Íslendingaþættir Tímans - 08.06.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 08.06.1983, Blaðsíða 4
NG Guðrún Hólmfríður Eyþórsdóttir Fædd 12. mars 1897 Dáin 25. maí 1983 Miðvikudaginn 1. júní var til moldar borin Guðrún Hólmfríður Eyþórsdóttir, til heimilis að Laugavegi 78, Reykjavík, en hún lést á Land- spitalanum 25. maí síðastl. að undangengnum langvinnum og þjáningarfullum veikindum. - Löng og elskuleg kynni mín af þessari fágætu konu voru með þeim hætti, að ég finn mig knúinn til að minnast hennar með nokkrum orðum, að henni látinni. Guðrún Hólmfríður Eyþórsdóttir fæddist 12. mars 1897 á Tindum í Svínavatnshreppi, A-Hún. Foreldrar hennar voru Eyþór bóndi Benediktsson frá Skagaströnd og kona hans, Björg Jósefína Sigurðardóttir frá Blönduósi. Guðrún átti aðeins skamma hríð búsetu á Tindum, en ólst að mestu upp á Hamri í sömu sveit, næstelst í allstórum hópi alsystkina. Elstur þeirra var Jón Pétur Eyþórsson veðurfræðingur, þjóðkunnur sem fræðimaður og útvarpsmaður áratugum saman. Hálfbróður átti Guðrún sammæðra, sem ekki var síður þjóðkunnur á íslandi og raunar þekktur meðal lærdómsmanna víða um heim, en það var dr. Sigurður Nordal prófessor og síðar sendiherra íslands í Kaupmannahöfn. Þegar Guðrún hélt úr föðurgarði, lá leið hennar í Kvennaskólann í Reykjavík, en þar nam hún í 3 ár (1918 - 1921). Síðar hélt hún til Kaupmanna- hafnar og dvaldist þar við nám og störf í 6 ár (1923 -1929), en árið 1929 kom hún aftur út til íslands og réðst þá sem handavinnukennari við Héraðs- skólann á Laugarvatni á öðru starfsári þess skóla. Guðrún kenndi handavinnu á Laugarvatni í 7 ár með mikilli prýði. Eftirtektarverð eru orð frú Rósu B. Blöndals skáldkonu, er var nemandi ' Guðrúnar veturinn 1929 - 1930. Frú Rósa taldi, að Guðrún hefði átt að vera bókmenntakennari, þar eð hún hefði haft „dýpri skilning á bók- menntum og víðari yfirsýn en margur sá, sem stundað hefur háskólanám í þeim fræðum." Á Laugarvatni kynntist Guðrún eftirlifandi eigin- manni sínum, Þórði Kristleifssyni söngkennara, er hóf kennslu við Héraðsskólann haustið 1930. Gengu þau Guðrún og Þórður í hjónaband 11. sept. 1931. Þeim hjónum fæddist meybarn 3. okt. 1936, en sá harmur dundi yfir þau, að því varð ekki lífs auðið. Búseta Guðrúnar og Þórðar á Laugarvatni varð löng eða aldarþriðjungur. Lengi fram eftir árum bjuggu þau í lítilli og ófullkominni íbúð í aðalskólahúsinu. Þá gerðist það, að tvær efstu hæðir skólahússins brunnu sumarið 1947. Þar brann eða stórskemmdist mikill hluti af búslóð þeirra hjóna og var tjón þeirra óskaplegt. Eftir eins árs bráðabirgðavist í nemendaherbergjum féngu Guðrún og Þórður loksins nýja og mannsæmandi íbúð áfasta við heimavistarhúsið 4 Grund haustið 1948, og þar bjuggu þau í 15 ár eða þar til Þórður Kristleifsson stóð á sjötugu og lét af störfum á Laugarvatni vorið 1963 eftir 33 ára samfellda kennslu við skólana þar, - síðustu 10 árin sem yfirkennari við hinn nýstofnaða Mennta- skóla. . Persónuleg kynni mín af þessum einstöku heiðurshjónum hófust fyrir hartnær fjórum ára- tugum, er ég settist sem nemandi í Héraðsskólann á Laugarvatrii og upphófst þá sú vinátta. sem tíminn hefur treyst æ síðan og aðeins dauðinn nær að slíta. Þórður Kristleifsson var dáðasti og áhrifaríkasti kennari sem ég hef kynnst fyrr og síðar að öðrúm ólöstuðum og háfði ótrúleg áhrif á unga nemendur, sem hann ávallt hvatti til dáða, en hér eru ekki tök á að fara nánar út í þá