Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1983, Page 4

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1983, Page 4
Þorgrímur Jónsson bóndi, Kúludalsá Þánn 27. marz va-rð Þorgrímur Jónssón, bóndi á Kúludalsá í Hvalfjarðarstrandarhreppi, sjö- tugur. Hann er fæddur á Akrancsi. Foreldrar hans voru Jón Auðunn Vigfússon frá Grund í Skorradal og kona hans Ragnhciöur Guðmundsdóttir frá Belgsholti í Melasveit. 1927 flutti fjölskyldan að Innstavogi við Akranes og hjó þar til ársins 1936, en þá flutti hún að' Kúludalsá á Hvalfjarðarströnd og þar hefur heimili Þorgríms verið síðan. Árið 1945 kvæntist Þor- grímur Margréti Kristófersdóttur frá Litlu-Borg í Víðidal. Foreldrar hennar voru Kristófer Péturs- son frá Stóru-Borg og Emilía Helgadóttir frá Litla-Ósi í Miðfirði. Þau Þorgrímur og Margrét hafa búið á Kúlu- dalsá allan sinn búskap. Búskaparsaga þeirra hefur vcrið farsæl. búið í stærra lagi og sérlega afurðagott. Þó jörðin væri ekki þægileg til ræktunar, var túnið samt vel ræktað og mjög gras gefið og gréri snemma að vorinu, eins og gerist með jarðir á Hvalfjarðarströnd. Búskapur þeirra Þor- gríms og Margrétar hefur verið farsæll og fjárhags afkoma þeirra góð. Á fyrri búskaparárum var Þorgrímur virkur þátttakandi í félagsmálum. Sérstakan áhuga hafði hann á ræktunarmálum. Hann var í stjórn Ræktpnarsambands Sunnan- skarðsheiðar um alllangt skeið. Hann stofnaði skógræktarfélag Innri-Akraneshrepps og starfaði í því. Hann var dýraverndunarmaður og lét þau mál til sín taka, er hann taldi þörf.á. Formaður sóknarnefndar Ytri-Hólmskirkju var hann og hafði forustu um endurbyggingu hennar, sem hann vann af dugnaði og með vandvirkni. Þau Þorgrímur og Margrét eiga fimm börn, sent öll hafa stofnað eigin heimili. Tvo drengi ólu þau upp að auki, er voru frændur húsfreyju. Heimili þeirra hjóna á Kúludalsá er þekkt fyrir gestrisni og myndarskap. Stjórnmálaskoðanir tengdu okkur Þorgrím saman fyrir meira en fjórum áratugum. Það samband hefur haldizt sfðan.Þorgrímur rcyndist mér traustur og góður stuðningsmaður á meðan ég þreytti stjórnmálaglímuna fyrir Framsóknar- flokkinn í Vesturlandskjördæmi. Fyrir það og öll okkar kynni er ég honum þakklátur. Að lokum færi ég honum og fjölskyldu hans innilegar hamingjuóskir með sjötugsafmælið og ólifuð æviár. Halldór E. Sigurðsson landsmanna úr veikinni. Óttinn við veikina magn- aðist hjá almenningi. Fólk tók á sig króka til þess að koma ekki nálægt þeim stöðum, þar sem berklasjúklingar bjuggu og þeir, sem útskrifuðust af hælunum. áttu í erfiðleikum með að fá inni, og ef þeir fengu leigt, þá mátti búast víð því, að lítið yrði um gestakomur í það húsið, á meðan þeir dveldu þar. Sama var um atvinnuna, það var nærri óhugsandi fyrir útskrifaða berklasjúklinga að fá atvinnu, og ef lánið lék við þá og vinnan fékkst, var það oftar en ekki, að heilsan bilaði aftur og leiðin lá inn á hælin á ný. Læknar og annað starfsfólk hælanna starfaði þrotlaust, en batinn lét á sér standa, þar vantaði leitina framan við og eftirmeðferðina aftan við berklalækningarnar. Árið 1935 er tímamótaár í sögu berklavarna okkar, þá samþykkti Alþingi lög, þar sem kveðið var á um það.að stofna skyldi embætti berklayfir- læknis og skyldi hann fara með framkvæmd berklavarna. Mörg fleiri nýmæli voru í þeim lögum og breytingar á þeim, er nokkru síðar voru samþykktar. Það var þjóðinni til mikils happs, að í embætti berklayfirlæknis valdist lærdóms- og dugnaðarforkurinn dr. Sigurður Sigurðsson sem í dag er áttræður. Sigurður tók nú til óspilltra málanna og endurskipulagði berklavarnirnar frá grunni. 