann með miklum ágætum, við erfiðar
aðstæður. Naut hann álits og tiltrúar allra, sem til
starfa hans þekktu, og vináttu samstarfsmanna
sinna við sjúkrahúsið - lækna og hjúkrunarliðs.
Bjarni á því veigamikinn þátt í sögu sjúkrahússins
á Akranesi öll fru mbýlisár þess.
Félagsmálamaður er Bjarni ágætur, enda fórnfús
og samvinnuþýður. Hann var í 8 ár bæjarfulltrúi
fyrir Framsóknarflokkinn á Akranesi eða 1954-
1962. Allan þann tíma var hann jafnframt ritari
bæjarstjórnarinnar. Lagði hann mikla vinnu í það
starf og leysti það frábærlega vel af hendi. eins og
öll önnur störf, sem hann tók að. sér. Eru
fundargerðir frá þeim árum glöggar og traustar
heimildir um málefni bæjarins á umræddu tíma-
bili. Bjarni átti löngum sæti í bæjarráði. Þá var
hann lengi í stjórn Sjúkrasamlags Akraiiess og í
ýmsum nefndum á vegum bæjarins. Gjaldkeri
Framsóknarfélags Akraness var hann um langt
skeið. Það var almannarómur að hverju því máli
væri vel borgið, sem Bjarni tók að sér og var það
sannmæli.
í bæjarmálum lagði hann mikla áherslu á
reglusemi í stjórn bæjarins, góða fjarmálastjórn
og að allir gjaldendur hefðu hinar sömu skyldur
gagnvart bæjarfélaginu. Hann var mjög virkur í
starfi sínu, fylgdist vel með málefnum bæjarins og
hafði náin samskipti við kjósendur í bænum. í öllu
samstarfi var hann drengilegur og undirhyggjulaus
og gerði kröfu til þess að aðrir beittu svipuðum
leikreglum. Var hann þungur í skapi, er út af
þessu var brugðið. Refskák var honum andstæð
og ógeðfelld, en drengilegt tafl var honum að
skapi, enda lengi mjög virkur skákmaður.
Ævi Bjarna er Ijóst dæmi um þá menn, sem
vaxa með hverju verkefni. Læra af bók lífsins það
sem nauðsynlegt er hverju sinni og skila síðan
hverju starfi með ágætum. Þannig tekst til, þegar
saman fara mannkostir, góð greind, einbeittur
vilji og sá ásetningur að láta jafngn gott af sér leiða
í hverju máli. Því er Bjarni - áttræður - vel metinn
hamingjumaður með langt og farsælt ævistarf að
baki. Ég vil nota tækifærið á þessum tímamótum
að þakka samstarfið við hann og langa vináttu við
hann og fjölskyldu hans, þakka fjölþætt störf hans
á Akranesi í nær 30 ár og flytja honum áttræðum
innilegar árnaðaróskir. Veit ég að undir þetta taka
allir hér á Akranesi, sem áttu með honum
samstarf eða höfðu af honum einhver kynni. Megi
hann eiga eftir mörg og björt æviár.
Dan. Ágústínusson.
Peir sem
skrifa
minningar-
eða afmælis-
greinar
í íslendinga
þætti, eru
vinsamlegas t
beðnir um
að skila
vélrituðum
handritum