Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1983, Blaðsíða 2
Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi landlæknir áttræður Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi berklayfir- læknir og landlæknir, vár áttræður hinn 2. maí. Á þessum merkisdegi er eðlilegt að litið sé yfir starfsferil hans, en þegar betur er skoðað er hann svo fjölbreyttur að óvenjulegt er. Námsferill hans var einnig glæsilegur, hann varð kandidat frá læknadeild Háskóla íslands 1929 og tók danskt læknapróf í ársbyrjun 1933. Svo sem títt var um lækna á þeirri tíð, þá stundaði hann framhaldsnám í Danmörku og Þýskalandi og lagði stund á lyflækningar. aðallega hjarta- og lungnalækningar. Hann kom til starfa á íslandi að nýju rúmlega þrítugur að aldri í ársbyrjun 1934 og byrjaði þá að starfa við lyflæknisdeild Landspítalans, en var jafnframt viðurkenndur sem sérfræðingur í lyf- lækningum. Það starf sem Sigurður varð landsþekktur fyrir, þegar á unga aldri. var starf hans að berklavörnum og berklalækningum, því hann var ráðinn berkla- yfirlæknir 1935 og gegndi því starfi þar til hann varð sjötugur. Aðrir þekkja af eigin reynslu betur til starfa Sigurðar á sviði berklavarnamála og mun ég því ekki ræða þau frekar hér. Snemma kom í Ijós áhugi Sigurðar á heilsu- verndarstarfi almennt og má með nokkrum sanni segja að hann hafi verið fyrsti læknir hérlendis sem sinnti og skipulagði það, sem nú er kallað félagslækningar. Störf Sigurðar á þessu sviði hafa vafalaust leitt hann til þeirrar þátttöku í stjórnmálum, sem hann sinnti um árabil í Reykjavík, með setu í borgar- stjórn Reykjavtkur og fjölmörgum ráðum og nefndum á vegum Reykjavíkurborgar og hefur hann vafalaust fundið að betur kæmi hann áhuga- málum sínum fram með þeim hætti en nokkrum öðrum. ■ Á þessum árum hafði hann forgöngu um byggingu heilsuverndarstöðvarinnar við Baróns- stíg, sem ég hygg að hafi verið algjört nýmæli á þeirri tíð og undirbúningi og byggingu Borgarspít- alans í Fossvogi. Mjög snemma hóf Sigurður störf fyrir alþýðu- tryggingar, var trúnaðarlæknir slysatrygginga ríkisins frá 1934-1937. Eftir breytingu á lögum um almannatryggingar 1946 og 1948,þávarðSigurður heilsugæslustjóri Tryggingastofnunar ríkisins og síðar sjúkramálastjóri, cn í því embættisheiti felst að hafa yfirumsjón með sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins og ^júkrasamlögum landsins. Sú lagabreyting, sem fyrr er nefnd. gerþi ráð fyrir gerbreyttu fyrirkomulagi heilsugæslu í land- inu með byggingu heilsugæslustöðva og aðild Tryggingastofnunar ríkisins að uppbyggingu þeirra og rekstri. Þessi áform voruendanlega lögð 2 á hilluna með breytingum á almannatryggginga- lögum 1956 og eru ekki tekin upp að nýju fyrr en nær 20 árum síðar með lögum þeim um heilbrigð- isþjðhustu. sem nú eru í gildi. Þegar Vilmundur Jónsson lét af embætti land- læknis var Sigurður skipaður í það starf og tók við því hinn 1. janúar 1960. en svo sem fyrr segir gegndi hann átram embætti berklayfirlæknis, enda höfðu umsvif þess embættis stöðugt farið minnkandi fyrir áhrifamiklar berklavarnir og berklalækningar. Þegar Sigurður tók við embætti landlæknis var það að mörgu lcyti framkvæmdastjórn heilbrigðis- mála í landinu, því ekkert ráðuneyti heilbrigðis- mála var þá til og heilbrigðismál voru aðeins þáttur af starfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. , Sent landlæknir var Sigurður formaður fjölda nefnda og ráða og ég kynntist honum fyrst að ráði vegna starfa í læknaráði á árabilinu 1960-1970. Sigurður "ar formaður stjórnarnefndar ríkis- spítalanna frá janúar 1960 til desember 1973 og formaður bygginganefndar 'Landspítala frá miðju ári 1961 til 1972. Uppbygging Landspítalans, sem hófst skömmu eftir 1950, hafði gengið mjög hægt vegna fjárskorts og þótti mörgum óþarft að byggja tvær sjúkrahús- byggingar í Reykjavík samtímis og raunar á timabili þrjár, þ.e. Landspítala, Borgarspítala og viðbyggingu Landakotsspítala. Það kom í hlut Sigurðar sem formanns bygg- inganefndar að leiða þetta uppbyggingarstarf á Landspítala og á árabilinu 1965-1973 komu ný- byggingar spítalans í not í áföngum, bæði legu- deildir, rannsóknastofa og skurðstofur og kobolt- meðferðartæki röntgendeildar. Ekki má heldur gleyma eldhúsi spítalans, sem var tekið í not á þessu tímabili. Utan Landspítalasvæðisins voru sett á stofn þvottahús og birgðastöð á Tunguhálsi og geðdeild barna við Dalbraut. Á áratugnum 1960-1970 vóru skipulagsmál Landspítalalóðar mjög á döfinni og niðurstaða fékkst í þeim málum 1969, ekki hvað síst fyrir forgöngu Sigurðar. Var ákveðið að stækka Land- spítalalóð suður fyrir núverandi Hringbraut og gera ráð fyrir því að gatan flyttist síðar suður fyrir lóðina. Það samkomulag, sem gert var í desember 1969 milli heilbrigðismálaráðherra, menntamálaráð- herra og fjármálaráðherra annars vegar f.h. ríkisins og borgarstjórnar Reykjavíkur hins vegar, um þessi mál, hefur verið mótandi um framtíðar- stefnu í uppbyggingum Landspítalans og Háskóla íslands á þessu svæði. Annars vegar fékk spítalinn beina stækkun á núverandi lóð Landspítala, hins vegar stórt svæði sunnan Hringbrautar til framtíð- arbygginga, þar sem þegar er risið húsnæði háskólans fyrir kennslu lækna og tannlæknanema. Að ráði enska landlæknisins Sir Georg Godber leitaði Sigurður til þekkst bresks arkitektafyrir- tækis, til að taka að sér skipulagningu lóðarinnar í samvinnu við húsameistara ríkisins og er núver- andi skipulag í meginatriðum í samræmi við þær tillögur. Það tímabil, sem Sigurður var formaður stjórn- arnefndar ríkisspítala var mikið framfaraskeið í læknisfræði og í starfi sínu sem stjórnarformaður hafði Sigurður það að leiðarljósi að skapa á Landspítala aðstöðu fyrir nýja starfsemi og nýjar sérgreinar eftir því sem aðstaða og fjárhagur leyfði. Eftir að Sigurður varð landlæknir þá hófst skipuleg þátttaka íslands í samstarfi Norðurlanda að heilbrigðismálum og sama máli ge'gndi um þátttöku íslands í starfi Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar. Lengst af, meðan hann var land- læknir, sótti hann allsherjarþing Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar sem aðalfulltrúi Is- lands og sat sem fvrsti og eini fulltrúi íslands í framkvæmdastjórn Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar 1961-1963 og var þannig meðyum að móta þá stefnu Norðurlanda, að hafa samvinnu

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.