1) Fjármagn skyldi fást til þess að sinna nauðsynlegustu verkefnum þrátt fyrir al- heimskreppu. 2) Megináhersla skyldi lögð á leit að duldum smitberum. 3) Bætt skyldi aðstaða lækna úti í héruðum til þess að greina berklasjúka, skrá þá og lækna. 4) Berklavarnastöðvum skyldi fjölgað og þær efldar. Alkunnur er berserksgangur Sigurðar á fyrsta áratugnum í starfinu. er hann geystist um landið með aðstoðarmönnum sínum, eða hertók land- helgisgæsluna til þess að komast með sín frumlegu ferðaröntgentæki inn á allar víkur og voga landsins, þar sem finna mátti byggð. Eða þegar hann reið með trússhest sinn, klyfjaðan tækjum um fjöll og firnindi, allt í þeim tilgangi að góma pöddurnar, sem kynnu að leika lausum hala, án vitundar þess einstaklings, sem þær höfðu tekið sér búsetu í. Ég var svo lánsamur að vera með Sigurði í tveimur slíkum ferðum, þræða firðina á varðskipi, sjá íbúa þorpa og sveitabýla streyma niður á bryggjuna. stinga sér á bak við skerminn hjá okkur og halda svo glaða og örugga heim. Ógleymanleg er mér einnig siglingin um ísafjarðardjúp fagra júnínótt. Heimsókn til Sigurðar að Laugabóli og gegnlýsing á Bjarna í Vigur og hans fólki, þar sem hvildir voru teknar til þess að gæða sér á æðareggjum, sviðum og fleira góðgæti. Það er svo alkunna, hvernig fór. Þessar forvarnir, þessar fyrirbyggj- andi aðgerðir, þessi róttæka heilsuvernd að leita uppi smitberana, áður en þeir áttu kost á því að dreifa sýklunum of víðæ. Auðvitað bar þetta árangur. Það er svo jafnrétt, að margir þættif lögðust á eitt. Tækniþróunin, bætt aðstaða á hælunum, samstarf við sjúklingana sjálfa, sem tóku að verulegu leyti að sér eftirmeðferðina, og bættur hagur fólksins í landinu. Allt þetta átti sinn þátt í því að gera þetta átak og afrek svo stórkostlegt, sem raun varð á. Mig undrar þó eitt stórlega, það að hafa fyrir augunum þann glæsi- lega árgngur, sem dr. Sigurður Sigurðsson náði með þessarri heilsuverndarstarfsemi. þá skuli heilsuverndarstarfsemin enn vera hornreka í heilbrigðiskerfi ókkar. II. maí 1956 var dr. Sigurður Sigurðsson kjörinn heiðursfélagi Sambands íslenskra berkla- sjúklinga. í tilkynningu þar um segir svo: „Dr. Sigurður hefur stjórnað berklavörnum á íslandi í rúma tvo áratugi, og undir forystu hans hefur náðst slíkur árangur. að þess eru engin dæmi önnur, hvarsem leitaðer. Fyrir26árum varísland í flokki þeirra landa í Evrópu, sem hæsta höfðu dánartölu af völdum þeirrar veiki, en nú er þessu svo rækilega sn úið við, að hér á landi er sýkin orðin hin fágætasta dánarorsök. Hvergi í heimi er dánartalan af völdum berkla lægri. Þessi viður- kenning er að verðleikum veitt og SÍBS Ijúft og skylt að heiðra dr. Sigurð og samgleðjasts honum með glæsisigur þennan." Ég tala örugglega í nafni allra fyrrverandi berklasjúklinga. þegar ég þakka honum fyrir giftusamt ævistarf í okkar þágu og með virðingu og þakklæti óskum við honum velfarnaðar. Oddur Ólafsson. 4

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.