sálma, þótt maklegt væri. Guðrúnu Eyþórsdóttur kynntist ég ekki að verulegu marki, fyrr en ég var kominn sem kennari að Laugarvatni og var í réttan áratug að nokkru leyti samstarfsmaður Þórðar og næsti nágranni þeirra hjóna. Þatjcynntist ég því ástríki hjóna og þeirri fágun og menningu í öllum lífsstíl, sem ávallt síðan hefur verið mér aðdáunar- og undrunarefni. Umgengnin átti engan sinn líka, hvorki utan húss né innan. Á heimili Guðrúnarog Þórðar áttu vinir þeirra sannkallaðar sælustundir. Guðrún Eyþórsdóttir var óvenjuléga heillandi kona, forkunnarfríð sýnum, hæglát í fasi og aðlaðandi. Mér virtist hún njóta sín betur, þar sem fámennt var og vegna einstakrar hæversku hennar og hlédrægni kann einhverjum að hafa dulist fyrst í stað, hvílíkri þekkingu, víðsýni og afburðagáfum hún bjó yfir. Hún var gagnmenntuð í þess orðs bestu merkingu, enda alla ævi sílesandi úrvalsbókmenntir, meðan sjón entist. Hún átti undur auðvelt með að greina í höfuðatriðum frá efni bókar í stuttum og hnitmiðuðum útdrætti, svo að unun var á að hlýða. Raunar tel ég mig vita, að Ijóðalestur hafi verið yndi Guðrúnar öðru fremur. Einkum undi hún sér, svo sem vænta mátti, við ljóð íslensku höfuðskáldanna. Ljóð Jóns Helgasonar og Einars Benediktssonar lét hún sig ekki muna um að hafa yfir utanbókar, enda minnið traust. Mér er einnig um það kunnugt, að Guðrún var ekki í minnstu vand- ræðum með að koma saman stöku; en því flíkaði hún ekki. Það sem mér þótti hvað mest um vert í fari Guðrúnar og öðru fremur einkennandi fyrir hana var hugarró hennar og sjálfstæði - innra frelsi, ef svo má segja. Hér á ég við hleypidómaleysi, yfirvegað mat og sjálfstæðar skoðanir í hverju máli. Guðrún lét hvorki tískutildur, steinrunnar hefðir né heldur kredduhópa neins konar segja sér fyrir verkum. Það mátti ávallt treysta því, að skoðanir hennar væru í raun og sannleika hennar eigin. Um.leið var hún allra manna ólíklegust til að þröngva skoðunum sínum upp á aðra eða reyna að hafa bein áhrif á fólk. Ejgi að síður hafði hún djúp og varanleg áhrif á vini sína með hjartagæsku sinni, staðfestu og skörpum gáfum. Eftir tæpra 16 ára búsetu í Reykjavík veiktist Guðrún mjög alvarlega snemma í mars-mánuði 1979 og var um hríð óttast unt líf hennar. Hún átti samt eftir að hverfa aftur heim til sín, en heilsan var þrotin. Hvert áfallið rak annað næstu misserin, svo sem lærbrot haustið 1979 og þurfti Guðrún hvað eftir annað að leggjast inn á sjúkrahús. Þegar litið er yfir tímann, sem liðinn er, síðan fyrstu veikindin dundu yfir 1979 og þar til yfir lauk, kemur í Ijós, að Guðrún hefur dvalist meiri hluta þess tíma heima hjá manni sínum, oft sárþjáð oglítt sjálfbjarga. Veikindisín ogþjáning- ar allar bar hún af óbrigðulu æðruleysi og birtist þar með áhrifaríkum hætti sú innri ró og hugrekki, sem henni var gefið í svo ríkum mæli. Allan þann tíma sem hér um ræðir annaðist Þórður konu sína einn síns liðs nótt og nýtan dag. - Það er haft fyrir satt, að á erfiðleika- og háskatímum greini afburðamenn sig frá meðal- mönnum og hefur það sannast hér eftirminnilega. Hið sanna er, að enginn fær skilið, hvernig Þórður Kristleifsson, sem varð níræður 31. marss.l., náði að axla þær ofurmannlegu byrðar, sem á hann voru lagðar, á því aldursskeiði er flestir þurfa sjálfir á aðstoð að halda. Fórnfýsi hans og hetjuskapur er eitt af því fegursta og ógleyman- íslendingaþsettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.