Íslendingaþættir Tímans - 08.06.1983, Page 8
Guðný Þórarinsdóttir
Fædd 24. janúar 1905
Dáin 5. maí 1983
í dag fer fram frá Kópavogskirkju útför ömmu
minnar, Guðnýjar Vigdísar Þórarinsdóttur, sem
lést aðfaranótt 5. þ.m. í Landspítaianum eftir
tiltölulega skamma en erfiða sjúkralegu.
Hún var fædd á Nesi við Norðfjörð (síðar
Neskaupstað) 24. janúar 1905. Foreldrar hennar
voru hjónin Kristín Stefánsdóttir og Þórarinn
Hávarðsson, útgerðarmaður. Þau Kristín og Þór-
arinn áttu alls fimm börn: Stefán, Hávarð, Ólöfu
(sem lést kornung), Guðnýju Vigdísi og Rann-
veigu, en hún er nú sú eina af systkinunum sem
enn er á lífi.
Amma missti föður sinn meðan hún var barn að
aldri, en hann drukknaði í Norðfjarðarflóa.Við
fráfall hans stóð Kristín, móðir hennar, ein uppi
með fjögur börn og þurfti að sjá þeim farborða.
Var það að sjálfsögðu erfitt á þeim tímum og urðu
börnin að fara að vinna fyrir sér jafnskjótt og þau
urðu vinnufær. Setti þessi lífsreynsla mark sitt á
ömmu. Vandist hún því að vinna hörðum höndum
og féll henni, að ég man, sjaldan verk úr hendi.
Þá bar hún alla tíð mjög fyrir brjósti hag þeirra
sem minna mega sín í þjóðfélaginu.
Árið 1925 gekk hún að eiga Eirík Ármannsson,
skipstjóra og útgerðarmann, sem jafnan var
kenndur við Dagsbrún á Norðfirði. Bjuggu þau
framan af ævi á Norðfirði, en síðustu árin í
Kópavogi. Þau áttu eina dóttur, Þóru Kristínu.
Þá dvöldu lengstum á heimili þeirra langamma
mín, Kristín, og Stefán, elsti bróðir ömmu.
Eiríkur, afi minn, lést árið 1967.
Þar eð móðir mín var eina barn þeirra afa og
ömmu og við bræðurnir þar af leiðandi einu
barnabörnin, voru samskiptin okkar á milli, að ég
held, enn nánari en gengur og gerist. Eftir að þau
fluttu hingað suður má segja að un hafi verið að
ræða eina stóra fjölskyldu.
Amma var mjög sterk í trú sinni, allt til hinstu
stundar. Hún trúði því statt og stöðugt að dauðinn
fæli ekki í sér endalok, heldur upphaf á annarri
tilveru. Um leið og við bræðurnir og fjölskyldur
okkar þökkum henni allt það, sem hún var okkur,
biðjum við henni guðs blessunar.
„Kom til að lífga, fjörga, gleðja, fæða
og frelsa, leysa, hugga, sefa, græða
I brosi þínu brotnar dauðans vigur,
í bltðu þinni kyssir trúna sigur."
(Mattli. Jochumsson)
Eiríkur Tómasson
Ég minnist Guðnýjar Þór, frænku minnar, fyrst
frá bernskuárum mínum á Norðfirði. Hún bjó þá
ásamt eiginmanni sínum, Eiríki Ármannssyni,
föðurbróður mínum, í Efri-Dagsbrún. „Nabba“,
eins og við krakkarnir vorunt vanirað kalla hana,
sennilega vegna þess að Guðný Björnsdóttir,
frænka' okkar, kallaði hana svo, var í miklu
uppáhaldi hjá okkur börnunum.Hún var blíðlynda
konan sem alltaf átti handa okkur vingjarnlegt
bros eða glaðværan hlátur og ósjaldan lumaði hún
á einhverju góðgæti handa okkur. Ég minnist þess
t.d. óljóst að hafa einhverju sinni setið hjá henni
í Efri-Dagsbrún og gætt mér á sjóðandi heitum
nýjum blóðmör.
Ég var enn barnungur er þau Guðný og Eiríkur
fluttu suður og reistu sér tvíbýlishús við Digra-
nesveg í Kópavogi ásamt Þóru, dóttur sinni, og
Tómasi Árnasyni eiginmanni hennar. Leiðir okk-
ar lágu ekki saman aftur fyrr en á skólaárum
mínum í Reykjavík en öll þau ár stóð heimili
þeirra góðu hjóna mér opið.
Digranesvegur 30 og 32 varð mitt annað
heimili. Þar átti ég alltaf öruggt athvarf og þar
mætti ég svo miklum innileik og hlýju að mér
fannst ég vera sonur þcirra Guðnýjar og Eiríks og
það sama var raunar upp á teningnum í hinum
enda hússins, hjá þeim Þóru og Tómasi.
Nokkrum árum síðar er ég festi ráð mitt, hófum
við hjónin búskap í kjallaranum hjá Guðnýju og
þar bjuggum við þejgar eldri dóttir okkar, Guðný
fæddist. Guðný Þór var þá orðin ekkja og mörg
kvöld sátum við uppi hjá henni, horfðum á
sjónvarp eða röbbuðum í eldhúsinu yfir kaffibolla
og borðuðum ástarpunga. Lífsgleðin geislaði af
henni. Hún átti enn sinn dillandi hlátur pg rak upp
stórar hláturrokur þegar hún rifjaði upp skemmti-
leg atvik frá liðinni tíð eða neyrði góða sögu. Sami
innileikinn og hlýjan einkenndi allt hennar fas.
Það var ekki hægt annað en að láta sér þykja vænt
um þessa konu og maður hlaut að finna að henni
þótti vænt um mann. Raunar elskaði hún lífið og
ég held að lífið hafi elskað hana. Hún var
áreiðanlega hamingjusöm kona. Lífið hafði gefið
henni mikið og hún kunni að meta gjafir þess.
Þóra, Tómas og drengirnir, eiginkonur þeirra og
barnabörnin.öll reyndust þau henni einstaklega
vel. Samband þeirra var óvenju náið og þó hún
byggi ein síðustu æviárin, þannig vildi hún hafa
það, var hún aldrei einmana, tengsl hennar við
ættingja og vini voru of sterk til þess. Hún var
elskuð af öllum sem kynntust henni.
Dætur okkar litu á hana sem ömmu sína og
syrgja hana sem slíka. Við hjónin erum forsjón-
inni þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast slíkri
konu. Hún hefur auðgað líf okkar og margra
annarra. Henni eigum við mikið að þakka.
Minningin um Guðnýju Þór mun ylja okkur um
mörg ókomin ár.
Þóru, Tómasi, drengjunum og fjölskyldum
þeirra sendi ég hjartanlegar samúðarkveðjur fra
fjölskyldu minni, móður, systkinum og fjöl'
skyldum þeirra.
Guðni Stefánsson.
íslendingaþsettir
t»eir sem að skrif a
minningar- eða afmælis-
greinar í íslendingaþætti,
eru vinsamlegast
beðnir um að skila
vélrituðum handritum